Snowden svarar ekki boði frá Venezúela um hæli
Í Venezúela bíða stjórnvöld enn eftir svari frá Edward Snowden uppljóstrara um hvort hann þiggi boð þeirra um hæli. Tæp vika er síðan boðið var sent.
Bandaríkjafloti: Drón lendir í fyrsta sinn og tekur á loft frá flugmóðurskipi
Bandaríski flotinn sannaði miðvikudaginn 10. júlí að innan hans geta menn ekki aðeins beitt tölvu til að senda drónið X-47B á loft heldur einnig látið það lenda um borð í flugmóðurskipi. Tilraunadrónið er kallað Salty Dog 502 innan flotans og er á stærð við orrustuþotu. Fréttamenn sem boðið var...
Air Greenland hugar að nýjum þyrlum
Air Greenland hefur uppi áform um að hætta að nota Bell 212 þyrlur til farþega- og vöruflutninga á Grænlandi og kaupa þess í stað 3 EC155 þyrlur sem venjulega eru kallaðar Eurocopter og geta flutt 13 farþega auk tveggja manna áhafnar.
ESB grunar netrisa um að misnota aðstöðu sína
Samkeppniseftirlitsmenn ESB hófu nú í vikunni skyndiathuganir innan nokkurra símafyrirtækja sem eru grunuð um að misnota aðstöðu sína á sviði netþjónustu, meðal fyrirtækjanna eru Orange, Deutsche Telekom og Telefonica.
Þýzkaland: Matarverð hækkaði um 5,4% á einu ári-raforka um 12%
Á síðustu 12 mánuðum hefur matarverð í Þýzkalandi hækkað um 5,4%. Ástæðan er sögð vera uppskerubrestur vegna flóða í Mið-Evrópu. Þá hefur orkuverð hækkað í Þýzkalandi um 3% á sama tíma. Raforkuverð hefur hækkað um hvorki meira né minna en 12%. Ástæðan er sú að aukinn stuðningur við endurvinnanlega o...
Fjármálamarkaðir: Sagði Bernanke eitthvað róttækt í gærkvöldi?
Fjármálamarkaðir um allan heim hafa tekið við sér í kjölfar ummæla, sem Bernanke, aðalbankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna lét falla í gærkvöldi þess efnis að aðgerðir bankans um fyrirsjánlega framtíð mundu einkennast af greiðvikni (very accomodative) og að stig ávöxtunarkröfu mundi hafa áhrif á tímsetningu minnkandi kaupa á markaði.
Grikkland: Flokkur Samaras enn stærsti flokkurinn
Ný skoðanakönnun í Grikklandi sýnir að Nýi lýðræðisflokkurinn, flokkur Samaras, forsætisráðherra er enn stærsti flokkur landsins með 28,5% fylgi og að SYRIZA, bandalag vinstri manna fylgir í kjölfarið með 27,5%. Gullna Dögun (nýnazistar) er sem fyrr í þriðja sæti með 11% fylgi , PASOK (sósíalistar) ...
DT: Suður-Evrópa er að bresta efnahagslega-endurreisn hefur ekki orðið að veruleika
Suður-Evrópa er að bresta efnahagslega. Viðbrögð evruríkjanna við skuldakreppunni þar hafa ekki skilað árangri. Endurreisn efnahags þessara ríkja hefur ekki orðið að veruleika. Skuldahlutfallið hækkar hratt. Pólitísk samstaða um aðhaldsaðgerðir er að splundrast í nær öllum evruríkjum. Og nú hefur Seðlabanki Bandaríkjanna sett allt á annan endann með yfirlýsingum um að draga úr kaupum á markaði.
Framkvæmdastjórn ESB kynnti miðvikudaginn 10. júlí það sem hún kallaði „seinni og loka hornstein“ áforma sinna um bankasamband ESB, í tillögunni felast hugmyndir um hvernig taka eigi á málum banka á fallanda fæti. Tillagan er kynnt undir heitinu +Single Resolution Mechanism (SRM)+ -Sameiginlegi upp...
Hneykslunaralda vegna Björns Vals
Ragnar Arnalds hefur setið manna lengst í bankaráði Seðlabanka Íslands og enginn hefur dregið í efa hæfni hans til að starfa þar fyrir vinstri-græna (VG). Ragnar hverfur nú úr bankaráðinu og skilur eftir sig sæti sem er vandfyllt. Vandræðin við að finna hæfan eftirmann Ragnars blasa við öllum sem ...