Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Sunnudagurinn 2. júní 2013

«
1. júní

2. júní 2013
»
3. júní
Fréttir

Kínverjar segjast ætla að verja fullveldi sitt á höfunum - minna Frakka á að Frakkland sé í Evrópu

Næst æðsti yfirmaður Alþýðuhers Kína sagði í ræðu á Shangri-La öryggismálaráð­stefnunni í Singapúr sunnudaginn 2. júní að flotaæfingar Kínverja á umdeildum hafsvæðum í Austur- og Suður-Kínahafi hefðu þann tilgang að tryggja fullveldisrétt Kína á hafsvæðunum. „Afstaða okkar til Austur-Kínahafs og Su...

Rússneskir kafbátar verða að nýju við suðurpólinn

Rússar ætla að nýju að senda kafbáta búna kjarnorkuvopnum til suðurhafa. Þeir hættu siglingu bátanna á þessum slóðum fyrir rúmum tveimur áratugum við hrun Sovétríkjanna.

Petraeus, fyrrv. hershöfðingi, ráðinn til starfa við Wall Street

David Petraeus (60 ára), fyrrverandi hershöfðingi í Bandaríkjaher og yfirmaður CIA, sem neyddist til að segja af sér í nóvember 2012 vegna rannsóknar FBI sem leiddi uppljóstrana um framhjáhald hans með Paulu Broadwell. ævisöguhöfundi sínum, hefur verið ráðinn til að stjórna KKR Global Institute, hjá hinu risavaxna eignar­halds­félagi KKR & Co.

Spiegel: Merkel andvíg því að framkvæmda­stjórnin fái meiri völd-veldur minni ríkjum áhyggjum

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, segir í samtali við Spiegel, sem birt var í morgun, að hún sé andvíg því að flytja meira vald frá aðildarríkjum ESB til framkvæmda­stjórnar­innar í Brussel. Hún segist sammála Frökkum í því að aðildarríkin eigi að auka samstarf sín í milli í efnahagsmálum.

Danmörk: Verður Helle Thorning-Schmidt næsti utanríkis­stjóri ESB?

Hans Engell, fyrrum leiðtogi danska Íhalds­flokksins (Det konservative Folkeparti), segir í grein í Extrabladet í Kaupmannahöfn í dag, að Helle Thorning-Schmidt, forsætis­ráðherra Danmerkur, sé líklegasti næsti utanríkis­stjóri Evrópu­sambandsins, en því starfi gegnir nú barónessa Cahterine Ashton. Einn helzti stuðningsmaður danska forsætis­ráðherrans í embættið er Angela Merkel, kanslari Þýzkalands.

Í pottinum

Örlagaríkir dagar framundan hjá nýrri ríkis­stjórn

Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman síðari hluta næstu viku. Þess er beðið með eftivæntingu hvað ný ríkis­stjórn hefur fram að færa. Hún hefur tekið við í góðu og jákvæði andrúmslofti og fengið byr í seglin. En það er auðvelt að missa þann meðbyr.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS