Föstudagurinn 6. desember 2019

Fimmtudagurinn 9. maí 2013

«
8. maí

9. maí 2013
»
10. maí
Fréttir

Litháen­forseti fær verðlaun Karlamagnúsar fyrir Evrópu­hollustu

Dalia Grybauskaite, forseti Litháens, var fimmtudaginn 9. maí sæmd alþjóðlegu Karlamagnúsar-verðlaununum við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í Aachen í Þýskalandi. Hún tileinkaði Litháum verðlaun sín. Verðlaun Karlamagnúsar voru nú veitt í 55. skipti. Grybauskaite varð fjárlaga­stjóri ESB eftir að Lith...

Katalóníumenn snúast af hörku gegn stjórnlagadómstóli Spánar - segja hann pólitískan - þeir haldi sínu striki í sjálfstæðis­málinu

Artur Mas, forsætis­ráðherra Katalóníu, hefur brugðist harkalega við úrskurði stjórnlagadómstóls Spánar um að ógilda fullveldisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu.

Grikkland: Nýr stjórnmála­flokkur vill drökmu í stað evru

Nýr stjórnmála­flokkur hefur verið stofnaður í Grikklandi, Drakma-fimm-stjörnu-flokkurinn. Hann sækir fyrirmynd til 5-stjörnu-hreyfingarinnar á Ítalíu sem hlaut um fjórðung atkvæða í þingkosningunum í febrúar. Flokkurinn berst gegn niðurskurði og evrunni.

Portillo snýst gegn ESB-aðild - Cameron segist berjast við tvo hópa „svartsýnismanna“

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, snerist fimmtudaginn 9. maí til varnar gegn „svartsýnismönnum“ í flokki sínum sem vilja að Bretar hverfi úr Evrópu­sambandinu. Þetta kom fram í ræðu Camerons eftir að Michael Portillo, gamall þungavigtarmaður í flokknum, fetaði í fótspor Lawsons lávarðar og hvat...

Kýpur: Seðlabanka­stjórinn vill ekki afnema fjármagnshöftin.

Seðlabanka­stjóri Kýpur sagði fimmtudaginn 9. maí að nauðsynlegt væri að halda í fjármagnshöftin þar bankakerfi landsins hefði verið endurreist. Panicos Demetriades sagð seðlabankann vilja losna við höftin eins fljótt og kostur væri. Fyrst yrði hins vegar að leggja mat á hættuna á að um fjölda-útte...

Slóvenía: Ríkis­stjórnin rær lífróður undan þríeykinu - Kýpur víti til að varast

Ríkis­stjórn Slóveníu leggur nú lokahönd á efnahagsaðgerðir sem verða kynntar framkvæmda­stjórn ESB í þeim tilgangi að stjórnin komist hjá að óska eftir neyðarláni frá þríeykinu (ESB/SE/AGS) eins og fimm evru-ríki hafa orðið að gera til þessa. Til að styrkja fjárhag ríkisins hyggst stjórnin selja ríkiseignir, leggja á „kreppu“ skatta og skera niður ríkisútgjöld.

Veðurfar á Norðurlöndum 2100 svipað og í Frakklandi nú

Um næstu aldamót getur veðurfar á Norðurlöndum verið orðið svipað og það er í Frakklandi nú að sögn Hans Tömmervik sem vinnur við rannsóknir á vegum norskrar rannsóknar­stofnunar (Norwegian Institute for Nature Research). Rannsóknir sem m.a. byggjast á gervihnattamyndum sýna að gróðrartíminn á norður...

Spánn: Stjórnlagadómstóll úrskurðar sjálfstæðis­yfirlýsingu svæðisþings Katalóníu ógilda

Stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði í gær, miðvikudag, að viljayfirlýsing um sjálfstæði, sem samþykkt var á svæðisþingi Katalóníu, væri ógild og einskis virði. Katalóníumenn hafa nú 20 daga til þess að andmæla úrskurðinum. Artur Mas,forsætis­ráðherra heima­stjórnar Katalóníu sagði á svæðisþinginu í gær, að Katalóníumenn mundu halda ótrauðir áfram á þeirri braut, sem þjóðin hefði markað.

Kýpur: Bankarnir ábyrgir fyrir efnahagshruninu - sagði fyrrverandi fjármála­ráðherra

Charilaos Stavrakis, fyrrverandi fjármála­ráðherra Kýpur kom í annað sinn fyrir kýpversku rannsóknar­nefndina og svaraði spurningum um hrunið á Kýpur. Hann kenndi bönkunum á Kýpur um og eftirlitsaðilum bankanna. Sjálfur sagðist hann hafa verið „leiðinlegi“ ráðherrann, sem alltaf varaði við útgjöldum. Meginástæðan fyrir hruninu á Kýpur er mikið tap bankanna sagði Stavrakis.

Grikkland: Stournaras spáir því að Grikkir sæki fé á markaði fyrir lok næsta árs

Yannis Stournaras, fjármála­ráðherra Grikklands sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið í morgun að hann geri sér vonir um að Grikkir geti leitað út á alþjóðlega fjármála­markaði á ný á næsta ári. Ávöxtunarkrafan á grísk ríkisskulda­bréf á eftirmörkuðum hefur ekki verið lægri en nú í langan tíma og fór niður fyrir 10% í gær.

Leiðarar

Já Ísland hugsi sinn gang

Í leiðara Morgunblaðsins fimmtudaginn 9. maí er rætt um áskorun frá samtökunum Já Ísland sem blaðið segir réttilega að ættu að kalla sig Já Evrópu­sambandið ef heiti þeirra endurspeglaði markmið þeirra, það er er að Ísland gangi í ESB. Í leiðaranum segir: „Nú hafa þessi samtök sent frá sér kröf...

Í pottinum

Jón Bjarnason boðar nýjan vinstri flokk í kjölfar sameiningar Samfylkingar og VG

Umræður um endur­skipulagningu flokka á vinstri væng stjórnmálanna eru hugsanlega að hefjast.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS