Miðvikudagurinn 25. apríl 2018

Laugardagurinn 15. júní 2013

«
14. júní

15. júní 2013
»
16. júní
Fréttir

Sænska ríkis­stjórnin fellur frá kröfu innan ESB um leyfi til útflutnings á snusi - leggst gegn 75% viðvörun á sígrarettupökkum

Sænska ríkis­stjórnin hefur fallið frá tilraunum innan ESB til að fá leyfi fyrir sænsk fyrirtæki til að flytja snus (munntóbak) til annarra ESB-ríkja. Taldi ríkis­stjórnin að ekki tækist að afla nægilegs skilnings og stuðnings við málið. Ewa Björling, viðskipta­ráðherra Svía, sagði í desember 2012 að barist yrði til þrautar í þágu snus-útflutnings. Svíar hafa nú lýst sig sigraða í málinu.

Lög­regla hreinsar Taksim torg og Gezi garð í Istanbúl

Tyrkneskir óeirðalög­reglumenn héldu síðdegis laugardaginn 15. júní inn á Taksim torg og í Gezi garð í Istanbúl til að ryðja þaðan mótmælendum. Nokkru áður hafði Recep Tayyip Erdogan, forsætis­ráðherra Tyrklands, ítrekað úrslitakosti sína. Lög­regla beitti táragasi og háþrýsti-vatnsbyssum til að hrekj...

Tékkland:Ríkis­stjórnin riðar til falls vegna áskana um spillingu á æðstu stöðum

Ríkis­stjórn Tékklands riðar til falls vegna hneykslis sem tengist helsta aðstoðar­manni forsætis­ráðherrans, Petrs Necas. Ríkis­stjórnin er minnihluta­stjórn mið-hægrimanna og segja fulltrúar samstarfs­flokka forsætis­ráðherrans að þeir íhugi hvort þeir eigi að starfa áfram með honum.

AGS gagnrýnir ríkisfjármála­stefnu Bandaríkjanna

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn er mjög gagnrýninn á ríkisfjármála­stefnu Bandaríkjanna í nýrri skýrslu og segir að hún sé illa undirbúin og framkvæmd með of miklum hraði. Afleiðingin verði 1,75% minni hagvöxtur en ella. AGS spáir því nú að hagvöxtur í Bandaríkjunum í ár verði 1,9% og 2,7% á næsta ári en ekki 3% eins og spáð hafði verið í apríl.

El País: Bárcenas átti meiri peninga í svissneskum bönkum en hann hefur viðurkennt

Spænska dagblaðið El País segir að Lúis Bárcenas, fyrrum gjaldkeri Lýð­flokksins (PP), stjórnar­flokksins á Spáni hafi ekki bara komið fyrir 38 milljónum evra á reikningum í svissneskum bönkum heldur 47 milljónum evra eða 9 milljónum evra hærri upphæð en hann hefur viðurkennt.

Samaras: ERT yfirfullt af hneykslismálum sem upplýst verða fljótlega

Heimildarmenn gríska dagblaðsins Kathimerini segja, að Antonis Samaras, forsætis­ráðherra Grikklands, sé ákveðinn í því að gríska ríkisútvarpið-sjónvarp, (ERT) verði ekki opnað á ný en sé tilbúinn til að ræða við samstarfs­flokka sína á mánudag, að löggjöf um nýja ríkisstöð verði hraðað, svo að nýtt fyrirtæki geti hafið einhverja starfsemi í næstu viku.

Leiðarar

Samskipti við ESB á nýjum grunni - aðildarsinnar hverfi frá ein­stefnu

Fundur Gunnars Braga Sveinssonar utanríkis­ráðherra með Štefan Füle, stækkunar­stjóra ESB, í Brussel fimmtudaginn 13. júní hefur lagt nýjan grunn að samskiptum Íslands og ESB. Füle sagði tvisvar sinnum á blaðamannafundi með Gunnari Braga að hann liti samband Íslands og ESB sérstökum augum. Ísland ætti...

Í pottinum

Blaðamannafundur í Brussel stendur ekki undir útleggingum fréttastofu ríkisútvarpsins

Furðufréttir ESB-fréttastofu ríkisútvarpsins af blaðamannafundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkis­ráðherra og Ŝtefans Füles, stækkunar­stjóra ESB, halda áfram.

Er það óvirðing við Alþingi að standa við gefin loforð við kjósendur?

Í umræðum manna á meðal má heyra því haldið fram, að Alþingi sé óvirðing gerð með því að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkis­ráðherra, hafi látið það verða sitt fyrsta verk að fara til Brussel og tilkynna framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins, að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðum Íslands. Þetta er skrýtin röksemd. Kosningar fóru fram til Alþingis í lok apríl.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS