ESB-sendiherra Bandaríkjanna: Menningarmál standa ekki utan fríverslunarviðræðna ESB og BNA
William Kennard, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB, sagði fimmtudaginn 20. júní að kvikmyndum og annarri skapandi menningarstarfsemi yrði ekki haldið algjörlega utan fríverslunarviðræðna ESB og Bandaríkjanna sem eiga að hefjast í júlí 2013. Hann sagði einnig að ekki væri „við hæfi“ að fella fjá...
FBI tekin til við að nota drón til eftirlits í Bandaríkjunum
Robert Mueller, forstjóri Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), hefur viðurkennt að lögreglan noti drón, fjarstýrð flugför, til eftirlits í Bandaríkjunum. Þá vinni ýmsar löggæslustofnanir að því að efla getu sína til að nýta drón í störfum sínum.
Assange segist vinna að því að tryggja Snowden hæli á Íslandi
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sem dvelst sem pólitískur flóttamaður í sendiráði Ekvador í London, segir við BBC að hann reyni að koma á samkomulagi sem geri Edward Snowden, öryggisverktaka frá Bandaríkjunum sem lak trúnaðarupplýsingum og dvelst nú í Hong Kong, kleift að fá hæli á Íslandi.
Finnland: Leyniþjónustan vill almenna heimild til að hlera símtöl og fylgjast með netinu
Finnska leyniþjónustan vill að sögn Yle fá heimild til að hlera öll símtöl og fylgjast með allri umferð á netinu að því er fram kemur á euobserver. Antti Pelttari, forstöðumaður leyniþjónustunnar hvetur til þess að stofnunin fá slíka heimild án þess að þurfa að leita leyfis í hverju tilviki.
Hlutabréf lækka um allan heim í kjölfar tilkynningar Seðlabanka Bandaríkjanna
Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnt í gær, að bankinn mundi smátt og smátt draga úr kaupum á markaði, sem hafa numið um 85 milljörðum dollara í hverjum mánuði. Afleiðingin af þessari tilkynningu varð sú, að hlutabréf voru seld í stórum stíl í Bandaríkjunum síðdegis í gær, sú sala breiddist út til Asíu í nótt og hélt áfram í Evrópu í morgun að því er fram kemur í Financial Times.
Danir standa með ESB gegn Færeyingum í síldar- og makríldeilum
Danir standa með Evrópusambandinu í fiskveiðideilum þess við Færeyinga. Svohljóðandi frétt birtist á RÚV í gærkvöldi: "Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir ríkisstjórn sína ekki eiga annars úrkosti en að fylgja Evrópusambandinu að málum í fiskveiðideilum við Færeyinga.
Gunnar Bragi um IPA-styrki: „...geta nýst að einhverju leyti sem EES-ríki...“
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, gefur upplýsingar um meðferð svonefndra IPA-styrkja frá Evrópusambandinu, sem ætlaðir eru til að laga stjórnkerfi Íslands að regluverki ESB í samtali við Fréttablaðið í dag og segir: "Það má skipta þessum verkefnum, sem um ræðir í þrennt:; Í fyrsta lagi ...
Viðvörun: Ríkisstjórnin forðist ESB-kviksyndið
Stjórnlist er ekki fólgin í að gera einfalda hluti flókna heldur að einfalda flókna hluti til að unnt sé að greina aðalatriði og finna lausn á því sem máli skiptir. Þá skiptir einnig máli að stjórnendur setji sér ekki tímamörk sem komi þeim í koll.
Hvað er svona flókið við IPA-styrkina?
Það er auðvitað sjálfsagt að nýr utanríkisráðherra fá svigrúm til að kanna stöðu mála í ráðuneyti sínu áður en dómar eru felldir um aðgerðir hans og ákvarðanir en samt er það nú svo að svör hans við spurningum Fréttablaðsins um svonefnda IPA-styrki vekja upp spurningar - og kannski áhyggjur. Það er algerlega á hreinu um hvað þessir styrkir snúast.