Þing Evrópuráðsins samþykkti samhljóða (með 86 atkvæðum) ályktun föstudaginn 28. júní um að halda beri pólitískri ábyrgð og refsiábyrgð aðskildum. Pieter Omtzigt (hollenskur þingmaður í mið-hægri flokki EPP/CD) samdi tillöguna að lokinni rannsókn á tveimur refsimálum í aðildarríkjum Evrópuráðsins: ...
Kýpur: Rússar vilja fá aðstöðu fyrir herflugvélar og herskip
Rússar leita nú eftir heimild Kýpverja til að nota flugvöll í Paphos og höfn í Limasol að því er fram kemur í Cyprus-Mail fyrir herflugvélar og herskip. Blaðið segir að rússneskt herskip hafi sést í höfninni í síðasta mánuði og á síðasta hálfum mánuði hafi diplómatísk samskipti Rússa og Kýpverja aukist mjög vegna óska Rússa um þessa aðstöðu.
Grikkir óska eftir upplýsingum um gríska innistæðueigendur í Luxemborg
Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands hefur óskað eftir því við starfsbróður sinn í Lúxemborg, Luc Frieden, að hann veiti honum upplýsingar um auðuga gríska einstaklinga og fyrirtæki sem séu með bankareikninga í Lúxemborg. Þessi ósk er þáttur í viðleitni grískra stjórnvalda til að ná tökum á skattsvikum í landinu.
Írland: Hallar undan fæti hjá Fianna Fáil vegna samtals bankamannanna
Reiðin, sem gripið hefur um sig á Írlandi eftir að birt var upptaka á símtali tveggja háttsettra stjórnenda Anglo Irish Bank hefur nú þegar haft áhrif á afstöðu fólks til stjórnmálaflokkanna. Fianna Fáil, sem lengi hefur verið leiðandi flokkur í landinu og var við völd haustið 2008 varð fyrir miklu áfalli í kosningum í kjölfar bankahrunsins en hefur verið að ná sér á strik í skoðanakönnunum.
Hvorn kostinn velja stjórnarflokkarnir?
Tíminn fram á haustið er mikilvægur fyrir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í hönd fer mikil vinna við að útfæra tillögur um lausn á skuldavanda heimilanna, sem á að leggja fyrir Alþingi. Stjórnarflokkarnir eiga tveggja kosta völ: Þeir geta unnið að þessari útfærslu með hefðbundnum hætti og notað til þess embættismannakerfið og sérfræðinga.