Mánudagurinn 18. janúar 2021

Þriðjudagurinn 23. júlí 2013

«
22. júlí

23. júlí 2013
»
24. júlí
Fréttir

Spánn: Rajoy tekur til varna á þingi 1. ágúst - athygli beinist að hugsanlegum eftirmanni hans

Ákveðið hefur verið að Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra Spánar, standi fyrir svörum vegna ásakana um spillingu í umræðum á spánska þinginu fimmtudaginn 1. ágúst, daginn áður en hann heldur í sumarleyfi í Galasíu, heimahéraði sínu. Vaxandi líkur eru á að dagar hans sem forsætis­ráðherra séu taldir og b...

Viviane Reding snýst gegn ríkis­stjórn Búlgaríu í Sofíu - vill Bandaríki Evrópu

Viviane Reding, dómsmála­stjóri ESB, lýsir yfir stuðningi við mótmælendur í Búlgaríu sem hafa daglega efnt til aðgerða gegn spillingu innan ríkis­stjórnar­innar.

ESB: Hezbollah sett á lista yfir hryðjuverka­samtök

múslíma í Líbanon, á skrá yfir hryðjuverkahópa. Fulltrúar hreyfingarinnar mótmæltu ákvörðuninni harðlega og stjórnvöld í Líbanon höfðu varað við að þessi ákvörðun yrði tekin þar sem í raun væri ekki unnt að skilja milli hernaðarlegs hluta Hezbollah og stjórnmálalegs. William Hague, utanríkis­ráðherra Breta, sagði að samþykkt ráðherranna sýndi að þeir væru einhuga í baráttunni við hryðjuverkamenn.

Spánn: Rajoy mun ræða ásakanir Bárcenas í þinginu

Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra Spánar, sagði í gær að hann mundi gera spænska þinginu grein fyrir afstöðu sinni til þeirra ásakana, sem fram hafa komið á hendur honum og öðrum forystumönnum Lýð­flokksins af hálfu fyrrverandi gjaldkera flokksins, Luigi Bárcenas. Rajoy sagði blaðamönnum í gær, að hann hefði í fyrradag, sunnudag, rætt við forseta neðri deildar þingsins um slíkar umræður.

FT: Munu Grikkir nokkurn tíma endurgreiða?

Financial Times segir í dag að kjósendur í Þýzkalandi skynji að einhverjir af þeim milljörðum evra, sem runnið hafi til Grikklands frá árinu 2010 verði aldrei endurgreiddir.

DT: Mynda skuldug suðurríki Evrópu bandalag og setja lánveitendum í norðurríkjum úrslitakosti?

Er hugsanlegt að hin skuldugu ríki Suður-Evrópu myndi eins konar skuldarabandalag (debtors cartel) og setji lánveitendum í Norður-Evrópu stólinn fyrir dyrnar og úrslitakosti? Þessi spurning er rædd í Daily Telegraph í dag.

Leiðarar

Hættum óðagoti í samskiptum við ESB

David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, hefur lofað þjóðar­atkvæða­greiðslu um aðild Breta að ESB fyrir árslok 2017 fái hann umboð til að leiða ríkis­stjórn að loknum þingkosningum árið 2015. Breska ríkis­stjórnin hefur á stefnuskrá sinni að flytja vald frá Brussel til London eins það er kallað, það ...

Í pottinum

Hægri kanturinn er að taka frumkvæðið í umræðum um hrunið

Það er athyglisverður leiðari í Morgunblaðinu í dag sem er málefnalegt framlag til of lítilla umræðna á Íslandi um ástæður og orsakir bankahrunsins haustið 2008. Í öllum megindráttum er sú söguskýring, sem fram er sett í leiðaranum rétt, þ.e. um hina alþjóðlegu þróun á árunum fyrir hrun og hvernig e...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS