Föstudagurinn 15. janúar 2021

Þriðjudagurinn 7. maí 2013

«
6. maí

7. maí 2013
»
8. maí
Fréttir

ESB: Innflutningur á gíröffum einfaldaður

Nýjar ESB-reglur sem samþykktar voru þriðjudaginn 7. maí auðvelda innflutning á fílum, gíröffum, flóðhestum og öllum öðrum villtum hófdýrum. Það var Standing Committee for the Food Chain and Animal Health (SCOFCAH), það er fasta­nefnd ESB um fæðukeðjuna og dýraheilbrigði, sem samþykkti reglurnar og ...

Lawson lávarður segir Nigel Clegg „bulla“ um afleiðingar úrsagnar úr ESB - telur Breta mun betur setta utan ESB en innan

Lawson lávarður sem segir að Evrópu­sambandið sé orðið að „skriffinnsku-skrýmsli“ sem Bretar eigi að yfirgefa sakar Nick Clegg, varaforsætis­ráðherra og leiðtoga frjálslyndra, um að „bulla“ eftir að Clegg sagði að 3 milljónir Breta mundu missa vinnuna segðu Bretar skilið við ESB. Nigel Clegg brás...

Danmörk: Hugsanlega þjóðar­atkvæða­greiðsla um aðildina að Einkaleyfadómstóli ESB - 5/6 meirihluta skortir á þingi

Margt þykir benda til að efna verði til þjóðar­atkvæða­greiðslu í Danmörku um aðild landsins að Einkaleyfadómstóli ESB. Óvíst er að ríkis­stjórn jafnaðarmanna, radíkala og Sósíalíska þjóðar­flokksins nái 5/6 meirihluta í þjóðþinginu vegna frumvarps til laga um aðild að dómstólnum. Aldrei fyrr hefur reyn...

Fjármála­ráðherrar Frakka og Þjóðverja stafesta ásetning um að leysa vanda evrunnar

Fjármála­ráðherrar Frakklands og Þýskalands hafa áréttað ásetning sinn um að sigrast á skuldakreppunni á evru-svæðinu eins fljótt og frekast er unnt.

Alþjóða­samband sósíalista að klofna - Evrópu­flokkar ætla að fara eigin leiðir

Alþjóða­samband sósíalista er að klofna. Forystumenn þýskra jafnaðarmanna (SPD) og nokkrir jafnaðarmanna­flokkar í Evrópu vinna að myndun hliðar­samtaka sem heita á frönsku Alliance progressiste, Bandalag framfarasinna.

Anders Fogh-Rasmussen: Evrópa verður að fylgja utanríkis­pólitík sinn eftir með hernaðarlegum burðum

Anders Fogh Rasmussen, aðalframkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði á fundi með utanríkis­mála­nefnd Evrópu­þingsins í gær, að Evrópa yrði að skilja að hún hefði hvorki trúverðugleika né áhrif ef hún fylgdi utanríkis­pólitík sinn ekki eftir með hernaðarlegum bakstuðningi.

Þýzkaland: Veruleg aukning innflytjenda frá Suður-Evrópu

Mikil aukning varð á innflytjendum til Þýzkalands frá skuldsettum ríkjum Suður-Evrópu á síðasta ári að því er fram kemur á Deutsche-Welle.

Spánn: Deilur innan Lýð­flokksins um skattahækkanir Rajoy

Ríkis­stjórn Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra Spánar liggur undir þungri gagnrýni í eigin flokki, Lýð­flokknum fyrir að hafa svikið kosningaloforð um skattalækkanir og hækkað skatta í þess stað. Áhrifamenn innan flokksns krefjast nú skattalækkana og niðuskurðar á opinberum útgjöldum á móti að því er fram kemur í El País.

Þýzkaland: Þeim fjölgar til hægri og vinstri sem krefjast afnáms evrunnar

Þeim fjölgar nú í Þýzkalandi, bæði til hægri og vinstri, sem hvetja til þess að evran verði lögð niður að því er fram kemur í úttekt fréttaritara Daily Telegraph í Berlín. Oskar Lafontaine sé síðasta dæmið um það en frá sjónarmiði hans hefur verið sagt hér á Evrópu­vaktinni.

Bretland: ESB orðinn „bírókratískur óskapnaður“ segir Lawson, lávarður

Lawson lávarður af Blaby, áður Nigel Lawson, fjármála­ráðherra Breta í stjórnartíð Margrétar Thatcher, segir í grein í The Times í London að Evrópu­sambandið sé orðið„bírókratískur óskapnaður“ (bureaucratic monstrosity) og að hagnaðurinn við að yfirgefa ESB sé verulegur umfram kostnað.

Leiðarar

ESB-aðildar­viðræðurnar ber að stöðva

Öllum er ljóst að Evrópu­sambandsaðild nýtur ekki stuðnings meirihluta Íslendinga. Kenningin um að umsókn um aðild að sambandinu hafi skapað einhvern „rétt“ til að „kíkja í pakkann“ í Brussel, það er að sjá hvaða aðildarskilmála ESB vilji bjóða Íslendingum er reist á blekkingu. Enginn slíkur „réttur“ hefur skapast.

Í pottinum

Bezti flokkurinn er að festa sig í sessi-Tekur hann sæti Samfylkingar?

Árangur Bezta flokksins í Reykjavík í skoðanakönnunum er athyglisverður. Skv.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS