Laugardagurinn 21. apríl 2018

Föstudagurinn 19. júlí 2013

«
18. júlí

19. júlí 2013
»
20. júlí
Fréttir

Wolfgang Schäuble: Þjóðverjar vilja ekki Þýska-Evrópu

Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, birtir grein í sex Evrópu­blöðum laugardaginn 20. júlí þar sem hann segir fráleitt að fyrir ráðamönnum í Berlín vaki að skapa Þýska-Evrópu. Hann segir Þjóðverja hafa sætt ósanngjarnri gagnrýni bæði fyrir að halda um of að sér höndum og láta of mikið að ...

Microsoft axlar mikið tap vegna samkeppni við Apple

Microsoft hefur viðurkennt að hafa tapað um 100 milljörðum ísl. kr, vegna þess að Surface RT selst ekki eins og vænst var. Þetta kemur frá í síðasta ársfjórðungs uppgjöri fyrirtækisins.

Merkel stolt af efnahagsárangri - segist ekki vita allt um PRISM

Angela Merkel Þýskalandskanslari efndi til árlegs sumar-blaðamannafundar í Berlín föstudaginn 19. júlí þegar um tveir mánuðir eru þar til kosið verður til sambandsþingsins í Brussel. Hún sagði ríkis­stjórn sína skila besta árangri allra ríkis­stjórna Þýskalands á áratugunum tveimur sem liðnir eru frá...

ESB: Vaxandi kynþáttahatur leiðir til fjölgunar öfgamanna til hægri á Evrópu­þingi

Cecilia Malmström, sem sæti á í framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins segir að vaxandi kynþáttahatur í Evrópu geti leitt til fjölgunar þingmanna á Evrópu­þingi, sem komi frá hægri sinnuðum öfga­flokkum í kjölfar kosninga í maí á næsta ári. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Vilnius í Litháen.

Rússland: Navalny laus á meðan áfrýjun stendur yfir

Alexei Navalny, einn helzti leiðtogi stjórnar­andstæðinga í Rússlandi, sem var dæmdur í fimm ára fangelsi í gær, var óvænt látinn laus á meðan áfrýjun á máli hans stendur yfir. Þetta kemur fram á Deutsche-Welle. Hins vegar eru takmarkanir á ferðafrelsi Navalny.

Leiðarar

Það verður að fá hreinar línur í ESB-málið

Frá sjónarhóli andstæðinga aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu er það hlé, sem gert hefur verið á viðræðum aðeins áfangi að settu marki. Á meðan það „hlé“ stendur yfir hefur Ísland enn stöðu umsóknarríkis í Brussel.

Í pottinum

Fordæmið frá 1956

Vorið 1956 hvarf frá völdum ríkis­stjórn sem Sjálfstæðis­flokkur og Framsóknar­flokkur höfðu myndað að loknum þingkosningum 1953. Það var Framsóknar­flokkurinn sem rauf það stjórnar­samstarf. Efnt var til kosninga og vinstri stjórn Hermanns Jónassonar tók við völdum með aðild Framsóknar­flokks, Alþýðuflok...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS