Christian Noyer, seðlabankastjóri Frakklands, segir að fyrirhugaður ESB-skattur á fjármagnsfærslur geti „skaðað“ efnahagslífið sé hann ekki lögfestur og innheimtur á réttan hátt.
Spánn: Seðlabanki Evrópu hvetur til frekari ráðstafana til að verja húseigendur gegn nauðungarsölum
Seðlabanki Evrópu hefur hvatt spænsk stjórnvöld til að gera frekari ráðstafanir til að verja húseigendur fyrir nauðungarsölum. Þessi hvatning kemur fram í þriggja síðna bréfi frá Mario Draghi, aðalbankastjóra SE þar sem segir að líta eigi á nauðungarsölu sem leið til þrautavara. Lánveitendur með tryggingu eigi að líta á það sem sína hagsmuni að komast hjá nauðungarsölu segir í bréfinu.
Holland: Lífeyrissjóðir skerða greiðslur um 0,5% til 7%
Í fyrsta sinn í sögunni hefur það gerzt að lífeyrir til lífeyrisþega í Hollandi hefur verið skertur að því er fram kemur í Financial Times. Í apríl sl. byrjuðu 66 af 415 lífeyrissjóðum í Hollandi að skerða lífeyri. Það er gert að fyrirmælum Seðlabanka Hollands. Skerðingin nemur að meðaltali 2% á hverja mánaðargreiðslu en að baki því meðaltali eru meiri skerðing og minni.
Framkvæmdastjórn ESB lýtur í lægra haldi vegna sólarorku frá Kína
Átján aðildarríki Evrópusambandsins, þar á meðal Þýskaland, neita að verða við fyrirmælum framkvæmdastjórnar ESB um að grípa til viðskiptalegra refsiaðgerða gegn Kína til að vernda framleiðendur tækja til að virkja sólarorku. Kínverjar hótuðu að grípa til gagnaðgerða og nú verður framkvæmdastjórn ESB að leita eftir samkomulagi við þá um lausn deilunnar.
Ítalía: Hrun í fylgi Beppe Grillo í sveitarstjórnarkosningum
Hrun varð í stuðningi kjósenda á Ítalíu við Fimm stjörnu hreyfingu Beppe Grillo í sveitarstjórnarkosningum á Ítalíu í gær og í fyrradag að því er fram kemur í Financial Times. Lýðræðisflokkur Enrico Letta, forsætisráðherra kom betur út úr kosningunum en búizt var við. Flokkur Grillo fékk um fjórðung atkvæða.
Bandaríkin: Afstaða Breta til ESB flækir gerð fríverzlunarsamnings
Brezka dagblaðið Guardian segir, að embættismenn í Washington hafi varað starfsbræður sína í Bretlandi við og sagt að ef Bretar yfirgefi Evrópusambandið muni þeir útiloka sig frá fríverzlunar- og fjárfestingarsamningi á milli ESB og Bandaríkjanna, sem geti verið að verðmæti nokkur hunduð milljarða punda á ári og að ólíklegt væri að Bandaríkin mundu gera sérstakan samning við Bretland.
ESB-ráðherra afnema bann við sölu vopna til Sýrlands - of lítið, of seint
Frakkar og Bretar hvöttu til þess á fundi utanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel mánudaginn 27. maí að aflétt yrði banni á vopnasölu til „hófsamra lýðræðissinna“ í hópi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og fylgismenn hans munu hins vegar sæta ströngum viðskiptaþvingunum á...
Vilji til að ræða aðild en ekki skýrsla um fortíðina ráða framtíð ESB-málsins
„Kostnaður íslenska ríkisins vegna aðildarviðræðna við ESB nemur tæplega 900 milljónum króna.
Sjálfstæðisflokkurinn: Forystuefni meðal ungra kvenna?
Nú hafa orðið tilfærslur innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í kjölfar þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn hin siðari ár og fyrrum borgarstjóri hefur tekið við ráðherraembætti.