« 8. ágúst |
■ 9. ágúst 2013 |
» 10. ágúst |
Gíbraltar: Ekkert spennufall í samkiptum Breta og Spánverja - bresk herskip á leið til Gíbraltar
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að stjórn sín muni stíga öll „lögmæt og hæfileg skref“ eftir að Bretar ákváðu að senda herskip í heimsókn til Gíbraltar.
Haglél veldur tjóni á þúsundum nýrra Volkswagen bíla
Þúsundir nýrra bíla frá Volkswagen sem stóðu við bílasmiðjur fyrirtækisins í Wolfsburg urðu fyrir tjóni í lok júlí þegar gerði mikið haglél. Fyrirtækið segir að þetta valdi töfum á afgreiðslu nýrra bíla til viðskiptavina og biður þá að sýna þolinmæði. Í haglélinu seinni hluta júlí voru sum höglin á stærð við golfkúlur þegar þau komu til jarðar.
Eiffel-turninum lokað af ótta við hryðjuverk
Eiffel-turninum var lokað í tvær klukkustundir síðdegis föstudaginn 9. ágúst af ótta við hryðjuverk. Ekki er óalgengt að haft sé í hótunum um óhæfuverk við fræga franska ferðamannastaði en viðbrögðin nú er óvenjulega snörp vegna viðvarana frá Bandaríkjunum um hættu á hryðjuverkum um heim allan. Í ...
Kýpur: Gefa út vegvísi um afnám gjaldeyrishafta-tekur nokkur ár
Stjórnvöld á Kýpur hafa gefið út vegvísi um afnám gjaldeyrishafta í landinu að því er fram kemur á euobserver, en það mun taka nokkur ár, segir vefmiðillinn. Þessi vegvísir var gefinn út í gær af fjármálaráðuneytinu. Fyrstu þrír kaflar vegvísisins snúast um meðferð fjármuna innan Kýpur en sá fjórði um frjálst flæði fjármagns yfir landamæri.
Holland: Mótmælaaðgerðir-verulegur stuðningur við brottför af evrusvæðinu
Í gær efndu verkalýðssamtök í Hollandi til mótmælaaðgerða fyrir utan þinghúsið. Tilefnið var að mótmæla niðurskurði og aðhaldsaðgerðum á fjárlögum næsta árs til þess að halda fjárlagahallanum undir þeim 3%, sem ESB kveður á um. Financial Times segir ekki ljóst hvort ríkisstjórnin hafi afl til þess á þingi að fá þann niðurskurð samþykktan.
Brezk herskip heimsækja Gíbraltar
Brezk herskip eru nú að leggja af stað til Miðjarðarhafs með viðkomu í Gíbraltar að því er fram kemur í Daily Telegraph. Um er að ræða þrjú skip sem þangað koma, Heimsókn þeirra vekur athygli vegna þeirrar hörðu deilu,sem upp er komin á milli Spánverja og Breta um Gíbraltar. Ráðherra Gíbraltar hefur óskað eftir slíkri heimsókn.
Það skiptir máli að standa við sannfæringu sína
Þeir stjórnmálamenn eru færri sem standa við sannfæringu sína. Fleiri hneigjast til tækifærismennsku og að fljóta með straumnum. Þeir síðarnefndu komast stundum betur af í núinu ef svo má að orði komast og njóta dægurvinsælda en þegar upp er staðið verður dómur sögunnar sá, að þeir skipta engu máli.
IPA-styrkir: Veit ríkisstjórnin ekki hvað hún vill?
Ætli núverandi ríkisstjórn eigi eitthvað erfitt með að vita hvað hún vill?