Sænska ríkisstjórnin hefur fallið frá tilraunum innan ESB til að fá leyfi fyrir sænsk fyrirtæki til að flytja snus (munntóbak) til annarra ESB-ríkja. Taldi ríkisstjórnin að ekki tækist að afla nægilegs skilnings og stuðnings við málið. Ewa Björling, viðskiptaráðherra Svía, sagði í desember 2012 að barist yrði til þrautar í þágu snus-útflutnings. Svíar hafa nú lýst sig sigraða í málinu.
Lögregla hreinsar Taksim torg og Gezi garð í Istanbúl
Tyrkneskir óeirðalögreglumenn héldu síðdegis laugardaginn 15. júní inn á Taksim torg og í Gezi garð í Istanbúl til að ryðja þaðan mótmælendum. Nokkru áður hafði Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, ítrekað úrslitakosti sína. Lögregla beitti táragasi og háþrýsti-vatnsbyssum til að hrekj...
Tékkland:Ríkisstjórnin riðar til falls vegna áskana um spillingu á æðstu stöðum
Ríkisstjórn Tékklands riðar til falls vegna hneykslis sem tengist helsta aðstoðarmanni forsætisráðherrans, Petrs Necas. Ríkisstjórnin er minnihlutastjórn mið-hægrimanna og segja fulltrúar samstarfsflokka forsætisráðherrans að þeir íhugi hvort þeir eigi að starfa áfram með honum.
AGS gagnrýnir ríkisfjármálastefnu Bandaríkjanna
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er mjög gagnrýninn á ríkisfjármálastefnu Bandaríkjanna í nýrri skýrslu og segir að hún sé illa undirbúin og framkvæmd með of miklum hraði. Afleiðingin verði 1,75% minni hagvöxtur en ella. AGS spáir því nú að hagvöxtur í Bandaríkjunum í ár verði 1,9% og 2,7% á næsta ári en ekki 3% eins og spáð hafði verið í apríl.
El País: Bárcenas átti meiri peninga í svissneskum bönkum en hann hefur viðurkennt
Spænska dagblaðið El País segir að Lúis Bárcenas, fyrrum gjaldkeri Lýðflokksins (PP), stjórnarflokksins á Spáni hafi ekki bara komið fyrir 38 milljónum evra á reikningum í svissneskum bönkum heldur 47 milljónum evra eða 9 milljónum evra hærri upphæð en hann hefur viðurkennt.
Samaras: ERT yfirfullt af hneykslismálum sem upplýst verða fljótlega
Heimildarmenn gríska dagblaðsins Kathimerini segja, að Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, sé ákveðinn í því að gríska ríkisútvarpið-sjónvarp, (ERT) verði ekki opnað á ný en sé tilbúinn til að ræða við samstarfsflokka sína á mánudag, að löggjöf um nýja ríkisstöð verði hraðað, svo að nýtt fyrirtæki geti hafið einhverja starfsemi í næstu viku.
Samskipti við ESB á nýjum grunni - aðildarsinnar hverfi frá einstefnu
Fundur Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra með Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, í Brussel fimmtudaginn 13. júní hefur lagt nýjan grunn að samskiptum Íslands og ESB. Füle sagði tvisvar sinnum á blaðamannafundi með Gunnari Braga að hann liti samband Íslands og ESB sérstökum augum. Ísland ætti...
Blaðamannafundur í Brussel stendur ekki undir útleggingum fréttastofu ríkisútvarpsins
Furðufréttir ESB-fréttastofu ríkisútvarpsins af blaðamannafundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Ŝtefans Füles, stækkunarstjóra ESB, halda áfram.
Er það óvirðing við Alþingi að standa við gefin loforð við kjósendur?
Í umræðum manna á meðal má heyra því haldið fram, að Alþingi sé óvirðing gerð með því að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hafi látið það verða sitt fyrsta verk að fara til Brussel og tilkynna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðum Íslands. Þetta er skrýtin röksemd. Kosningar fóru fram til Alþingis í lok apríl.