Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Miðvikudagurinn 5. júní 2013

«
4. júní

5. júní 2013
»
6. júní
Fréttir

Obama skipar Susan Rice öryggisráðgjafa

Barack Obama Bandaríkja­forseti hefur skipað Susan Rice, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, öryggisráðgjafa sinn.

Sænsk prinsessa undir smásjá vegna umferðarlagabrots sem hún segist ekki hafa framið

Madeleine prinsessa í Svíþjóð hefur valdið deilum vegna frétta sem bárust miðvikudaginn 5. júní um að hún hafi reynt að losna undan umferðarsekt með því að segja við lög­regluþjón að hún nyti friðhelgi – sem hún gerir ekki. Madeleine prinsessa (30 ára) ætlar að ganga að eiga Chris O‘Neill, unnusta s...

Viðskiptastríð magnast milli ESB og Kína - gjöld á sólarorkubúnað frá Kína leiða til athugana á innfluttum ESB-vínum

Viðskiptastríð er hafið milli Kína og ESB eftir að framkvæmda­stjórn sambandsins ákvað að leggja ofurhá innflutningsgjöld á sólarraforkubúnað frá Kína. Svar Kínverja var að hefja athugun á innflutningi á víni frá ESB-ríkjum. Snertir vínútflutningur til Kína persónulega hagsmuni viðskipta­stjóra ESB sem ákvað gjöldin á kínversku tækin.

Robert Mundell hvetur til innleiðingar á nýjum heims-gjaldmiðli með AGS sem bakhjarl - tími dollarans liðinn

Robert Mundell, Nóbelsverðlauna­hafi í hagfræði árið 1999, prófessor við Columbia-háskólann og ráðgjafi Kína­stjórnar, hefur hvatt til þess að tekin verði upp heims-gjaldmiðill. Hann segir að tími dollarans sé liðinn. Hann vill að til verði ný gjaldmiðlakarfa mynduð af öllum stærstu myntum heims. Mundell lét þessi orð falla fyrir nokkrum dögum á ráð­stefnu í Amman, höfuðborg Jórdaníu.

Euobserver: Fréttalekar um skattaskjól gjörbreyttu viðhorfi innan ESB

Algirdas Semeta, sá fulltrúi í framkvæmda­stjórn ESB, sem hefur með að gera aðgerðir gegn skattsvikum segir að rás atburðanna hafi orðið til að gjörbreyta viðhorfi innan Evrópu­sambandsins til skattsvika.

Kýpur stefnir á sölu á aðgangi að gaslindum um 2020

Kýpur gerir ráð fyrir að byrja að selja aðgang að gaslindum í kringum árið 2020 að sögn viðskipta- og orkumála­ráðherra landsins, Giorgos Lakkotrypis á blaðamannafundi í gær. Á fundinum gerði ráðherrann grein fyrir fyrstu borunum, sem eru framundan og sagði að það væri fyrsta skrefið í átt til fjámögnunar á meiri háttar innviðarverkefnum á eyjunni.

Grikkland: Þríeykið hefur áhyggjur af lélegri skattheimtu

Þríeykið (ESB/AGS/SE) hefur lýst áhyggjum yfir því hve illa Grikkjum gengur að ná tökum á innheimtu skatta að því er fram kemur á ekathimerini, gríska vefmiðlinum. Skuldbindingar grískra stjórnvalda um þetta efni voru ein af forsendunum fyrir útborgun lána til Grikklands.

Skotland: Sjálfstæði dregur erlenda fjárfesta að fremur en að hrekja þá frá

Könnun, sem endurskoðunar­fyrirtækið, Ernst & Young hefur gert bendir til að sjálfstætt Skotland mundi jafnvel fremur laða til sín erlenda fjárfesta að því er fram kemur í The Scotsman í dag. Þar kemur fram að erlend fjárfesting í Skotlandi hafi verið meiri á siðasta ári en nokkru sinni fyrr.

Spánn: Er atvinna að aukast á ný?

Spænsk stjórnvöld fögnuðu því í gær, þriðjudag, að nýjar tölur um skráningu atvinnuleysis bendi til að þróunin sé að snúast við.

Leiðarar

Mikilvæg heimsókn frá Bandaríkjunum

Sú staðreynd ein, að Bandaríkja­stjórn hefur sent hingað háttsettan embættismann í utanríkis­ráðuneytinu í Washington, Brent Hartley, gæti verið vísbending um að Bandaríkjamenn hafi nú aukinn áhuga á að rækta tengslin við Ísland á ný að einhverju marki.

Í pottinum

Hvenær verða IPA-styrkirnir afþakkaðir?

Hvenær verða IPA-styrkirnir frá Evrópu­sambandinu afþakkaðir? Það hlýtur að gerast mjög fljótlega. IPA-styrkirnir eru ætlaðir til að laga stjórnkerfi viðkomandi ríkis að regluverki og starfsháttum Evrópu­sambandsins. Þar sem núverandi ríkis­stjórn hefur lýst því yfir að viðræður um aðild verði stöðvaðar blasir við að þessa styrki ber að afþakka þegar í stað.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS