Fjármálaráðherra Frakka: Alþjóðlegt „risaskref“ gegn skattsvikum á næsta leiti
Alþjóðasamfélagið er við það að taka „risakref“ í baráttunni gegn skattsvikum sagði Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, laugardaginn 11. maí í tengslum við fund G7 ríkjanna á Bretlandi. „Mikill samhugur er um að gripið verði til virkra aðgerða til að tryggja að allir leggi sitt af mörkum ...
NASA notar vélmenni til jöklarannsókna á Grænlandi
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur nýlega tekið í notkun fjarstýrt vélmenni til að kanna ís og jökla á Grænlandi. Vélmennið líkist skriðdreka og er knúið sólarorku um borð í því er ratsjá. Frá þessu er sagt í norska blaðinu Nyteknik.
Olli Rehn hvetur til sameiningar Kýpur í eitt ríki
Olli Rehn, Finninn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB vill að hinir tveir hlutar Kýpur, tyrkneski hlutinn og lýðveldið Kýpur sameinist. Hann sagði sl. miðvikudag að sameining mundi ýta undir efnahaglega endurreisn eyjunnar. Frá þessu segir í euobserver. Ummæli Olli Rehn féllu á fundi með þingmönnum á Evrópuþingi. Hann sagði tíma til kominn að endurnýja tilraunir til sameiningar.
Slóvenía: Skattar hækkaðir-ríkisfyrirtæki seld
Ríkisstjórn Slóveníu hefur gripið til aðgerða til þess að komast hjá því að leita eftir neyðarláni frá ESB/AGS/SE að því er fram kemur á Deutsche-Welle. Alenka Bratusek, forsætisráðherra, segir að þessar aðgerðir byggist á hækkun virðisaukaskatts úr 20% í 22% í júlí og sölu 15 ríkisfyrirtækja. Gert er ráð fyrir að þessar aðgerðir tryggi ríkinu 540 milljónir evra í auknum tekjum.
Finnland: YLE byrjar að útvarpa á Inari Sami, sem 400 einstaklingar tala
YLE er finnska ríkisútvarpið. Nú hefur sú deild þess sem þjónar Sömum í Finnlandi ákveðið að taka upp fréttaflutning á tungumáli, sem nefnist Inari Sami og er talað af um 400 einstaklingum, sem búa við Inari vatn í norðausturhorni Finnlands. Af þessum fjögur hundruð eru innan við 300 sem líta á þetta tungumál, sem sitt fyrsta tungumál.
Kýpur: Deilt um stöðu seðlabankastjóra
Á Kýpur hafa verið uppi kröfur um að Panicos Demetriades, seðlabankastjóri Kýpur segi af sér. Hann sagði hins vegar í fyrradag, að hann sæi enga ástæðu til þess. Á blaðamannafundi féllu orð hans á þann veg, að hann hefði sagt það áður og mundi endurtaka það nú að Seðlabanki Kýpur hafi gert allt sem hægt var að gera til þess að koma í veg fyrir enn verri kreppu en þó hafi orðið.
DT: Spánn er á barmi gjaldþrots skv. skýrslu AGS
Daily Telegraph segir í dag, að skýrsla á vegum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, IMF Fiscal Monitor, sem út kom í síðasta mánuði, komist eins nálægt því að segja, að Spánn sé gjaldþrota, eins og hægt sé að búast við í opinberri skýrslu. Þetta sé ekki sagt berum orðum en nýjustu spár AGS feli þetta í sér.
Umræðurnar um aðildina að ESB innan breska Íhaldsflokksins eru þess eðlis að fyllsta ástæða er fyrir okkur Íslendinga að fylgjast náið með þeim. Þær sýna hve hættulegt er að skilja ESB-mál eftir á gráu svæði, að hika er í raun sama og tapa, hvort sem menn ætla inn í ESB eða standa fyrir utan. Draga verður skýrar línur.
Háskólaprófessor fer hamförum vegna Evróvisjón - gerir veður út af engu
„Kastljósið lagt undir Evróvisjón í gærkveldi (10.05.2013), síðan hinar hallærislegu Hraðfréttir og svo meira en klukkustundar löng dagskrá um Evróvisjón. Nú er víst bannað að tala um Evróvisjón í Efstaleiti. Júróvisjón skal það heita. Má þá tala um evru, á ekki að tala um júró? Hvað segir málf...
Vilji flokkarnir lifa ættu þeir að huga að beinu lýðræði
Umræður um stöðu stjórnmálaflokkanna í kjölfar kosninga snúast að vonum mikið um persónur. Þó er ljóst að þeir einstaklingar, sem við sögu koma eru einungis yfirborðið. Stóra spurningin um framtíð flokkanna byggist á því hvort þeir hafa hæfni til að laga sig að þeim samfélagsbreytingum, sem eru í gangi. Kröfur um aukið lýðræði eru skýrt dæmi um þetta.