Grikkland: Dómstóll frestar lokun ríkisútvarpsins
Stjórnsýsludómstóll Grikklands hefur frestað ákvörðun ríkisstjórnar landsins um að loka ríkisútvarpinu, ERT. Dómstóllinn sagði mánudaginn 17. júní að ERT gæti starfað áfram þar til nýtt ríkisútvarp kæmi til sögunnar. Deilur hafa verið um lokun ERT síðan Antonis Samaras forsætisráðherra tók ákvörðun...
Birgir Ármannsson segir Damanaki kikna undan þrýstingi ESB-þingmanna
Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, sagði við fréttastofu ríkisútvarpsins mánudaginn 17. júní að Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hefði mælt harkalega í garð Íslendinga á ESB-þinginu í síðustu viku vegna þrýstings frá þingmönnum. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráð...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra brá skildi fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í þjóðhártíðarávarpi sínu á Austurvelli mánudaginn 17. júní þegar hann lýsti undrun yfir að menn hefðu efast um hvort viðeigandi hefði verið fyrir forseta að ræða fullveldismál við þingsetningu. Sig...
Grænland: Áform um laxveiðar í sjó valda áhyggjum
Áform Grænlendinga um laxveiðar í sjó valda áhyggjum nágrannaríkja segir á vefmiðlinum Alaska Dispatch. Þar kemur fram, að Grænlendingar hafi ekki stundað laxveiðar í sjó í áratug í þágu verndunaraðgerða. Nú hafi þeir hins vegar tilkynnt um stefnubreytingu, sem hafi verið rædd á fundi á Írlandi fyrr í þessum mánuði en sá fundur hafi ekki borið árangur.
Þrýstihópur gegn alþjóðavæðingu: Björgunarlánin til Grikkja hafa farið til banka og fjárfesta
Þrýstihópur gegn alþjóðavæðingu, sem kallar sig Attac hefur unnið skýrslu sem þýzka fréttastofan Deutsche-Welle segir frá, þar sem leitast er við að sýna fram á hvert björgunarlánin til Grikklands hafi farið. Niðurstaðan er sú, að megnið af peningunum hafi farið til banka.
Noregur: Strandveiðimenn hafa áhyggjur af laxeldi
Samtök strandveiðimanna í Noregi (Norges Kystfiskarlag) hafa meiri áhyggjur af áhrifum laxeldis á fiskinn í hafinu en nýjum ákvörðunum um kvóta á þorski og ýsu að því er fram kemur á Barents Observer. Arne Pedersen, formaður samtakanna sagar í sundur frosna ýsu og sýnir blaðamanni hvað maginn inniheldur.
Grikkland: Leiðtogar stjórnarflokkanna ræða ERT-málið í kvöld
Leiðtogar grísku stjórnarflokkanna hittast kl. hálf átta í kvöld tl þess að reyna að ná samkomulagi um ERT-málið, sem valdið hefur úlfúð í samskiptum flokkanna. Samaras, forsætisráðherra, sagði í ræðu um helgina að hann væri ekki að reyna að framkalla kosningar en samstarfsflokkar hans saka hann um einhliða aðgerðir og hroka og minna hann á að ríkistjórnin sé saman sett af þremur flokkum.
Það er bjartara yfir þessum 17. júní en verið hefur síðustu ár. Ástæðan er sú, að þjóðin sjálf hefur beint Alþingi af þeirri braut, sem mörkuð var sumarið 2009 að fórna sjálfstæði Íslands til þess að geta hlaupið í skjól undir pilsfald Evrópusambandsins. Nú er búið að rétta þann kúrs af og þess vegn...
Nákvæmni í orðavali skiptir máli - ekki sízt hjá ráðherrum
Þegar menn hafa tekið við ráðherradómi verða þeir að vera nákvæmari í orðavali en ella. Það á ekki sízt við um veigamikil mál á borð við ESB-málið. Sumir ráðherrar, sérstaklega Framsóknarflokksins, hafa ekki gætt þessa sem skyldi. Það á við um Sigmund Davíð og Sigurð Inga og það á við um orð, sem Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lét falla í samtali við RÚV á laugardagskvöld.