Merkel og Hollande vilja sérstakan forseta evru-ráðherrahópsins
Frakkar og Þjóðverjar ætla að beita sér fyrir að ráðinn verði háttsettur embættismaður til fylgjast með efnahagsmálum og framvindu þeirra á evru-svæðinu.
Frakklandsforseti reiðist vegna krafna frá Brussel - Þjóðverjar standa með Barroso
François Hollande Frakklandsforseti hefur brugðist illa við kröfum framkvæmdastjórnar ESB á hendur stjórn sinni um nauðsyn þess að grípa til niðurskurðar og aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri.
Ný sjávarútvegsstefna ESB samþykkt í Brussel - Damanaki segir „sögulegt skref“ hafa verið stigið
Samkomulag tókst aðfaranótt fimmrtudags 30. maí milli fulltrúa ráðherraráðs ESB, ESB-þingsins og framkvæmdastjórnar ESB um nýja sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og var meginefni hennar kynnt á blaðamannafundi í Brussel að morgni fimmtudags 30. maí með þátttöku Simons Coveneys, sjávarútvegsráðher...
Finnland: Rússar vilja aukið samstarf við Finna í hermálum og vilja selja þeim vopn
Varnarmálaráðherra Rússlands, Sergey Shoigu, falast nú eftir nánara samstarfi við Finna í öryggismálum og þar á meðal á norðurskautssvæðinu. Frá þessu segir Barents Observer. Ráðherrann hefur verið í tveggja daga heimsókn í Helsinki og lýsir áhuga á nánara samstarfi í hernaðarlegum málefnum við Finnland. Í því sambandi hefur hann hvatt til þess að Finnar kaupi hergögn sín í Rússlandi.
FT: Samkomulag innan ESB um að stöðva fiskveiðar umfram ráðgjöf
Í fréttum Financal Times skömmu fyrir kl. níu í morgun, fimmtudagsmorgun, segir að samkomulag hafi orðið innan Evrópusambandsins í morgun um að binda endi á fiskveiðar umfram ráðgjöf visindamanna og byggja fiskistofna upp að nýju.
Bernd Lucke: Get starfað með Merkel taki hún harðari afstöðu til evruríkja í vanda
Bernd Lucke, annar af stofnendum hins nýja stjórnmálaflokks, Valkosts fyrir Þýzkaland segir við Reuters, að hann gæti starfað með Angelu Merkel í kjölfar þingkosninganna í haust svo fremi sem hún samþykki að taka harðari afstöðu til evruríkja í vanda.
Reiptogi um sjávarútvegsstefnu lokið á vettvangi ESB
Hér á Evrópuvaktinni hefur verið sagt frá samkomulagi milli fulltrúa ráðherraráðs ESB, þings ESB og framkvæmdastjórnar ESB um nýja sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.
Að „hægja á“ viðræðum og gera hlé á viðræðum
Um miðjan janúar sl. tók fyrrverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvörðun um að „hægja á“ viðræðum við Evrópusambandið. Þessi ákvörðun var augljóslega tekin í aðdraganda flokksþings VG, sem var framundan.