Amazon er „bókabúðaeyðir“ að mati franska menningarmálaráðherrans
Menningarmálaráðherra Frakklands hefur lýst Amazon sem „bókabúðaeyði“ og sakar netsöluna um að grafa undan hefðbundnum bóksölum til að skapa sér „einokunarstöðu“. „Nú hafa allir fengið nóg af Amazon sem hefur með undirboði reynt að brjótast inn á markaði og síðan hækkað verðið að nýju þegar fyrirtæ...
Tyrkland: Erdogan brást bogalistin á örlagastundu - verður að sýna iðrun
Sérfræðingar í málefnum Tyrklands telja að mótmælin í landinu sem hófust vegna deilna um tré í garði í Istanbúl hafi magnast vegna óánægju með vaxandi ofríkis-tilburði hjá Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Þótt ólíklegt sé að mótmælendum takist að breyta ráðandi stefnu stjórnvalda muni þeir óhjákvæmilega skapa óvissu á stjórnmálavettvangi.
Lettland: Ákvarðanir um evru-aðild í Brussel - ríkisstjórnin hlynnt þjóðin á móti
Ríkisstjórn Lettlands væntir þess að framkvæmdastjórn ESB muni miðvikudaginn 5. júní skýra frá ákvörðun sinni um að Lettland verði 18. evru-ríkið frá 1. janúar 2014. Meirihluti Letta hefur hins vegar ekki áhuga á evru-aðild. Í frétt um málið í The Financial Times segir að framkvæmdastjórn ESB telji...
Ný stjarna franskra hægrimanna sigrar í prófkjöri um borgarstjóraefni
Nathalie Kosciusko-Morizet (40 ára) sigraði í prófkjöri sem haldið var í París 1. og 2. júní meðal flokksmanna í UMP, mið-hægri flokknum, um borgarstjóraefni flokksins í kosningum á næsta ári. Hún mun reyna að ná embættinu úr höndum sósíalista en Bertrand Delanoë úr röðum þeirra hefur verið borgarst...
Leiðtogafundur Barentsráðsins stendur yfir í Kirkenes
Ferðir milli landa án vegabréfsáritana, sjálfbær uppbygging auðlinda og aukið samstarf um þær áskoranir, sem framundan eru vegna loftslagsbreytinga eru helztu umræðuefni á leiðtogafundi aðildarríkja Barentsráðsins, sem hófst í Kirkenes í Norður-Noregi í morgun.
ILO: Hættan á þjóðfélagslegum óeirðum mest á Kýpur og í nokkrum öðrum ESB-ríkjum
Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) segir í nýrri skýrslu að hætta á þjóðfélagslegum óeirðum, sé meiri á Kýpur og í nokkrum öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins en annars staðar í heiminum um þessar mundir. Stækkandi gjá á milli ríkra og fátækra, sem líkleg sé til að ná um allan heim sé kveikiþráður, sem geti hleypt slíkum óeirðum af stað.
Skotland: Kennurum bannað að lýsa skoðunum á sjálfstæði í áheyrn nemenda
Kennurum í Skotlandi hefur verið bannað að lýsa afstöðu sinni til sjálfstæðis Skotlands í samtölum við nemendur. Skólayfirvöld í Edinborg hafa sagt að kennarar eigi að greiða fyrir sanngjörnum og málefnalegum umræðum en ekki lýsa eigin skoðun. Þessi ákvörðun var tekin eftir að samtök sem berjast fyrir því að Skotland verði áfram í sambandi við England kváðust mundu senda kennurum upplýsingagögn.
ESB: Berlín og Brussel á öndverðum meið um bankamál
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill fá vald til þess að gera upp banka, sem eru komnir í þrot en þær hugmyndir taka að sögn Financial Times lítið tillit til lagalegra og póitískra sjónarmiða, sem uppi eru í Berlín. Blaðið segist hafa séð tillögur framkvæmdastjórnarinnar, sem byggi á því að framvæmdastjórnin sjálf geti tekið ákvörðun um lokun banka.
Svíar tala um öryggi Íslands - ekki eitt orð í nýjum stjórnarsáttmála
Sænska varnarmálaráðuneytið birti nýlega mikla skýrslu um öryggis- og varnarmál og þróun þeirra í ljósi sænskra hagsmuna. Athygli hefur einkum beinst að mati Svía á framvindu mála í Rússlandi. Hér á Evrópuvaktinni var vakin á því athygli áður en skýrslan birtist að fyrir lægju upplýsingar frá Finnlandi sem sýndu að Rússar hefðu stokkað upp herafla sinn í nágrenni Finnlands.
Egill Helgason telur í pistlum sínum á eyjunni, að ríkisstjórnin búi við þann lúxus, að hér sé engin stjórnarandstaða. Þótt það sé kannski fullsnemmt að kveða upp úr um það er margt, sem bendir til að þetta sé rétt hjá Agli og að lítið muni fara fyrir stjórnarandstöðunni framan af. Auðvitað fer það þó eftir því hvernig ríkisstjórnin stendur sig.