Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Miðvikudagurinn 12. júní 2013

«
11. júní

12. júní 2013
»
13. júní
Fréttir

Le Monde: Píratar á Íslandi í sviðsljósinu vegna uppljóstrana um NSA og landflótta Snowdens

Athygli hefur vakið víða um heim að Edward Snowden, uppljóstrari um njósnastarfsemi NSA, þjóðar­öryggis­stofnunar Bandaríkjanna, í netheimum sagði við blaðamann The Guardian í Hong Kong, en þangað flúði hann til að losna undan vörðum laganna í Bandaríkjunum, að hann vildi sækja um hæli í lýðræðislandi og hann nefndi þá Ísland.

ESB-þingið samþykkir nýjar reglur um móttöku hælisleitenda - taka gildi 2015

Eftir umræður í 13 ára hefur tekist samkomulag á vettvangi ESB um nýtt kerfi og reglur vegna hælisleitenda.

Dómsmála­stjóri ESB vill skýr svör vegna bandarískrar njósnastarfsemi í netheimum

Viviane Reding, dómsmála­stjóri ESB, sendi mánudaginn 11. júní bréf til Erics Holders, dómsmála­ráðherra Bandaríkjanna, og krafðist skjótra svara um mikið njósnastarf Bandaríkja­stjórnar í netheimum og varaði við „alvarlegum neikvæðum afleiðingum“ vegna þessa gagnvart réttindum fólks utan Bandaríkjanna...

El País: Evrópu­þingið hvetur til aðgerða gegn útburði

Evrópu­þingið samþykkti í gær að hvetja ríkis­stjórnir innan ESB til að leita leiða til að komast hjá útburði fólk úr húsum og til þess að grípa til aðgerða, sem komi í veg fyrir að fólk, sem borið hefur verið út þurfi að halda áfram að greiða afborganir af veðlánum. Þessi samþykkt var gerð með 318 atkvæðum gegn 269 en 52 sátu hjá. Þingmenn spænska Lýð­flokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Forseti Kýpur: Lánveitendur hafa tekið efnahagslíf Kýpur kverkataki

Nikos Anastasiades, forseti Kýpur segir að Kýpverjar njóti ekki sama stuðnings og Grikkland hafi fengið hjá öðrum aðildarríkjum evrunnar. Hann hefur sent bréf til þríeykisins, ESB/AGS/SE þar sem hann lýsir alvarlegum áhyggjum vegna þess að með erfiðum skilyrðum hafi efnahagslíf Kýpur verið tekið kverkataki.

Spiegel: Efasemdir hjá dómurum í stjórnlagadómstól

Þýzka tímaritið Der Spiegel segir erfitt að horfa fram hjá þeim efasemdum, sem fram hafi komið hjá þýzka stjórnlagadómstólnum í gær þegar Jorg Asmussen, fulltrúi í framkvæmda­stjórn Seðlabanka Evrópu bar vitni þar í gær. Asmussen bar vitni í 75 mínútur. Hann talaði um óeðlilega háa vexti, sem Spánn og Ítalía hefðu þurft að borga af skulda­bréfum sínum fyrir ári.

Leiðarar

Mikilvæg ferð Gunnars Braga til Brussel

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkis­ráðherra, heldur til Brussel í dag. Þar mun hann eiga viðræður við ráðamenn Evrópu­sambandsins og gera þeim grein fyrir þeirri ákvörðun nýrrar ríkis­stjórnar á Íslandi að gera hlé á viðræðum við Evrópu­sambandið. Ekki er við öðru að búast en forráðamenn Evrópu­sambandsins taki því vel. Það var ákvörðun Alþingis fyrir fjórum árum að sækja um aðild.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS