Der Spiegel: NSA hleraði síma og braust inn í tölvukerfi Evrópusambandsins
Þýska vikuritið Der Spiegel hefur fengið aðgang að trúnaðargögnum sem sýna að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, hleraði síma og njósnaði um tölvusamskipti Evrópusambandsins undir merkjum PRISM-verkefnsins.
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands segir í samtali við þýzka dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung, að írsku bankamennirnir, sem til umræðu hafa verið síðustu daga vegna birtingar á símtali þeirra í milli um að þeir hafi platað stjórnvöld á Írlandi til að leggja 7 milljarða evra fram ...
ESB: Bjartsýni ríkti á leiðtogafundinum
Þýzka fréttastofan Deutsche-Welle segir að leiðtogar ESB-ríkja upplifi leiðtogafundinn, sem stóð í Brussel í gær og í fyrradag, sem vel heppnaðan fund. Nú sé ljóst að Lettland muni taka upp evru, Króatía verði aðili að Evrópusambandinu, aðildarviðræður hefjist við Serbíu og Kosovo auki tengsl sín við bandalagið. Allt hafi þetta átt þátt í að bjartsýni hafi ríkt á fundi leiðtoganna.
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands hvetur „háttsetta“ menn, sem þekki söguna að baki óförum Anglo Irish Bank til að stíga fram á sjónarsviðið, standa við bakið á írska lýðveldinu og leggja fram þær upplýsingar, sem þeir kunni að búa yfir.
Bandaríkjaher takmarkar aðgang starfsmanna sinna að vefsíðum Guardian
Bandarísk hernaðaryfirvöld hafa viðurkennt að þau hafi takmarkað aðgang þúsunda starfsmanna Bandaríkjahers víðs vegar um Bandaríkin að vefsíðu brezka dagblaðsins Guardian, sem hefur birt fréttir byggðar á gögnum uppljóstrarans Snowdens.
Meðal fyrstu mála á sumarþinginu var tillaga frá þingmönnum Samfylkingarinnar um efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnakosningum vorið 2013. Tillagan kom til fyrri umræðu á alþingi síðdegis þriðjudaginn 25. júní. Össur Skarphéðinsson, fyrrv...
Ríkisstjórnin á að leita stuðnings út í samfélagið
Þótt þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um skuldavanda heimilanna hafi verið samþykkt á Alþingi er mikilvægt að átta sig á að þrátt fyrir það hefur ekkert gerzt í þeim málum. Hið eina, sem hefur gerzt er að Alþingi hefur lagt blessun sína yfir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin þarf að átta sig á að hún hefur mjög takmarkað svigrúm í tima.