Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Mánudagurinn 3. júní 2013

«
2. júní

3. júní 2013
»
4. júní
Fréttir

Ísland í augum sænska varnarmála­ráðuneytisins

Í nýrri skýrslu um öryggismál sem sænska varnarmála­ráðuneytið hefur sent frá sér er kafli um Ísland bls.

Spænskir sérsveitarmenn verða sjálfir að kaupa skotheld vesti

Margir liðsmenn í sérsveit lög­reglunnar á Spáni verða að borga allt að 1.000 evrum hver fyrir öryggisbúnað eins og skotheld vesti og varnarfatnað vegna skorts á opinberum fjármunum. Lög­reglumennirnir hafa skyldu til að takast á við hættuleg verkefni eins og vopnuð rán og árásir. José Maria Benito C...

Þýska: 63 stafa orð hverfur úr lagasafninu

Þjóðverjar hafa orðið frægir fyrir að búa til löng samsett orð. Nú hafa þeir tapað hinu lengsta úr lifandi máli sínu.

Erdogan forsætis­ráðherra: „Þeir sem segja fréttir og kalla þetta tyrkneska vorið þekkja ekki Tyrkland“

Recep Tayyip Erdogan, forsætis­ráðherra Tyrklands, sagði að morgni mánudags 3. júní, fjórða dags mótmæla gegn stjórn hans, að ekki ætti að líta á mótmælin sem upphaf „tyrknesks vors“ og vísaði þar til þess að upplausn í landinu yrði ekki á sama veg og í Túnis, Egyptalandi og Líbíu, arabalanda við suð...

Schengen-samstarfið: Samkomulag um eftirlitskerfi og viðmið vegna gæslu á innri landamærum í sérstökum tilvikum

Samkomulag hefur tekist milli fulltrúa ESB-þingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmda­stjórnar ESB um tvær veigamiklar breytingar á Schengen-samstarfinu. Í fyrsta lagi um eftirlit með framkvæmd einstakra ríkja á Schengen-reglum til að hindra innri landamæravörslu í andstöðu við þær.

Lissabon: AGS! Burt með ykkur!-hrópuðu um 15 þúsund mótmælendur

Talið er að um 15 þúsund manns hafi safnast saman fyrir utan skrifstofur Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins í Lissabon um helgina og hrópað: AGS! Burt með ykkur! Auk mótmæla í Lissabon um helgina komu þúsundir mótmælenda saman á götum evrópskra borga svo sem í Frankfurt og Madrid. Í Frankfurt beindust mótmælin að höfuðstöðvum Seðlabanka Evrópu og Deutsche Bank, sem er skammt frá.

Skotland: 60% ungmenna vilja áfram samband við England

Mikill meirihluti ungs fólks í Skotlandi er andvígt sjálfstæði Skotlands. Þetta kemur fram í könnun, sem The Scotsman segir frá. Könnunin nær til ungs fólks, sem er ekki komið með kosningarétt. Hún sýnir að um 60% á aldrinum 14-17 ára vilja halda áfram sambandinu við England en 21% vilja sjálfstæði. Um 18,8% hafa ekki tekið afstöðu.

Lettland: Stórsigur evru­andstæðinga í sveitar­stjórnar­kosningum

Stjórnmála­flokkar í Lettlandi, sem hafa efasemdir um upptöku evru á næsta ári unnu mikinn sigur í sveitar­stjórnar­kosningum þar sl. laugardag, sem ýtir undir þá skoðun að sögn Wall Street Journal að mikil andstaða sé við evruna í landinu. Kosningabandalag undir forystu flokks sem WSJ kallar Harmony Center fékk 58,5% atkvæða í Riga.

Evru­svæðið: 20% samdráttur í millibankalánum á síðasta fjórðungi 2012

Mikill samdráttur varð í millibankalánum á evru­svæðinu á síðasta fjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í Daily Telegraph. Lánveitendur í þeim löndum evru­svæðisins, sem lánað hafa til landanna, sem lent hafa í erfiðleikum hafa dregið úr lánveitingum til þeirra sömu landa.

Leiðarar

Evrópa er eins og risastórt fen-lífshagsmunamál að þvælast ekki út í það

Þegar horft er yfir sögu Evrópu, þó ekki sé nema síðustu 400-500 ár verður ljóst að þetta er fyrst og fremst stríðssaga. Það má velta því fyrir sér, hvort mörg dæmi eru um það annars staðar í heiminum, að nágrannar komi sér svona illa saman. Lykilleikendur eru yfirleitt þeir sömu, þótt staða þeirra hafi verið misjöfn í gegnum tíðina.

Í pottinum

Verður ríkis­sjóðshallinn árið 2013 alls 50 milljarðar en ekki 4 eins Jóhanna sagði?

Meðal þess sem blasir við ráðherrum í nýrri ríkis­stjórn er enn meiri halli á ríkis­sjóði en spáð hafði verið.

Hverjir vinna að mati á stöðu aðildarviðræðna og þróun ESB?

Í gær upplýsti Sigmundur Davið Gunnlaugsson, forsætis­ráðherra að vinna væri hafin við það mat á stöðu aðildarviðræðna og þróun Evrópu­sambandsins sjálfs, sem boðuð er í stjórnar­sáttmálanum. Það er vel. Hins vegar er æskilegt að upplýst verði hvernig staðið verður að þeirri vinnu og hverjir inna hana af hendi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS