Kínverjar segjast ætla að verja fullveldi sitt á höfunum - minna Frakka á að Frakkland sé í Evrópu
Næst æðsti yfirmaður Alþýðuhers Kína sagði í ræðu á Shangri-La öryggismálaráðstefnunni í Singapúr sunnudaginn 2. júní að flotaæfingar Kínverja á umdeildum hafsvæðum í Austur- og Suður-Kínahafi hefðu þann tilgang að tryggja fullveldisrétt Kína á hafsvæðunum. „Afstaða okkar til Austur-Kínahafs og Su...
Rússneskir kafbátar verða að nýju við suðurpólinn
Rússar ætla að nýju að senda kafbáta búna kjarnorkuvopnum til suðurhafa. Þeir hættu siglingu bátanna á þessum slóðum fyrir rúmum tveimur áratugum við hrun Sovétríkjanna.
Petraeus, fyrrv. hershöfðingi, ráðinn til starfa við Wall Street
David Petraeus (60 ára), fyrrverandi hershöfðingi í Bandaríkjaher og yfirmaður CIA, sem neyddist til að segja af sér í nóvember 2012 vegna rannsóknar FBI sem leiddi uppljóstrana um framhjáhald hans með Paulu Broadwell. ævisöguhöfundi sínum, hefur verið ráðinn til að stjórna KKR Global Institute, hjá hinu risavaxna eignarhaldsfélagi KKR & Co.
Spiegel: Merkel andvíg því að framkvæmdastjórnin fái meiri völd-veldur minni ríkjum áhyggjum
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, segir í samtali við Spiegel, sem birt var í morgun, að hún sé andvíg því að flytja meira vald frá aðildarríkjum ESB til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel. Hún segist sammála Frökkum í því að aðildarríkin eigi að auka samstarf sín í milli í efnahagsmálum.
Danmörk: Verður Helle Thorning-Schmidt næsti utanríkisstjóri ESB?
Hans Engell, fyrrum leiðtogi danska Íhaldsflokksins (Det konservative Folkeparti), segir í grein í Extrabladet í Kaupmannahöfn í dag, að Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sé líklegasti næsti utanríkisstjóri Evrópusambandsins, en því starfi gegnir nú barónessa Cahterine Ashton. Einn helzti stuðningsmaður danska forsætisráðherrans í embættið er Angela Merkel, kanslari Þýzkalands.
Örlagaríkir dagar framundan hjá nýrri ríkisstjórn
Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman síðari hluta næstu viku. Þess er beðið með eftivæntingu hvað ný ríkisstjórn hefur fram að færa. Hún hefur tekið við í góðu og jákvæði andrúmslofti og fengið byr í seglin. En það er auðvelt að missa þann meðbyr.