Mánudagurinn 25. janúar 2021

Fimmtudagurinn 20. júní 2013

«
19. júní

20. júní 2013
»
21. júní
Fréttir

ESB-sendiherra Bandaríkjanna: Menningarmál standa ekki utan frí­verslunarviðræðna ESB og BNA

William Kennard, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB, sagði fimmtudaginn 20. júní að kvikmyndum og annarri skapandi menningarstarfsemi yrði ekki haldið algjörlega utan frí­verslunarviðræðna ESB og Bandaríkjanna sem eiga að hefjast í júlí 2013. Hann sagði einnig að ekki væri „við hæfi“ að fella fjá...

FBI tekin til við að nota drón til eftirlits í Bandaríkjunum

Robert Mueller, for­stjóri Alríkislög­reglu Bandaríkjanna (FBI), hefur viðurkennt að lög­reglan noti drón, fjarstýrð flugför, til eftirlits í Bandaríkjunum. Þá vinni ýmsar löggæslu­stofnanir að því að efla getu sína til að nýta drón í störfum sínum.

Assange segist vinna að því að tryggja Snowden hæli á Íslandi

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sem dvelst sem pólitískur flóttamaður í sendiráði Ekvador í London, segir við BBC að hann reyni að koma á samkomulagi sem geri Edward Snowden, öryggisverktaka frá Bandaríkjunum sem lak trúnaðarupplýsingum og dvelst nú í Hong Kong, kleift að fá hæli á Íslandi.

Finnland: Leyniþjónustan vill almenna heimild til að hlera símtöl og fylgjast með netinu

Finnska leyniþjónustan vill að sögn Yle fá heimild til að hlera öll símtöl og fylgjast með allri umferð á netinu að því er fram kemur á euobserver. Antti Pelttari, forstöðumaður leyniþjónustunnar hvetur til þess að stofnunin fá slíka heimild án þess að þurfa að leita leyfis í hverju tilviki.

Hluta­bréf lækka um allan heim í kjölfar tilkynningar Seðlabanka Bandaríkjanna

Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnt í gær, að bankinn mundi smátt og smátt draga úr kaupum á markaði, sem hafa numið um 85 milljörðum dollara í hverjum mánuði. Afleiðingin af þessari tilkynningu varð sú, að hluta­bréf voru seld í stórum stíl í Bandaríkjunum síðdegis í gær, sú sala breiddist út til Asíu í nótt og hélt áfram í Evrópu í morgun að því er fram kemur í Financial Times.

Danir standa með ESB gegn Færeyingum í síldar- og makríldeilum

Danir standa með Evrópu­sambandinu í fiskveiðideilum þess við Færeyinga. Svohljóðandi frétt birtist á RÚV í gærkvöldi: "Helle Thorning-Schmidt, forsætis­ráðherra Danmerkur, segir ríkis­stjórn sína ekki eiga annars úrkosti en að fylgja Evrópu­sambandinu að málum í fiskveiðideilum við Færeyinga.

Gunnar Bragi um IPA-styrki: „...geta nýst að einhverju leyti sem EES-ríki...“

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkis­ráðherra, gefur upplýsingar um meðferð svo­nefndra IPA-styrkja frá Evrópu­sambandinu, sem ætlaðir eru til að laga stjórnkerfi Íslands að regluverki ESB í samtali við Fréttablaðið í dag og segir: "Það má skipta þessum verkefnum, sem um ræðir í þrennt:; Í fyrsta lagi ...

Leiðarar

Viðvörun: Ríkis­stjórnin forðist ESB-kviksyndið

Stjórnlist er ekki fólgin í að gera einfalda hluti flókna heldur að einfalda flókna hluti til að unnt sé að greina aðalatriði og finna lausn á því sem máli skiptir. Þá skiptir einnig máli að stjórnendur setji sér ekki tímamörk sem komi þeim í koll.

Í pottinum

Hvað er svona flókið við IPA-styrkina?

Það er auðvitað sjálfsagt að nýr utanríkis­ráðherra fá svigrúm til að kanna stöðu mála í ráðuneyti sínu áður en dómar eru felldir um aðgerðir hans og ákvarðanir en samt er það nú svo að svör hans við spurningum Fréttablaðsins um svo­nefnda IPA-styrki vekja upp spurningar - og kannski áhyggjur. Það er algerlega á hreinu um hvað þessir styrkir snúast.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS