Statoil, BP og Shell sæta rannsókn ESB og ESA vegna gruns um samkeppnisbrot
Norska ríkisolíufyrirtækið Statoil liggur undir grun um að hafa brotið EES-reglur.
Mikill meirihluti Letta á móti evru-aðild
Stjórnvöld í Lettlandi stefna að aðild þjóðarinnar að evru-svæðinu 1. janúar 2014. Ný könnun sem birt var mánudaginn 13. maí sýnir hins vegar að 62% Letta eru andvígir upptöku evru. Aðeins 36% styðja evru-aðild. Ríkisstjórninni er ekki skylt að leggja aðild að evru undir dóm þjóðarinnar. Hún hefur ...
Fríverslun: 14 ESB-menningarráðherrar vilja verja „skapandi“ greinar gegn Bandaríkjamönnum
Menningarmálaráðherrar frá 14 ESB-ríkjunum hvetja til þess að framleiðsla á hljóð- og myndefni verði ekki hluti af hugsanlegum fríverslunarsamningi ESB og Bandaríkjanna.
Ný spá gerir ráð fyrir olíuframleiðslu umfram eftirspurn
Vinnsla á gasi úr leirsteini í Bandaríkjunum mun valda „áfalli“ á heimsmarkaði fyrir olíu sem er aðeins sambærilegt við það sem varð vegna aukinnar eftirspurnar Kínverja eftir „svarta gullinu“ segir í skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunnarinnar sem birt var þriðjudaginn 14. maí. Maria van de Hoeven, f...
Samaras: Brottför Grikkja af evrusvæðinu ekki lengur til umræðu
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands sagði í ræðu við opnun skrifstofu Hanns Seidel Foundation í Grikklandi, að brottför Grikkja af evrusvæðinu væri ekki lengur til umræðu. Samaras sagði Grikki ganga í gegnum mikla erfiðleika, sem hefðu jafnframt opinberað veikleika og mótsagnir í Evrópukerfinu.
Írland: Fólk undir 45 ára aldri hefur farið verst út úr fjármálakreppunni
Ný rannsókn írskrar hugveitu bendir til þess að fólk undir 45 ára aldri á Írlandi hafi orðið verst úti í fjármálakreppunni. Það er Irish Times sem segir frá þessum niðurstöðum Economic and Sosial Research Institute sem starfar í Dublin. Hugveitan segir að munurinn á þeim, sem eru undir 45 ára aldri og þeim eldri sé sláandi.
Frakkland: 77% telja sameiningu Evrópuríkja neikvæða fyrir Frakka
Ný könnun í Frakklandi sýnir að 77% Frakka telja, að efnahagsleg sameining Evrópuríkja hafi haft neikvæð áhrif fyrir Frakkland. Í þessari könnun, sem framkvæmd var af Pew Reasearch Centre og Financial Times segir frá kemur fram að einungis 41% Frakka hafi jákvæða afstöðu til ESB en sama tala var 60% á síðasta ári.
Bretland: Cameron kemur til móts við óánægða þingmenn Íhaldsflokksins
David Cameron mun kynna lagafrumvarp n.k. þriðjudag, sem mundi þýða lögfestingu á því fyrirheiti forsætisráðherrans að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Bretlands til Evrópusambandsins fyrir árslok 2017. Frá þessu var skýrt í Washington í gærkvöldi, þar sem Cameron hefur verið í heimsókn hjá...
Ein af blekkingum talsmanna þess að fengin verði niðurstaða í aðlögunarviðræðunum við ESB og hún lögð undir atkvæði landsmanna er að þá yrðu deilur um ESB-málið úr sögunni. Þetta e fráleit kenning eins og dæmin um ESB-deilur í öllum aðildarríkjum ESB sýna.
Földu Jóhanna og Steingrímur J. vanda ríkisfjármála fyrir þjóðinni?
Í fréttum Ríkisútvarpsins í morgun kom fram að staða og horfur í ríkisfjármálum "séu verulegt áhyggjuefni.