« 26. apríl |
■ 27. apríl 2013 |
» 28. apríl |
Stjórn dróna hafin frá flugherstöð í Bretlandi - mótmæli við herstöðina
Vopnuð fjarstýrð flugför, drónar, hafa í fyrsta sinn verið send á loft í Bretlandi segir í frétt BBC laugardaginn 27. apríl og er hún höfð eftir breska varnarmálaráðuneytinu. Reaper-drónin voru send á loft undir stjórn frá Waddington flugherstöðinni í Lincolnshire en andstæðingar dróna hafa efnt til...
Enrico Letta, varaformaður Lýðræðisflokksins (mið-vinstri), lagði laugardaginn 27. apríl fram ráðherralista í Rómaborg. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Ítalíu í rúma tvo mánuði. Um er að ræða samsteypustjórn stóru flokkanna tveggja, Lýðræðisflokksins og Frelsisflokksins (mið-hægri), flokks Silvios Berlu...
Alain Juppé: Frakkar eru gjörsamlega einangraðir - Þjóðverjar vantreysta okkur
Claude Bartolone, forseti franska þingsins, hefur krafist þess að flokksbróðir sinn úr hópi sósíalista François Hollande forseti stofni til „átaka“ við Þjóverja til að brjóta aðhaldsstefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara á bak aftur.
Mia Bennett: Er forseti Íslands að efna til samkeppni við Norðurskautsráðið?
Kona að nafni Mia Bennett birti í gær grein á vefsíðu, sem nefnist eyeonthearctic, þar sem hún heldur því fram, að umræðuvettvangurinn Arctic Circle, sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kynnti í Washington fyrir skömmu sé hugsaður sem eins konar samkeppnisaðili við Norðurskautsráðið. Forsetinn hafi gagnrýnt yfirstjórn (governance) Norðurslóða og skort á alþjóðlegri vitund um þetta svæði.
Finnar lýsa áhuga á auknu samstarfi við Murmansk
Finnar hafa undirstrikað áhug sinn á samstarfi við Murmansk-hérað á Kola-skaga í Rússlandi að því er fram kemur á Barents Observer. Marina Kovtun, ríkisstjóri í Murmansk hefur verið á ferð í Finnland og átt samtöl við Sauli Niinistö, forseta og Alexander Stubb, utanríkisviðskiptaráðherra. Í frétt Barents Observer kemur fram að Finnar hafi vaxandi áhuga á Norðurslóðum og þar með Murmansk.
Grikkland: Um 20 þúsund hafa ekki þak yfir höfuðið-10% lifa undir fátæktarmörkum
Cephas Lumina, sem er óháður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í tengslum á milli mannréttinda og alþjóðlegra skulda, hefur verið á ferð í Grikklandi með hópi frá SÞ og segir að vaxandi atvinnuleysi og minnkandi vörn velferðarkerfisins hafi leitt til þess að fleiri og fleiri Grikkir njóti ekki viðunandi heilbrigðisþjónustu og um 10% af íbúum landsins lifi fyrir neðan fátæktarmörk.
Spánn: Slakað á aðhaldi-tvö ár í viðbót til að ná fjárlagamarkmiðum
Spænsk stjórnvöld sögðu á föstudag að þau mundu taka sér tvö ár í viðbót til þess að ná settu marki um að koma fjárlagahalla niður fyrir 3% af vergri landsframleiðslu. Þar með munu Spánverjar slaka á aðhaldsaðgerðum sínum með þegjandi samþykki Brussel að því er fram kemur í Financial Times. Cristóbal Montoro, fjárlagaráðherra, segir að þessar aðgerðir stuðli að efnahagslegri uppsveiflu.
DT: Bundesbank hefur lýst stríði á hendur Mario Draghi og SE
Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri brezka blaðsins The Daily Telegraph segir að Bundesbank, þýzki seðlabankinn, hafi lýst stríði á hendur Mario Draghi og Seðlabanka Evrópu í greinargerð, sem send var stjórnlagadómstól Þýzkalands í desembermánuði sl. en lekið í þýzka Handelsblatt sl. föstudag.
Evrópuvaktin fagnar 3 ára afmæli - höfnum ESB-aðildarflokkum í tilefni dagsins!
Í dag, 27. apríl 2013, eru rétt þrjú ár síðan Evrópuvaktin hóf göngu sína. Á þessum þremur árum hafa hér verið fluttar fréttir sem tengjast þróun mála á vettvangi Evrópusambandsins og aðildarumsókn Íslands en vefsíðan kom til sögunnar um níu mánuðum eftir að alþingi hafði samþykkt aðildarumsókn Ísla...
Nýju framboðin hafa áhrif-þau veita öðrum aðhald
Nýju framboðin hafa hlutverki að gegna þótt þau hafi ekki náð miklum árangri skv. skoðanakönnunum. Það kom skýrt í ljós í sjónvarpsumræðunum í gærkvöldi. Það var augljóst að Bjarni Harðarson veitir Vinstri grænum mikið aðhald í ESB-málum.