Olli Rehn segir skiptinguna á Kýpur spilla fyrir lausn efnahagsvandans
Olli Rehn, efnahagsmálastjóri ESB, hefur leitt umræður um efnahagsvandann á Kýpur inn á vettvang 40 ára ágreinings sem leiddi til þess að eyjan klofnaði í tyrkneskan og grískan hluta. Hann segir að með því að sameina stjórn á Kýpur í einu ríki yrði auðveldara að bjarga efnahag eyjarskeggja.
Eitraður Eystrasaltslax fluttur út frá Svíþjóð - ESB grípur í taumana
Fyrirtæki í Svíþjóð hafa selt um 200 tonn af Eystrasaltslaxi í Evrópu þrátt fyrir bann ESB gegn eiturefnum í fiski. Bannið nær ekki til heimamarkaða í Svíþjóð, Finnlandi og Lettlandi. Seljendur eru hvattir til að birta upplýsingar um hættumörk ESB sem gilda til varnar fyrir neytendur. ESB setti reglur um eiturefni í fiski í Eystrasalti árið 2002 eftir að díóxín fannst í Eystrasaltssíld.
Liðsmenn PKK hverfa frá Tyrklandi - vonir bundnar við friðargerð
Um 2.000 vopnaðir liðsmenn í Verkamannaflokki Kúrda (PKK) eru lagðir af stað frá Kúrdahéraði Tyrklands inn í Norður-Írak. Liðsflutningarnir eru þáttur í nýrri friðargerð við stjórnvöld í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Abdullah Öcalan, leiðtogi PPK sem er fangi Tyrkja, hvatti til vopnahlés í stríði Ty...
Bandaríkjastjórn bauð Íslandi ekki þátttöku í fundi um fiskveiðar á norðurslóðum
Nú er komið í ljós, að Íslandi var ekki boðin þátttaka í fundi, sem haldinn var í Washington mánudaginn 29. apríl sl. vegna þess að Bandaríkjastjórn vísaði til þess að umræður á fundinum mundu snúast um "þann hluta Norður-Íshafsins, sem verði fyrst íslaus og liggi næst ströndum Alaska, auk þess sem ...
Evrópa: Króatía og Slóvenía spilltustu löndin
Króatía er eitt spilltasta land í Evrópu, samkvæmt nýrri skýrslu, sem endurskoðunarfyrirtækið Ernst&Young hefur tekið saman en Slóvenía er jafnvel verra. Frá þessu segir euobserver, sem bendir á að Króatía sé um það bil að verða meðlimur í Evópusambandinu en Slóvenía sé þar þegar og jafnframt aðili að evrunni. Næst í röðinni er Tékkland, Portúgal, Ungverjaland, Spánn, Rúmenía og Ítalía.
Þýskaland: Þeim fjölgar stöðugt sem ná ekki endum saman
Þeim Þjóðverjum fjölgar stöðugt sem eiga erfitt með að ná endum saman, segir í frétt á Deutsche-Welle. Fréttastofan byggir á umfjöllun í Suddeutsche-Zeitung í dag, sem segi að fleiri og fleiri Þjóðverjar geti ekki lifað af launum sínum einum. Tölur benda til að fleiri og fleiri byggi á þeim viðbótarstuðningi, sem þeir fái frá velferðarkerfinu.
Spiegel: Valkostur fyrir Þýzkaland hefur hitt í æð
Þýzka tímaritið Der Spiegel, segir að hinn nýi stjórnmálaflokkur í Þýzkalandi, Valkostur fyrir Þýzkaland, hafi hitt í æð og að flokksmönnum fjölgi ört. Þeir séu nú 10476 og um 2800 þeirra komi úr öðrum stjórnmálaflokkum. Meðal stefnumála flokksins er að leggja evruna niður og endurheimta völd frá Brussel.
Sáttafundur milli Schauble og Moscovici
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands og Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands hittust í gær þriðjudag og leituðust við að draga úr þeirri misklíð, sem verið hefur á milli þessara tveggja ríkja um skeið. Á fundi í hinu sögufræga Freie Universitet í Berlín sagði Schauble að þeir væru ekki að ræða saman til að auka á skoðanamun sín í milli heldur til að leita sameiginlegra lausna.
Það kraumar í hinum pólitíska potti Evrópu-en hvert stefnir?
Hvað sem líður spurningunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu er staðan í evrópskum stjórnmálum og samskiptum ríkja innan Evrópusambandsins afar áhugaverð og það á ekki sízt við um stöðu Þýzkalands.
Verður Árni Páll flæmdur í burtu? -Varla
Í þeim hópum, sem lifa og hrærast í pólitíkinni er velt vöngum yfir pólitískri framtíð Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar eftir það afhroð, sem flokkur hans beið í þingkosningunum fyrir skömmu. Sumir láta að því liggja að hann eigi vart annan kost en að segja af sér. Er það rétt? Varla.