Sunnudagurinn 17. febrúar 2019

Miðvikudagurinn 8. maí 2013

«
7. maí

8. maí 2013
»
9. maí
Fréttir

Olli Rehn segir skiptinguna á Kýpur spilla fyrir lausn efnahagsvandans

Olli Rehn, efnahagsmála­stjóri ESB, hefur leitt umræður um efnahagsvandann á Kýpur inn á vettvang 40 ára ágreinings sem leiddi til þess að eyjan klofnaði í tyrkneskan og grískan hluta. Hann segir að með því að sameina stjórn á Kýpur í einu ríki yrði auðveldara að bjarga efnahag eyjarskeggja.

Eitraður Eystrasaltslax fluttur út frá Svíþjóð - ESB grípur í taumana

Fyrirtæki í Svíþjóð hafa selt um 200 tonn af Eystrasaltslaxi í Evrópu þrátt fyrir bann ESB gegn eiturefnum í fiski. Bannið nær ekki til heima­markaða í Svíþjóð, Finnlandi og Lettlandi. Seljendur eru hvattir til að birta upplýsingar um hættumörk ESB sem gilda til varnar fyrir neytendur. ESB setti reglur um eiturefni í fiski í Eystrasalti árið 2002 eftir að díóxín fannst í Eystrasaltssíld.

Liðsmenn PKK hverfa frá Tyrklandi - vonir bundnar við friðargerð

Um 2.000 vopnaðir liðsmenn í Verkamanna­flokki Kúrda (PKK) eru lagðir af stað frá Kúrdahéraði Tyrklands inn í Norður-Írak. Liðsflutningarnir eru þáttur í nýrri friðargerð við stjórnvöld í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Abdullah Öcalan, leiðtogi PPK sem er fangi Tyrkja, hvatti til vopnahlés í stríði Ty...

Bandaríkja­stjórn bauð Íslandi ekki þátttöku í fundi um fiskveiðar á norðurslóðum

Nú er komið í ljós, að Íslandi var ekki boðin þátttaka í fundi, sem haldinn var í Washington mánudaginn 29. apríl sl. vegna þess að Bandaríkja­stjórn vísaði til þess að umræður á fundinum mundu snúast um "þann hluta Norður-Íshafsins, sem verði fyrst íslaus og liggi næst ströndum Alaska, auk þess sem ...

Evrópa: Króatía og Slóvenía spilltustu löndin

Króatía er eitt spilltasta land í Evrópu, samkvæmt nýrri skýrslu, sem endurskoðunar­fyrirtækið Ernst&Young hefur tekið saman en Slóvenía er jafnvel verra. Frá þessu segir euobserver, sem bendir á að Króatía sé um það bil að verða meðlimur í Evópu­sambandinu en Slóvenía sé þar þegar og jafnframt aðili að evrunni. Næst í röðinni er Tékkland, Portúgal, Ungverjaland, Spánn, Rúmenía og Ítalía.

Þýskaland: Þeim fjölgar stöðugt sem ná ekki endum saman

Þeim Þjóðverjum fjölgar stöðugt sem eiga erfitt með að ná endum saman, segir í frétt á Deutsche-Welle. Fréttastofan byggir á umfjöllun í Suddeutsche-Zeitung í dag, sem segi að fleiri og fleiri Þjóðverjar geti ekki lifað af launum sínum einum. Tölur benda til að fleiri og fleiri byggi á þeim viðbótarstuðningi, sem þeir fái frá velferðarkerfinu.

Spiegel: Valkostur fyrir Þýzkaland hefur hitt í æð

Þýzka tímaritið Der Spiegel, segir að hinn nýi stjórnmála­flokkur í Þýzkalandi, Valkostur fyrir Þýzkaland, hafi hitt í æð og að flokksmönnum fjölgi ört. Þeir séu nú 10476 og um 2800 þeirra komi úr öðrum stjórnmála­flokkum. Meðal stefnumála flokksins er að leggja evruna niður og endurheimta völd frá Brussel.

Sáttafundur milli Schauble og Moscovici

Wolfgang Schauble, fjármála­ráðherra Þýzkalands og Pierre Moscovici, fjármála­ráðherra Frakklands hittust í gær þriðjudag og leituðust við að draga úr þeirri misklíð, sem verið hefur á milli þessara tveggja ríkja um skeið. Á fundi í hinu sögufræga Freie Universitet í Berlín sagði Schauble að þeir væru ekki að ræða saman til að auka á skoðanamun sín í milli heldur til að leita sameiginlegra lausna.

Leiðarar

Það kraumar í hinum pólitíska potti Evrópu-en hvert stefnir?

Hvað sem líður spurningunni um aðild Íslands að Evrópu­sambandinu er staðan í evrópskum stjórnmálum og samskiptum ríkja innan Evrópu­sambandsins afar áhugaverð og það á ekki sízt við um stöðu Þýzkalands.

Í pottinum

Verður Árni Páll flæmdur í burtu? -Varla

Í þeim hópum, sem lifa og hrærast í pólitíkinni er velt vöngum yfir pólitískri framtíð Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingar­innar eftir það afhroð, sem flokkur hans beið í þingkosningunum fyrir skömmu. Sumir láta að því liggja að hann eigi vart annan kost en að segja af sér. Er það rétt? Varla.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS