Sunnudagurinn 8. desember 2019

Fimmtudagurinn 16. maí 2013

«
15. maí

16. maí 2013
»
17. maí
Fréttir

Frakklands­forseti segir ímynd Evrópu í húfi, skylda sín sé að bjarga henni

François Hollande Frakklands­forseti segir að efnahagssamdráttur ógni nú sjálfri ímynd Evrópu.

Bylting í gas- og olíuvinnslu úr jarðefnum skipar Bandaríkjunum í fremstu röð

Orkubyltingin í Bandaríkjunum með nýtingu jarðefna til að framleiða gas og olíu er svo ævintýranleg að erfitt er að átta sig á henni. Bandaríkjamenn eru nú mesta gasframleiðsluþjóð í heimi og hafa þar skotið Rússum ref fyrir rass. Því er spáð að árið 2017 hafi þeir velt Sádi-Arabíu úr sessi mesta olíuframleiðslulands í heimi.

Spenna í viðskiptum Kína og ESB magnast - Kínverjar hóta gagnaðgerðum

Kínversk stjórnvöld hafa hvatt ESB til að falla frá áformum um frekari viðskiptahindranir eða taka afleiðingum gjörða sinna. Á þennan hátt bregðast Kínverjar við refsitollum sem ESB hefur lagt á sólarrafhlöður frá Kína og tilraunum ESB til að hefja rannsókn á kínverskum símtækjum.

Barroso krefst róttækra efnahagslegra umbóta í Frakklandi

Jose Manúel Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins gerir nú kröfu um róttækar efnahagslegar umbætur í Frakklandi, sem skilyrði fyrir því að Frakkar fái tveggja ára frest á að ná fjárlagahalla sínum niður í umsamin mörk.

Kýpur: Seðlabanki Evrópu fjármagnaði úttektir Rússa o.fl. úr kýpverskum bönkum

Seðlabanki Evrópu fjármagnaði í raun peningaflutninga, Rússa, Úkraínumanna o.fl. úr kýpverskum bönkum í vetur skömmu fyrir þær neyðaraðgerðir, sem gripið var til að því er fram kemur í Cyprus-Mail. Tekinn hefur verið saman listi yfir 5323 tilfærslur yfir úttektir úr bönkunum, sem námu 100 þúsund ...

Spánn: Bankar búa sig undir ný áföll vegna aukinna afskrifta

Spænskir bankar búa sig nú undir ný fjárhagsleg áföll vegna þrýstings frá Seðlabanka Spánar um að afskrifa 300 milljarða evra eign þeirra í endurskipulögðum lánum til fyrirtækja og heimila. Slíkar afskriftir mundu leiða til mikillar lækkunar á hagnaði, sem er lágur fyrir.

Leiðarar

ESB mótar sjávar­útvegs­stefnu án tillits til sjónarmiða Íslendinga

Vinna við mótun sjávar­útvegs­stefnu ESB fyrir næstu ár er á lokastigi. Undanfarna mánuði hafa fulltrúar ráðherraráðs ESB og ESB-þingsins skipst á skoðunum um efni stefnunnar.

Í pottinum

Opinber greinargerð um stöðu ríkisfjármála á að verða fyrsta verk nýs fjármála­ráðherra

Í kjölfar háværra mótmæla fráfarandi ráðherra Samfylkingar um að þeir hafi engu leynt um stöðu ríkisfjármála er nauðsynlegt að eitt af fyrstu verkum nýs fjármála­ráðherra verði að upplýsa þjóðina um hina raunverulegu stöðu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS