Laugardagurinn 14. desember 2019

Sunnudagurinn 5. maí 2013

«
4. maí

5. maí 2013
»
6. maí
Fréttir

Grikkland: Fjármála­ráðherrann telur að hið versta sé að baki

Fjármála­ráðherra Grikklands segir að loks megi sjá batamerki í efnahagslífi þjóðar­innar. Þess er vænst að í skýrslu Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins um Grikkland verði þessi skoðun ráðherrans staðfest. Samdráttarskeiðið í grísku efnahagslífi hefur staðið í sex ár.

Schäuble lýsir skilning á auknu svigrúmi fyrir Frakka - aðrir þýskir stjórnmálamenn mótmæla

Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, lýsir skilningi á þeirri ákvörðun framkvæmda­stjórnar ESB að gefa frönskum stjórnvöldum frest fram til 2015 til að lækka halla á ríkis­sjóði niður fyrir 3% af vergri landsframleiðslu.

Nigel Farage boðar pólitískan jarðskjálfta í ESB-þingkosningunum í Bretlandi 2014

Flokkur breskra sjálfsstæðissinna, The United Kingdom Independence party (UKIP), mun valda pólitískum „jarðskjálfta“ í kosningum til ESB-þingsins eftir eitt ár segir Nigel Farage flokksleiðtogi. Flokkurinn sé ekki einhver „lítill þrýstihópur sem muni hverfa þótt einhver nr.

Fjölþjóða­fyrirtæki íhuga flutning höfuðstöðva til London vegna lækkunar á fyrirtækjasköttum

Rúmlega 40 fjölþjóða fyrirtæki hafa kannað kosti þess að flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands eftir lækkun skatta á fyrirtæki. Þetta segir Steve Varley, formaður breska hluta Ernst & Young endurskoðunar­fyrirtækisins. Fyrirtækin eru m.

Finnland: Tvær skipasmíðastöðvar til sölu-eignar­aðild ríkisins kemur til greina

Fyrirtæki í Suður-Kóreu á skipasmíðastöðvar í Rauma og Turku í Finnlandi. Fyrirtækið er í vandræðum og vill selja. Jyrki Katainen, forsætis­ráðherra Finnlands segir, að það geti orðið erfitt en ekki útilokað að finna finnska kaupendur að skipasmíðastöðvunum. Hann segir koma til greina að finnska ríkið verði aðili að nýju eignar­haldi en að ríkið mundi ekki verða eini eigandinn.

Alaska: Öldunga­deildarþingmaður vill að Bandaríkin skipi sendiherra fyrir Norðurslóðir

Mark Begich, öldunga­deildarþingmaður fyrir Alaska hefur ítrekað kröfur um að Bandaríkin tilnefni sérstakan sendiherra fyrir Norðurslóðir. Hann telur að sögn Alaska Dispatch, að nauðsynlegt sé að einhver einn maður beri ábyrgð á því að fylgjast með þróuninni á þessu svæði og bendir á að nokkrar þjóðir hafi þegar skipað slíka sendiherra.

Norwegian tekur upp flug allt árið um kring til Svalbarða

Nú ætlar norska flug­félagið Norwegian að fljúga allt árið um kring til Svalbarða, sem vekur mikinn fögnuð íbúa þar að sögn Svalbarðspóstsins.

Bretland: Þingmenn Íhalds­flokks vilja flýta þjóðar­atkvæða­greiðslu um ESB-fram til maí 2014

Hópur þingmanna brezka Íhalds­flokksins vill flýta þjóðar­atkvæða­greiðslu í Bretlandi um afstöðu Breta til Evrópu­sambandsins og efna til hennar ekki síðar en í maí á næsta ári.

Í pottinum

Hvernig dettur Ögmundi þetta í hug?

Eftir þingkosningarnar 2009 datt engum í hug að nefna þann möguleika að Sjálfstæðis­flokkurinn yrði aðili að nýrri ríkis­stjórn. Atkvæðatap flokksins og forysta hans í þeirri ríkis­stjórn, sem sat í hruninu gerði það að verkum að slíkt var óhugsandi. Sú ríkis­stjórn hefði ekki notið nægilegs trausts.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS