Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Miðvikudagurinn 31. júlí 2013

«
30. júlí

31. júlí 2013
»
1. ágúst
Fréttir

Þýskaland: Heimilt að svipta leigjanda íbúð vegna reykinga hans

Héraðsdómstóllinn í Düsseldorf komst að þeirri niðurstöðu miðvikudaginn 31. júlí að íbúðar­eigandi í fjölbýlishúsi gæti vísað leigjanda sínum á dyr vegna reykinga hans. Dómarinn taldi hins vegar að virða bæri grundvallar­éttindi manna til að reykja innan veggja eigin heimilis. Í samræmi við þetta er h...

Frakkland: Göngufólk varað við kúm

Göngufólk í Frakklandi hefur verið varað við hættum af hópum kúa eftir að kýr drap 85 ára gamlan göngumann í Pýreneafjöllunum. Fjórir aðrir, þar af tvö börn, slösuðust. Í yfirlýsingu franskra stjórnvalda segir meðal annars: „Kýr eru ekki heimilisdýr.“

ESB hótar Færeyingum af nýjum þunga vegna síldveiða þeirra

Framkvæmda­stjórn ESB tilkynnti miðvikudaginn 31. júlí að ráðgjafa­nefnd hennar um fiskveiðar og fiskirækt hefði gefið jákvæða umsögn um tillögu sjávar­útvegs­stjóra ESB um refsiaðgerðir gegn Færeyingum vegna síldveiða þeirra. Maria Damanaki sjávar­útvegs­stjóri fagnaði umsögninni, hún veitti henni umboð ...

Faðir Snowdens á leið til Moskvu

Lon Snowden, faðir Edward Snowden, sem enn hefst við í flugstöðinni á Moskvuflugvelli er á leið til Rússlands að hitta son sinn að því er fram kemur á vefsíðu Moscow News. Faðirinn sagði sjónvarpsstöðinni Rossiya 24 að hann færi á eigin vegum og ræddi málið ekki við FBI, bandarísku alríkislög­regluna.

Moskva: Sobyanin 61%-Navalny 10%

Ný skoðanakönnun, sem sagt er frá í Moscow News bendir til þess að Sobyanin, borgar­stjóri Moskvuborgar njóti stuðnings 61% Moskvubúa í borgar­stjórnar­kosningunum, sem fram fara snemma í september. Alexei Navalny, bloggari og lög­fræðingur, sem er einn frambjóðenda nýtur skv.

Spánn: Rajoy gerir þinginu grein fyrir afstöðu sinni til ásakana Bárcenas á morgun

Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra Spánar mun koma fyrir spænska þingið á morgun, fimmtudag og gera grein fyrir sínum sjónarmiðum varðandi alvarlegar ásakanir um að flokkur hans, Lýð­flokkurinn, hafi brotið lög um fjármál stjórnmála­flokka.

Eurostat: Lítilsháttar lækkun atvinnuleysis milli maí og júní

Nýjar tölur Eurostat (Hagstofu ESB) sýna lítilsháttar lækkun í fjölda atvinnulausra að því er fram kemur í brezka blaðinu Guardian. Atvinnulausum innan ESB í heild fækkaði milli maí og júní um 32 þúsund og innan evru­svæðisns um 24 þúsund. Í samanburði við júní 2012 hefur atvinnulausum innan ESB hins vegar fjölgað um 1080 þúsund og innan evru­svæðisins um 1129 þúsund.

Bretland: Tillögur um að innflytjendur njóti ekki velferðarkerfis fyrstu tvö ár

Nú eru uppi hugmyndir í Bretlandi um að útiloka innflytjendur frá því að njóta góðs af brezka velferðarkerfinu í fyrstu tvö árin eftir að þeir flytja til landsins. Samkvæmt fréttum Daily Telegraph koma þær frá hugveitu, sem nefnist Demos og blaðið lýsir sem vinstri sinnaðri.

Leiðarar

Viðhorf í Evrópu til frjálsra fólksflutninga eru að harðna

Það er augljóst af fréttum frá Evrópu að viðhorf einstakra aðildarríkja Evrópu­sambandsins til frjálsra fólksflutninga landa í milli eru að harðna. Þetta kemur skýrast fram í Bretlandi en þvi fer fjarri, að vandinn sé einskorðaður við Bretland. Óeirðir í úthverfum Stokkhólmsborgar fyrir nokkru sýndu að ekki er allt með felldu í Svíaríki.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS