Óánægja Frakka með ESB og Hollande forseta magnast
Nær tveir þriðju Frakka telja ESB stefna í ranga átt og meira en helmingur þeirra eru andvígir François Hollande forseta segir í nýrri könnun sem birt var miðvikudaginn 5. júní. Gallup gerði könnunina í sex löndum. Þar kemur einnig fram að meirihluti Breta vill fara úr ESB, hærra hlutfall en nokkru ...
DT: Grikklandi var fórnað til að bjarga evrunni-Olli Rehn á að segja af sér
Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daily Telegraph segir í blaði sínu í dag, að Olli Rehn, fulltrúi í framkvæmdastjórn ESB eigi að segja af sér í kjölfar gagnrýni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á meðferð þríeykisins ESB/AGS/SE á Grikklandi og vandamálum þess. Evans-Pritchard talar um glæp gagnvart Grikkjum í þessu samhengi.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í ræðu við setningu alþingis að að litlu kynna að skipta hvort Ísland kysi að halda ESB-viðræðum áfram; ESB virtist í reynd skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á næstu árum. Sagðist hann sannfærður um þetta eftir samtöl við fjölmarga evrópska áhrifamenn.
Gallup: Fólk upplifir ESB meir og meir sem utanaðkomandi ógnun
Gallup spáir því að kosningar til Evrópuþings á næsta ári geti leitt til fjölgunar þingmanna róttækra þjóðernissinna og flokka, sem eru andvígir Evrópusambandinu. Könnunin nær til sex landa, Danmerkur, Frakklands, Þýzkalands, Hollands, Póllands og Bretlands.
FAO og OECD: Hætta á hækkandi matvælaverði
Tvær alþjóðastofnanir, FAO (UN Food and Agricultrural Organization) og OECD, Efnahags- og framfarastofnunin hafa varað við því að landbúnaðarframleiðsla sé ekki nægilega mikil til að koma í veg fyrir verðhækkanir þegar til lengri tíma sé litið. Í nýrri sameiginlegri skýrslu, sem birt var í morgun er því spáð að af þessum sökum geti verð hækkað um 10-40% á einum áratug.
ESB vill flytja ákvörðun um Libor til Parísar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill taka ákvörðun Libor-vaxta (London Interbank Offered Rate) sem verið hefur í höndum leiðandi banka í London úr höndum þeirra og flytja í hendur evrópskra eftirlitsaðila með aðsetur í París. Eins og fram hefur komið í fréttum kom upp mikið hneyksli í tengslum við ákvörðun þessara vaxta, sem reyndust ekki ráðast af markaðsaðstæðum, eins og talið var.
Frakkland: Atvinnuleysi eykst enn-komið í 10,8%
Atvinnuleysi í Frakklandi fer enn vaxandi. Nýjar tölur sýna, að það fór í 10,8% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakklands segir að ríkisstjórn hans muni koma fram umbótum í Frakklandi á þann veg, sem hún telji henta bezt en ekki samkvæmt kröfum Evrópusambandsins.
Schengen-vald í höndum ríkisstjórna
Fyrir um það bil ári var mikið uppnám eftir fund innanríkisráðherra Schengen-ríkjanna þegar danski formaður ráðherraráðsins tilkynnti að ráðherrarnir vildu að lokaákvarðanir um vörslu á innri landamærum Schengen-ríkjanna yrðu á valdi ríkisstjórna einstakra landa en ekki framkvæmdastjórnar ESB. Eft...
Er einstefna á öllum sviðum kjörorð Háskóla Íslands?
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur verið einn helzti farvegur fyrir þeirri áróðursstarfsemi, sem Evrópusambandið hefur haldið uppi hér á Íslandi fyrir inngöngu Íslands í ESB. Alþjóðamálastofnun heldur uppteknum hætti þrátt fyrir að ný ríkisstjórn hafi tekið við með þá yfirlýstu stefnu að st...