Föstudagurinn 22. janúar 2021

Miðvikudagurinn 22. maí 2013

«
21. maí

22. maí 2013
»
23. maí
Fréttir

Stokkhólmur: Kveikt í bílum-íkveikjur í níu borgarhverfum-vandamál tengd innflytjendum

Í gærkvöldi og í morgun var kveikt í bílum í Stokkhólmi og ólæti breddust út til margra hverfa borgarinnar að því er fram kemur í Financial Times, sem segir að þetta hafi gerzt þrjá daga í röð. Lög­reglan í Stokkhólmi hefur handtekið einhverja og segir stöðuna flókna vegna fjölda hverfa en bendir á, að staðan sé rólegri í Husby, hverfi, þar sem margi innflytjendur eru saman komnir.

Ítalía: Milljónir hafa ekki efni á að hita heimili sín eða borða kjöt

Milljónir Ítala hafa ekki efni á að hita upp heimili sín eða borða kjöt segir í nýrri skýrslu frá hagstofu Ítalíu, ISTAT. Efnahagslægð, sem staðið hefur í tvö ár hefur komið þungt niður á almennum borgurum, sem ganga meira og meira á sparnað sinn. Fjöldi þess fólks sem stendur svo höllum fæti, sem h...

Ný ríkis­stjórn gerir hlé á aðildarviðræðum- nýjar viðræður ekki án þjóðar­atkvæða­greiðslu

Af fréttum Morgunblaðsins í dag má ráða að ný ríkis­stjórn muni gera hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópu­sambandið og að þær verði ekki teknar upp að nýju nema að undangenginni þjóðar­atkvæða­greiðslu. Samkvæmt heimildum Evrópu­vaktarinnar verður gerð úttekt á stöðu viðræðnanna eins og þær standa nú og stöðu mála innan Evrópu­sambandsins.

Leiðarar

Tímamót

Ný ríkis­stjórn tekur við á morgun, fimmtudag. Miðað við þær upplýsingar, sem fyrir liggja eftir fundi í stofnunum hinna nýju stjórnar­flokka í gærkvöldi er ljóst að formlegt hlé verður gert á viðræðum við Evrópu­sambandið um aðild, sem staðið hafa frá sumrinu 2009 og þær verða ekki teknar upp aftur nema þjóðin hafi tekið ákvörðun um það í þjóðar­atkvæða­greiðslu. Jafnframt má gera ráð fyrir skv.

Í pottinum

Hver verða viðbrögð fráfarandi stjórnar­flokka?-Hafa þeir allt á hornum sér?

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig forystusveitir Samfylkingar og Vinstri grænna bregðast við stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkis­stjórnar. Ef að líkum lætur munu þeir hafa allt á hornum sér. Með því munu þeir ekki styrkja sjálfa sig heldur hina nýju stjórnar­flokka. Fólkið í landinu vill að þeir fái tækifæri til að sýna að þeir geti staðið við stóru orðin.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS