Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Laugardagurinn 22. júní 2013

«
21. júní

22. júní 2013
»
23. júní
Fréttir

Snowden ákærður - framsals krafist - einkaflug til Íslands kostar tæpar 30 milljónir króna

Bandarísk yfirvöld hafa krafist þess að Edward Snowden uppljóstrari verði handtekinn og framseldur.

Kýpur: Mjólk, ostur og egg kosta mun meira en meðaltalið í ESB-ríkjum

Kýpverska dagblaðið Cyprus-Mail segir að tölur Eurostat(Hagstou ESB) sýni að mjólk, ostur og egg kosti að jafnaði 41% meira á Kýpur en í öðrum ESB-ríkjum. Þessar tölur sýni að brauð kosti um 31% meira á Kýpur, og áfengi 10% meira. Hins vegar var kjöt ódýrara en í ESB-ríkjum almennt og kostar 89 á móti hundrað og tóbak var líka á lægra verði eða á 82 á móti hundrað.

Grikkland: Samaras vinnur að endur­skipulagningu ríkis­stjórnar um helgina

Gríski vefmiðillinn, ekathimerini, segir að Antonis Samaras, forsætis­ráðherra Grikklands vinni nú að því að endurskipuleggja ríkis­stjórn sína eftir að Lýðræðislegi vinstri flokkurinn sagði sig frá stjórnar­samstarfinu.

Grænland: Verður úranvinnsla hafin á ný eftir 25 ára bann?

Danir eiga ekki að skipta sér af því, hvort Grænland veitir leyfi til að opna úrannámur og hefja vinnslu í þeim segir ónafngreindur embættismaður í Grænlandi við Berlingske Tidende. Úranvinnsla hefur ekki farið fram í Grænlandi í aldarfjórðung.

ESB: Hollendingar segja að tími stöðugt nánara samstarfs sé liðinn

Stjórnvöld í Hollandi eru komin að þeirri niðurstöðu, að tími sífellt nánara samstarfs ESB-ríkja sé liðinn segir í frétt í Financial Times. Hollendingar hafa birt lista yfir tilteknar ákvarðanir, sem þeir telja, að hvert ríki fyrir sig eigi að taka og með því tekið undir með David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, sem vill takmarka ákvörðunarvald Evrópu­sambandsins.

ESB: Öngþveiti á ráðherrafundi-ekkert samkomulag um hverjir eigi að borga tap af falli banka

Snemma í morgun, laugardagsmorgun, lauk 20 klukkutíma fundi fjármála­ráðherra ESB-ríkjanna án þess að samkomulag tækist um það grundvallar­atriði hvernig greiða eigi kostnað við fall banka. Meginágreiningurinn var á milli Frakka og Þjóðverja. Frakkar reyna að útvatna reglur, sem eiga að koma í veg fyrir að skattgreiðendur sitji uppi með kostnað af falli banka. Frá þessu segir Reuters.

Leiðarar

ESB-fjámála­ráðherrar fikra sig í átt til neyðarlaganna

Föstudaginn 21. júní birtust fréttir um að evru-ráðherrahópurinn, fjármála­ráðherrar evru-ríkjanna 17, hefði komið sér saman um reglur varðandi beina endurfjármögnun banka úr ESM, stöðugleika- eða björgunar­sjóði evrunnar. Fögnuðu menn enn einu skrefinu í átt til banka­sambands innan ESB. Bönkum yrði u...

Í pottinum

Þrjár flugvélar bíða Snowdens vilji hann til Íslands - og dauðadómur í Bandaríkjunum segir Birgitta

Eins og skýrt hefur verið frá hér á Evrópu­vaktinni segir kínverska blaðið The South China Morning Post að það kosti tæpar 30 milljónir króna (240.000 dollara) að leigja einkaþotu til að flytja Edward Snowden, eftirlýstan Bandaríkjamann, frá Hong Kong til Íslands. Ólafur Vignir Sigurvinsson, sagður ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS