Þriðjudagurinn 24. maí 2022

Þriðjudagurinn 18. júní 2013

«
17. júní

18. júní 2013
»
19. júní
Fréttir

Einar K. Guðfinnsson, forseti alþingis, ræðir stöðu Íslendinga í sam­félagi þjóðanna í hátíðarræðu

Einar K. Guðfinnsson, forseti alþingis, flutti þjóðhátíðarræðu mánudaginn 17. júni í Búðardal. Hann vék meðal annars að stöðu Íslands og Íslendinga í sam­félagi þjóðanna og sagði: „Svo sannarlega erum við Evrópu­þjóð en það þýðir ekki að við viljum verða Evrópu­sambandsþjóð.“ Hér birtist kafli úr ræðu...

Viðskipta­viðræður ESB og BNA: Harka hlaupin í deilur milli Barrosos og Hollandes vegna fyrirvara um menningarmál

José Manuel Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB, sætir harðri gagnrýni franskra stjórnvalda vegna ummæla í viðtali við dagblaðið The Internartional Herald Tribune (IHT) sem birtist mánudaginn 17. júní þar sem hann segir það „afturhaldssemi“ að Frakkar vilji halda hljóð- og myndframleiðslu utan ...

Tvíhliða viðskipta­viðræður ESB og BNA formlega hafnar

David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, kynnti mánudaginn 17. júní fyrir fund G8 ríkjanna á Norður-Írlandi áform um „stærsta tvíhliða viðskiptasaming í sögunni“ milli ESB og Bandaríkjanna. Barack Obama Bandaríkja­forseti sagði að fyrsta viðræðulota vegna samninganna yrði í Washington í júlí. Stef...

Finnland: Meirihluti andvígur aðild að Atlantshafsbandalaginu

Meirihluti Finna eða um 52% telur að Finnland eigi ekki að gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu. Þetta hlutfall hækkaði í 59%, þegar spurt var um afstöðu til aðildar að NATÓ ef Svíar gerðust aðilar. Einungis 28% sögðust vilja feta í fótspor Svía. Sér­fræðingar segja að þessi könnun sýni að engin breyting hafi orðið á afstöðu Finna.

Obama kemur til Berlínar í kvöld-fer ekki til Brussel

Obama Bandaríkja­forseti kemur til Berlínar í kvöld, þriðjudagskvöld en hann fer ekki til Brussel. Vefmiðillinn euobserver, sem fjallar um málefni Evrópu­sambandsins hefur orð á þessu í dag og bendir á að Obama hafi ekki heimsótt Brussel frá því að hann var kjörinn forseti. Vefmiðillinn kallar þetta „snub“ eða snuprur.

Þjóðverjar minnast uppreisnarinnar í A-Berlín 17. júní 1953

Þess var minnzt í Þýzkalandi í gær, 17. júní, að 60 ár voru liðin frá uppreisninni í Austur-Berlín þann dag, árið 1953. Joachim Gauck, forseti Þýzkalands var 13 ára þá og átti heima í Rostock. Hann sagði í ræðu í þýzka þinginu sl. föstudag að hann myndi vel eftir þeirri hrifningaröldu, sem hefði ge...

Leiðarar

Þjóðhátíðarræðan og ESB

Miðað við stefnu ríkis­stjórnar­innar um að gera hlé á viðræðunum við ESB um ótak­markaðan tíma, leggja niður viðræðu­nefnd Íslands, gera úttekt á stöðu aðildarmálsins og framtíðarþróun ESB auk þess sem ekki verði haldið áfram með viðræðurnar nema íslenska þjóðin gefi grænt ljós í þjóðar­atkvæða­greiðslu ...

Í pottinum

Var Steingrímur J. samvinnuþýðari við Maríu?

Breyttur tónn Maríu Damanaki, sjávar­útvegs­stjóra ESB í garð Íslendinga vegna makrílmálsins hefur vakið athygli. Nú er hún með hnefann á lofti. Hvað ætli valdi? Sumir, eins og Birgir Ármannsson, formaður utanríkis­mála­nefndar, telja að Damanaki liggi undir þrýstingi frá þingmönnum á Evrópu­þinginu, sem vel má vera og ekki ólíklegt.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS