Föstudagurinn 20. maí 2022

Þriðjudagurinn 30. júlí 2013

«
29. júlí

30. júlí 2013
»
31. júlí
Fréttir

Manning sakfelldur vegna gagna til WikiLeaks - ekki sekur um „aðstoð við óvininn“

Bandarískur herdómari komst að þeirri niðurstöðu þriðjudaginn 30. júlí að Bradley Manning, hermaðurinn sem miðlaði gögnum til WikiLeaks, hefði ekki gerst sekur um aðstoð við óvini Bandaríkjanna en sakfelldi hann hins vegar fyrir njósnir. Manning var fundinn sekur um 20 ákæruatriði, þar af fimm sem ...

Greiningarskýrsla ríkislögreglu­stjóra: Alþjóða­væðing glæpastarfsemi á Íslandi eykst jafnt og þétt

Skýrsla ríkislögreglu­stjóra um skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum 2013 var birt þriðjudaginn 30. júlí. Þar er vikið að alþjóða­væðingu glæpastarfsemi hér á landi og talið að skipulagðir erlendir glæpahópar stundi fjárkúgun og hótanir í samfélögum útlendinga hér á landi, einkum meðal Pó...

Santander-banki græðir á tá og fingri

Tekjur stærsta banka í Evrópu, spænska Santander-bankans, jukust verulega á öðrum ársfjórðungi árið 2013. Þær hækkuðu um 1,05 milljarð evra en um 123 milljónir evra á sama tíma fyrir ári. Afkoman á síðasta ári réðst af 1,3 milljarða afskrift vegna taps á lánum á Spáni. Tekjur bankans hafa minnkað v...

Deutsche Bank tapar verulega á milli ára

Stjórnendur Deutsche Bank skýrðu þriðjudaginn 30. júlí frá verulegu tekjutapi bankans á öðrum ársfjórðungi 2013, hluthöfum hans til lítillar gleði. Sagt er að tapið megi að nokkru rekja til fjármuna sem lagðir hafa verið til hliðar vegna málaferla. Hagnaður Deutsche Bank minnkaði um tæp 50% á öðrum...

Ítalía: Fjárhagsstaða helztu banka veldur áhyggjum

Seðlabanki Ítalíu er að framkvæma könnun á fjárhagslegri stöðu helztu banka á Ítalíu sem getur leitt til þess að bankarnir verði að selja eignir eða grípa til annarra róttækra ráðstafana að sögn Wall Street Journal. Blaðið segir vaxandi áhyggjur meðal. eftirlitsaðila, fjárfesta og stjórnenda banka um stöðu bankanna vegna vaxandi vanskila.

Svíþjóð: Efnahagslægð gengin í garð

Efnahagslægð er gengin í garð í Svíþjóð. Á öðrum fjórðungi þessa árs minnkaði verg landsframleiðsla um 0,1% sem kom á óvart, þar sem búizt hafði verið við 0,1% vexti. Greinendur segja að þetta séu bráðabirgðtölur og ekki megi leggja of mikið upp úr þeim. Einn greinandi segir að sögn Guardian að ástæðan fyrir þessu sé minnkandi eftirspurn utanlands frá og vandamál á evru­svæðinu.

Ítalía: Dómur í einu mála gegn Berlusconi í dag-útilokaður frá stjórnmálum?

Talið er að dómur í einu af þeim málum, sem Silvio Berlusconi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu, hefur verið að fást við, falli í dag og er um að ræða síðasta dómstigið, sem hann gat áfrýjað til, þ.e. Hæstarétt Ítalíu. Falli dómurinn Berlusconi í óhag verður hann útilokaður frá afskiptum af stjórnmál...

Leiðarar

Mikilvægt álit EFTA-dómstólsins vegna Vítisengla

EFTA-dómstóllinn gaf fimmtudaginn 22. júlí ráðgefandi álit um spurningar frá Hæstarétti Íslands um rétt EES-borgara og aðstandenda þeirra til frjálsrar farar og dvalar á yfirráða­svæði aðildarríkjanna. Málið spratt af synjun íslenskra stjórnvalda á norskum vítisengli um landgöngu á Íslandi. Ákvörðu...

Í pottinum

Formaður fréttamanna: Fólk metur ekki ríkisútvarpið að verðleikum eftir lestur leiðara Morgunblaðsins

Elín Hirst (S) alþingis­maður gagnrýnir fréttastofu ríkisútvarpsins fyrir hlutdrægni í frétt um umræður á alþingi. Hún segist hafa gert athugasemd við fréttastofuna eftir að fréttin var lesin. „Ég kvartaði að sjálfsögðu við fréttastofuna og fréttin var leiðrétt að hluta. Rúv var eini fjölmiðillinn sem sýndi hlutdrægni (vandlætingu) í þessu máli.

Ríkis­stjórnin mun ekki fara að ráðum Þorsteins Pálssonar

Bjarni Benediktsson, fjármála­ráðherra segir um stöðuna í kjaramálum í viðtali við Morgunblaðið í dag: „Nú er það þannig með ákvörðun kjararáðs að hún er byggð á ákveðnum forsendum og ég held, að þær út af fyrir sig haldi, launaskriðsvandinn hafi miklu frekar verið á almenna vinnu­markaðnum heldur en hjá kjararáði.“

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS