Le Monde: Angela Merkel verður að axla ábyrgðina sem völd hennar veita - ræður för innan ESB
Franska blaðið Le Monde er mið-vinstra blað sem styður í grundvallaratriðum franska sósíalista innan lands í Frakklandi, blaðið er eindregið ESB-blað í þeim skilningi að það vill veg ESB og evrunnar sem mestan og bestan. Engu að síður er það gagnrýnt á þróun mála og varpar ljósi á hana á skýran og almennt málefnalegan hátt, einkum þegar um alþjóðamál er að ræða.
Angela Merkel Þýskalandskanslari deildi í umræðum fimmtudaginn 27. júní við kanslaraefni jafnaðarmanna, Peer Steinbrück, í síðasta sinn í neðri deild þýska þingsins, Bundestag, fyrir þingkosningarnar 22. september. Umræðurnar fóru fram nokkrum klukkustundum áður en Merkel hélt á leiðtogafund ESB í B...
Obama ætlar ekki að „leggjast í þotuflug“ vegna „tölvuþrjótsins“ Snowdens
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að ekki verði gripið til sérstakra aðgerða til að koma Edward Snowden uppljóstrara til Bandaríkjanna. Snowden er sagður í felum á flugvellinum í Moskvu.
ESB: Rafmagnað andrúmsloft í leiðtogaráði vegna ágreinings milli Hollamdes og Barrosos
Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Brussel síðdegis fimmtudaginn 27. júní og síðan að nýju föstudaginn 28. júní. Leiðtogarnir ætla að ræða atvinnumál og sérstaklega leiðir til að fjölga störfum ungs fólks segir í yfirlýsingum vegna fundanna. Le Monde segir hins vegar að megin athygli muni bein...
Fjármálaráðherra Svíþjóðar: Mikilvægt að ríki má slá eign sinni á banka til að selja hann síðar
Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, lýsir ánægju með niðurstöðu fjármálaráðherraráðs ESB um ábyrgð og uppgjör lendi bankar innan ESB í fjárhagslegum vandræðum.
Portúgal: Sólarhrings verkfall til að mótmæla aðhaldi
Sólarhrings verkfall er skollið á í Portúgal. Tvö stærstu verkalýðssamtök landsins standa fyrir því til að mótmæla aðhaldsaðgerðum. Þau halda því fram, að í kjölfar aðhalds fylgi atvinnuleysi. Almannasamgöngur stöðvuðust í Portúgal í morgun að því er fram kemur á Deutsche-Welle. Þetta er fjórða slíkt verkfall í Portúgal á tveimur árum. Lestarferðir hafa stöðvast.
Ítalía: Saksóknari hefur rannsókn á viðskiptum ríkisins með afleiðusamninga
Saksóknari á Ítalíu hefur hafið rannsókn á notkun fjármálaráðuneytisins þar í landi á afleiðusamningum vegna opinberra skulda í kjölfar frétta í Financial Times og La Republica í gær um yfirvofandi tap ítalska ríkisins vegna þessara samninga. Þetta staðfesti Nello Rossi, saksóknari í Róm við FT í gær. Hann undirstrikaði hins vegar að ekki væri um sakamálarannsókn að ræða.
ESB: Atvinnuleysi eitt helzta umræðuefni á leiðtogafundi ESB í dag
Atvinnuleysi í aðildarríkjum Evrópusambandsins verður helzta umræðuefnið á leiðtogafundi ESB, sem hefst í Brussel síðdegis í dag. BBC bendir á, að um fjórðungur ungs fólks á aldrinum 18-25 ára hafi enga vinnu og að í Grikklandi og á Spáni sé það yfir helmingur þessa aldursflokks, sem sé atvinnulaus.
Samkomulag fjármálaráðherra 27 ESB-ríkja útilokar nánast kostnað skattgreiðenda við fall banka
Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna komust að samkomulagi aðfaranótt fimmtudags 27. júní um hvernig skuli standa að uppgjöri á gjaldþrota bönkum í ESB-ríkjunum 27. Niðurstaða ráðherranna varð að hluthafar í bönkum, lánardrottnar og stórir sparifjáreigendur ættu að sitja uppi með tapið en ekki skattgreiðe...
ESB-aðildarsinnar í eltingaleik við Ólaf Ragnar
Ný könnun á vegum Eurobarometer sýnir að 52% aðspurðra í ESB-ríkjum eru andvíg frekari stækkun Evrópusambandsins eftir að Króatar ganga í það 1. júlí nk., 38% eru hlynnt stækkun. Þegar Rúmenar og Búlgarar urðu aðilar að ESB vildu 49% að sambandið stækkaði meira en 39% voru andvíg frekari stækkun. Þ...
Angela Merkel hefur meiri skilning á hagsmunum Íslands en Samfylkingin
Í frétt í Morgunblaðinu í morgun segir um fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands með Angelu Merkel, kanslara Þýzkalands í gær: „Merkel lýsti á fundinum “ríkum skilningi á breyttri afstöðu íslenzkra stjórnvalda til viðræðna við Evrópusambandið„ að þvi er segir í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu. “Eðlilegt væri að viðhorf á Íslandi og í Noregi væru önnur en á meginlandi Evrópu.