Mánudagurinn 27. júní 2022

Miðvikudagurinn 19. júní 2013

«
18. júní

19. júní 2013
»
20. júní
Fréttir

Ástralía: Fékk höfuðhögg tók að tala ensku með frönskum hreim

Áströlsk kona tók að tala ensku með frönskum hreim eftir að hún vaknaði eftir umferðarslys þar sem hún hlaut höfuðhögg. Um er að ræða sjaldgæft heilkenni sem um 60 manns hafa greinst með á 100 árum segir í blaðinu Le Figaro. Leanne Rowe hefur aldrei farið til Frakklands og á enga franska vini.

Grikkland: Leiðtogar stjórnar­flokka funda síðdegis um ERT

Leiðtogar stjórnar­flokkanna þriggja á Grikklandi koma saman til fundar síðdegis í dag til þess að reyna að ná samkomulagi um örlög og framtíð gríska ríkisútvarpsins-sjónvarps. Samkvæmt úrskurði stjórnlagadómstóls Grikklands sl. mánudag hafði ríkis­stjórnin leyfi til að loka ERT en ekki að slökkva á útsendingu. Stjórnar­flokkarnir hver um sig túlka þessa niðurstöðu eins og þeim hentar.

NSA og FBI hafa hindrað rúmlega 50 tilraunir til hryðjuverka síðan 11. september 2001

Þjóðaröryggis­stofnun Bandaríkjanna (NSA) og Alríkislög­regla Bandaríkjanna (FBI) hafa að eigin sögn komið í veg fyrir að minnsta kosti 50 tilraunir til hryðjuverka frá 11. september 2011. Google-fyrirtækið hefur óskað eftir að fá að birta hvernig þátttöku þess í verkefnum gegn hryðjuverkum hefur veri...

Forseti Kýpur fer fram á allsherjar endurskoðun björgunaraðgerða

Nikos Anastasiades, forseti Kýpur hefur skrifað leiðtogum evru­svæðisins bréf og farið fram á allsherjar endurskoðun á þeim skilmálum, sem Kýpur tók á sig vegna björgunarláns að upphæð 10 milljarðar evra. Í bréfinu segir forsetinn að Kýpur geti ekki uppfyllt þessa skilmála vegna þess að aðgerðirnar hafi skaðað efnahag landsins og bankakerfið meira en búizt var við.

Bretland: Æðstu stjórnendur banka eiga yfir höfði sér fangelsisdóma og tekjumissi skv. tillögum banka­nefndar

Nefnd, sem fjallar um nýtt regluverk fyrir banka í kjölfar fjármálakreppunnar og starfar í tengslum við brezka þingið leggur til að æðstu stjórnendur banka skuli eiga yfir höfði sér fangelsisdóma og missi milljóna punda í bónus­greiðslum ef þeir eigi þátt í falli banka í framtíðinni. Nefndin er þverpólitísk og í henni sitja bæði þingmenn og aðrir.

Leiðarar

Gagnsæi í utanríkis­málum

Hér á Evrópu­vaktinni hefur verið hvatt til þess að gefin verði út hvítbók um viðræður Íslands við Evrópu­sambandið síðustu fjögur ár. Gera má ráð fyrir að það starf við mat á stöðu aðildarumsóknar og þróun Evrópu­sambandsins sjálfs, sem er að hefjast geti leitt til útgáfu slíkrar hvítbókar. Að vísu eru þeir til sem halda því fram, að allt hafi nú þegar verið birt sem máli skiptir.

Í pottinum

Rétt ákvörðun menntamála­ráðherra í málefnum RÚV

Það er rétt hjá Illuga Gunnarssyni, menntamála­ráðherra, að þingkjörin stjórn Ríkisútvarpsins er lýðræðislegri aðferð við að stjórna þeirri stofnun en val­nefndarfyrirkomulagið, sem var í aðsigi. Þótt val­nefndarskipan geti litið vel út á pappírnum býður það kerfi upp á að klíkuskapur í þeim samtökum, sem þar koma að málum ráði ferðinni.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS