Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Þriðjudagurinn 28. maí 2013

«
27. maí

28. maí 2013
»
29. maí
Fréttir

Seðlabanka­stjóri Frakka varar við fjármagnsfærsluskatti - segir niðurskurð bíða frönsku ríkis­stjórnar­innar

Christian Noyer, seðlabanka­stjóri Frakklands, segir að fyrirhugaður ESB-skattur á fjármagnsfærslur geti „skaðað“ efnahagslífið sé hann ekki lögfestur og innheimtur á réttan hátt.

Spánn: Seðlabanki Evrópu hvetur til frekari ráðstafana til að verja hús­eigendur gegn nauðungarsölum

Seðlabanki Evrópu hefur hvatt spænsk stjórnvöld til að gera frekari ráðstafanir til að verja hús­eigendur fyrir nauðungarsölum. Þessi hvatning kemur fram í þriggja síðna bréfi frá Mario Draghi, aðalbanka­stjóra SE þar sem segir að líta eigi á nauðungarsölu sem leið til þrautavara. Lánveitendur með tryggingu eigi að líta á það sem sína hagsmuni að komast hjá nauðungarsölu segir í bréfinu.

Holland: Lífeyris­sjóðir skerða greiðslur um 0,5% til 7%

Í fyrsta sinn í sögunni hefur það gerzt að lífeyrir til lífeyrisþega í Hollandi hefur verið skertur að því er fram kemur í Financial Times. Í apríl sl. byrjuðu 66 af 415 lífeyris­sjóðum í Hollandi að skerða lífeyri. Það er gert að fyrirmælum Seðlabanka Hollands. Skerðingin nemur að meðaltali 2% á hverja mánaðar­greiðslu en að baki því meðaltali eru meiri skerðing og minni.

Framkvæmda­stjórn ESB lýtur í lægra haldi vegna sólarorku frá Kína

Átján aðildarríki Evrópu­sambandsins, þar á meðal Þýskaland, neita að verða við fyrirmælum framkvæmda­stjórnar ESB um að grípa til viðskiptalegra refsiaðgerða gegn Kína til að vernda framleiðendur tækja til að virkja sólarorku. Kínverjar hótuðu að grípa til gagnaðgerða og nú verður framkvæmda­stjórn ESB að leita eftir samkomulagi við þá um lausn deilunnar.

Ítalía: Hrun í fylgi Beppe Grillo í sveitar­stjórnar­kosningum

Hrun varð í stuðningi kjósenda á Ítalíu við Fimm stjörnu hreyfingu Beppe Grillo í sveitar­stjórnar­kosningum á Ítalíu í gær og í fyrradag að því er fram kemur í Financial Times. Lýðræðis­flokkur Enrico Letta, forsætis­ráðherra kom betur út úr kosningunum en búizt var við. Flokkur Grillo fékk um fjórðung atkvæða.

Bandaríkin: Afstaða Breta til ESB flækir gerð fríverzlunarsamnings

Brezka dagblaðið Guardian segir, að embættismenn í Washington hafi varað starfsbræður sína í Bretlandi við og sagt að ef Bretar yfirgefi Evrópu­sambandið muni þeir útiloka sig frá fríverzlunar- og fjárfestingarsamningi á milli ESB og Bandaríkjanna, sem geti verið að verðmæti nokkur hunduð milljarða punda á ári og að ólíklegt væri að Bandaríkin mundu gera sérstakan samning við Bretland.

Leiðarar

ESB-ráðherra afnema bann við sölu vopna til Sýrlands - of lítið, of seint

Frakkar og Bretar hvöttu til þess á fundi utanríkis­ráðherra ESB-ríkjanna í Brussel mánudaginn 27. maí að aflétt yrði banni á vopnasölu til „hófsamra lýðræðissinna“ í hópi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Bashar al-Assad Sýrlands­forseti og fylgismenn hans munu hins vegar sæta ströngum viðskiptaþvingunum á...

Í pottinum

Vilji til að ræða aðild en ekki skýrsla um fortíðina ráða framtíð ESB-málsins

„Kostnaður íslenska ríkisins vegna aðildarviðræðna við ESB nemur tæplega 900 milljónum króna.

Sjálfstæðis­flokkurinn: Forystuefni meðal ungra kvenna?

Nú hafa orðið tilfærslur innan borgar­stjórnar­flokks Sjálfstæðis­flokksins í kjölfar þess að Hanna Birna Kristjáns­dóttir, oddviti flokksins í borgar­stjórn hin siðari ár og fyrrum borgar­stjóri hefur tekið við ráðherraembætti.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS