Sunnudagurinn 17. febrúar 2019

Laugardagurinn 27. apríl 2013

«
26. apríl

27. apríl 2013
»
28. apríl
Fréttir

Stjórn dróna hafin frá flugherstöð í Bretlandi - mótmæli við herstöðina

Vopnuð fjarstýrð flugför, drónar, hafa í fyrsta sinn verið send á loft í Bretlandi segir í frétt BBC laugardaginn 27. apríl og er hún höfð eftir breska varnarmála­ráðuneytinu. Reaper-drónin voru send á loft undir stjórn frá Waddington flugherstöðinni í Lincolnshire en andstæðingar dróna hafa efnt til...

Ný ríkis­stjórn á Ítalíu

Enrico Letta, varaformaður Lýðræðis­flokksins (mið-vinstri), lagði laugardaginn 27. apríl fram ráðherralista í Rómaborg. Stjórnar­kreppa hefur ríkt á Ítalíu í rúma tvo mánuði. Um er að ræða samsteypu­stjórn stóru flokkanna tveggja, Lýðræðis­flokksins og Frelsis­flokksins (mið-hægri), flokks Silvios Berlu...

Alain Juppé: Frakkar eru gjörsamlega einangraðir - Þjóðverjar vantreysta okkur

Claude Bartolone, forseti franska þingsins, hefur krafist þess að flokksbróðir sinn úr hópi sósíalista François Hollande forseti stofni til „átaka“ við Þjóverja til að brjóta aðhalds­stefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara á bak aftur.

Mia Bennett: Er forseti Íslands að efna til samkeppni við Norðurskautsráðið?

Kona að nafni Mia Bennett birti í gær grein á vefsíðu, sem nefnist eyeonthearctic, þar sem hún heldur því fram, að umræðuvettvangurinn Arctic Circle, sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kynnti í Washington fyrir skömmu sé hugsaður sem eins konar samkeppnisaðili við Norðurskautsráðið. Forsetinn hafi gagnrýnt yfir­stjórn (governance) Norðurslóða og skort á alþjóðlegri vitund um þetta svæði.

Finnar lýsa áhuga á auknu samstarfi við Murmansk

Finnar hafa undirstrikað áhug sinn á samstarfi við Murmansk-hérað á Kola-skaga í Rússlandi að því er fram kemur á Barents Observer. Marina Kovtun, ríkis­stjóri í Murmansk hefur verið á ferð í Finnland og átt samtöl við Sauli Niinistö, forseta og Alexander Stubb, utanríkis­viðskipta­ráðherra. Í frétt Barents Observer kemur fram að Finnar hafi vaxandi áhuga á Norðurslóðum og þar með Murmansk.

Grikkland: Um 20 þúsund hafa ekki þak yfir höfuðið-10% lifa undir fátæktarmörkum

Cephas Lumina, sem er óháður sér­fræðingur Sameinuðu þjóðanna í tengslum á milli mannréttinda og alþjóðlegra skulda, hefur verið á ferð í Grikklandi með hópi frá SÞ og segir að vaxandi atvinnuleysi og minnkandi vörn velferðarkerfisins hafi leitt til þess að fleiri og fleiri Grikkir njóti ekki viðunandi heilbrigðisþjónustu og um 10% af íbúum landsins lifi fyrir neðan fátæktarmörk.

Spánn: Slakað á aðhaldi-tvö ár í viðbót til að ná fjárlagamarkmiðum

Spænsk stjórnvöld sögðu á föstudag að þau mundu taka sér tvö ár í viðbót til þess að ná settu marki um að koma fjárlagahalla niður fyrir 3% af vergri landsframleiðslu. Þar með munu Spánverjar slaka á aðhaldsaðgerðum sínum með þegjandi samþykki Brussel að því er fram kemur í Financial Times. Cristóbal Montoro, fjárlaga­ráðherra, segir að þessar aðgerðir stuðli að efnahagslegri uppsveiflu.

DT: Bundesbank hefur lýst stríði á hendur Mario Draghi og SE

Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptarit­stjóri brezka blaðsins The Daily Telegraph segir að Bundesbank, þýzki seðlabankinn, hafi lýst stríði á hendur Mario Draghi og Seðlabanka Evrópu í greinargerð, sem send var stjórnlagadómstól Þýzkalands í desembermánuði sl. en lekið í þýzka Handelsblatt sl. föstudag.

Leiðarar

Evrópu­vaktin fagnar 3 ára afmæli - höfnum ESB-aðildar­flokkum í tilefni dagsins!

Í dag, 27. apríl 2013, eru rétt þrjú ár síðan Evrópu­vaktin hóf göngu sína. Á þessum þremur árum hafa hér verið fluttar fréttir sem tengjast þróun mála á vettvangi Evrópu­sambandsins og aðildarumsókn Íslands en vefsíðan kom til sögunnar um níu mánuðum eftir að alþingi hafði samþykkt aðildarumsókn Ísla...

Í pottinum

Nýju framboðin hafa áhrif-þau veita öðrum aðhald

Nýju framboðin hafa hlutverki að gegna þótt þau hafi ekki náð miklum árangri skv. skoðanakönnunum. Það kom skýrt í ljós í sjónvarpsumræðunum í gærkvöldi. Það var augljóst að Bjarni Harðarson veitir Vinstri grænum mikið aðhald í ESB-málum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS