Grikkland: Fjármálaráðherrann telur að hið versta sé að baki
Fjármálaráðherra Grikklands segir að loks megi sjá batamerki í efnahagslífi þjóðarinnar. Þess er vænst að í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Grikkland verði þessi skoðun ráðherrans staðfest. Samdráttarskeiðið í grísku efnahagslífi hefur staðið í sex ár.
Schäuble lýsir skilning á auknu svigrúmi fyrir Frakka - aðrir þýskir stjórnmálamenn mótmæla
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, lýsir skilningi á þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB að gefa frönskum stjórnvöldum frest fram til 2015 til að lækka halla á ríkissjóði niður fyrir 3% af vergri landsframleiðslu.
Nigel Farage boðar pólitískan jarðskjálfta í ESB-þingkosningunum í Bretlandi 2014
Flokkur breskra sjálfsstæðissinna, The United Kingdom Independence party (UKIP), mun valda pólitískum „jarðskjálfta“ í kosningum til ESB-þingsins eftir eitt ár segir Nigel Farage flokksleiðtogi. Flokkurinn sé ekki einhver „lítill þrýstihópur sem muni hverfa þótt einhver nr.
Fjölþjóðafyrirtæki íhuga flutning höfuðstöðva til London vegna lækkunar á fyrirtækjasköttum
Rúmlega 40 fjölþjóða fyrirtæki hafa kannað kosti þess að flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands eftir lækkun skatta á fyrirtæki. Þetta segir Steve Varley, formaður breska hluta Ernst & Young endurskoðunarfyrirtækisins. Fyrirtækin eru m.
Finnland: Tvær skipasmíðastöðvar til sölu-eignaraðild ríkisins kemur til greina
Fyrirtæki í Suður-Kóreu á skipasmíðastöðvar í Rauma og Turku í Finnlandi. Fyrirtækið er í vandræðum og vill selja. Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands segir, að það geti orðið erfitt en ekki útilokað að finna finnska kaupendur að skipasmíðastöðvunum. Hann segir koma til greina að finnska ríkið verði aðili að nýju eignarhaldi en að ríkið mundi ekki verða eini eigandinn.
Alaska: Öldungadeildarþingmaður vill að Bandaríkin skipi sendiherra fyrir Norðurslóðir
Mark Begich, öldungadeildarþingmaður fyrir Alaska hefur ítrekað kröfur um að Bandaríkin tilnefni sérstakan sendiherra fyrir Norðurslóðir. Hann telur að sögn Alaska Dispatch, að nauðsynlegt sé að einhver einn maður beri ábyrgð á því að fylgjast með þróuninni á þessu svæði og bendir á að nokkrar þjóðir hafi þegar skipað slíka sendiherra.
Norwegian tekur upp flug allt árið um kring til Svalbarða
Nú ætlar norska flugfélagið Norwegian að fljúga allt árið um kring til Svalbarða, sem vekur mikinn fögnuð íbúa þar að sögn Svalbarðspóstsins.
Bretland: Þingmenn Íhaldsflokks vilja flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-fram til maí 2014
Hópur þingmanna brezka Íhaldsflokksins vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um afstöðu Breta til Evrópusambandsins og efna til hennar ekki síðar en í maí á næsta ári.
Hvernig dettur Ögmundi þetta í hug?
Eftir þingkosningarnar 2009 datt engum í hug að nefna þann möguleika að Sjálfstæðisflokkurinn yrði aðili að nýrri ríkisstjórn. Atkvæðatap flokksins og forysta hans í þeirri ríkisstjórn, sem sat í hruninu gerði það að verkum að slíkt var óhugsandi. Sú ríkisstjórn hefði ekki notið nægilegs trausts.