Föstudagurinn 5. mars 2021

Laugardagurinn 10. ágúst 2013

«
9. ágúst

10. ágúst 2013
»
11. ágúst
Fréttir

Þjóðverjar óttast aðför framkvæmda­stjórnar ESB að merkinu Made in Germany

Þjóðverjar óttast að nýjar ESB-reglur muni grafa undan framleiðslumerkinu +Made in Germany+ og þar með gæðum og viðskiptavild sem hefur tekið marga áratugi að afla.

Þjóðaröryggis­stofnunin NSA beindi sérstakri athygli að utanríkis­stefnu ESB og Þýskalands

Der Spiegel segir laugardaginn 10. ágúst að Evrópu­sambandið sé undir sérstakri smásjá hjá Þjóðaröryggis­stofnun Bandaríkjanna (NSA) og reisir fullyrðingu sína á skjölum frá bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden. Í vinnuskýrslu frá apríl 2013 kemur fram að utanríkis­stefna ESB, alþjóða­viðskipti og...

Obama reynir að snúa vörn í sókn vegna ásakana um net- og símanjósnir

Barack Obama Bandaríkja­forseti segir að hann vilji vinna að því með Bandaríkjaþingi að breyta eftirliti með Þjóðaröryggis­stofnun Bandaríkjanna (NSA). Hann sagði á blaðamannafundi föstudaginn 9. ágúst að nýjar aðgerðir sem hann væri með á prjónunum mundu endurvekja traust Bandaríkjamanna í garð njósn...

Danmörk: Danski þjóða­flokkurinn sækir fram-Íhalds­flokkurinn í vörn

Berlingske Tidende birtir í dag greiningu á skoðanakönnunum sumarsins í Danmörku og kemst að þeirri niðurstöðu að Danski þjóða­flokkurinn sæki fram en að Íhalds­flokkurinn eigi undir högg að sækja.

Norður-Írland: Óeirðir í Belfast-26 lög­reglumenn særðust

Tuttugu og sex lög­reglumenn særðust í óeirðum í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi, þegar stuðningsmenn brezku krúnunnar efndu til mótmæla í miðborg Belfast vegna umdeildrar göngu lýðveldissinna. Fimm lög­reglumannanna þurftu að fara á sjúkrahús og Irish Times segir að fréttir hafi borizt af því að almennir borgarar hafi einnig særst.

Frakkland: Grímuklæddir bændur aka um borgir og bæi og henda 100 þúsund eggjum á dag á götur-mótmæla offramleiðslu og lágu verði

Bændur í norðvestur hluta Frakklands eru byrjaðir að eyðileggja egg í stórum stíl. Um 40 eggjaframleiðendur hafa keyrt um næsta nágrenni sitt og hent um 100 þúsund eggjum á dag á götur nokkurra bæja og borga til þess að mótmæla því sem þeir telja vera óviðunandi viðskiptaumhverfi.

Leiðarar

Dapurlegur eftirleikur íhlutunar Seðlabanka Evrópu

Þess var minnst í Frakklandi föstudaginn 9. ágúst að sex ár voru liðin frá því að franski bankinn BNP Paribas greip til þess örþrifaráðs að loka á úttektir af ótta við að annars mundi hann riða til falls. Hinn 9. ágúst 2007 sáust þess því greinileg merki að lánakreppan á húsnæðis­markaði í Bandaríkju...

Í pottinum

Huang Nubo hefur verið svarað - veit Halldór Jóhannsson ekki um það - eða Morgunblaðið?

Morgunblaðið birtir enn eina innantómu fréttina um Huang Nubo, kínverska auðmanninn og fjárfestinn, laugardaginn 10. ágúst. Hún er eins og aðrar slíkar fréttir reist á samtali við Halldór Jóhannsson, íslenskan umboðsmann Huangs, sem blaðið segir að vísu að sé Jónsson. Nú er fréttapunkturinn sá að...

Hvað gera sjálfstæðar þjóðir?-Þær borga sjálfar fyrir þau verk, sem þær vilja láta vinna

Fréttastofa RÚV hefur verið mjög upptekin af IPA-styrkjunum, sem koma ekki til Íslands síðustu tvo sólarhringa. Það er gott.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS