« 9. ágúst |
■ 10. ágúst 2013 |
» 11. ágúst |
Þjóðverjar óttast aðför framkvæmdastjórnar ESB að merkinu Made in Germany
Þjóðverjar óttast að nýjar ESB-reglur muni grafa undan framleiðslumerkinu +Made in Germany+ og þar með gæðum og viðskiptavild sem hefur tekið marga áratugi að afla.
Þjóðaröryggisstofnunin NSA beindi sérstakri athygli að utanríkisstefnu ESB og Þýskalands
Der Spiegel segir laugardaginn 10. ágúst að Evrópusambandið sé undir sérstakri smásjá hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) og reisir fullyrðingu sína á skjölum frá bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden. Í vinnuskýrslu frá apríl 2013 kemur fram að utanríkisstefna ESB, alþjóðaviðskipti og...
Obama reynir að snúa vörn í sókn vegna ásakana um net- og símanjósnir
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að hann vilji vinna að því með Bandaríkjaþingi að breyta eftirliti með Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA). Hann sagði á blaðamannafundi föstudaginn 9. ágúst að nýjar aðgerðir sem hann væri með á prjónunum mundu endurvekja traust Bandaríkjamanna í garð njósn...
Danmörk: Danski þjóðaflokkurinn sækir fram-Íhaldsflokkurinn í vörn
Berlingske Tidende birtir í dag greiningu á skoðanakönnunum sumarsins í Danmörku og kemst að þeirri niðurstöðu að Danski þjóðaflokkurinn sæki fram en að Íhaldsflokkurinn eigi undir högg að sækja.
Norður-Írland: Óeirðir í Belfast-26 lögreglumenn særðust
Tuttugu og sex lögreglumenn særðust í óeirðum í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi, þegar stuðningsmenn brezku krúnunnar efndu til mótmæla í miðborg Belfast vegna umdeildrar göngu lýðveldissinna. Fimm lögreglumannanna þurftu að fara á sjúkrahús og Irish Times segir að fréttir hafi borizt af því að almennir borgarar hafi einnig særst.
Dapurlegur eftirleikur íhlutunar Seðlabanka Evrópu
Þess var minnst í Frakklandi föstudaginn 9. ágúst að sex ár voru liðin frá því að franski bankinn BNP Paribas greip til þess örþrifaráðs að loka á úttektir af ótta við að annars mundi hann riða til falls. Hinn 9. ágúst 2007 sáust þess því greinileg merki að lánakreppan á húsnæðismarkaði í Bandaríkju...
Huang Nubo hefur verið svarað - veit Halldór Jóhannsson ekki um það - eða Morgunblaðið?
Morgunblaðið birtir enn eina innantómu fréttina um Huang Nubo, kínverska auðmanninn og fjárfestinn, laugardaginn 10. ágúst. Hún er eins og aðrar slíkar fréttir reist á samtali við Halldór Jóhannsson, íslenskan umboðsmann Huangs, sem blaðið segir að vísu að sé Jónsson. Nú er fréttapunkturinn sá að...
Hvað gera sjálfstæðar þjóðir?-Þær borga sjálfar fyrir þau verk, sem þær vilja láta vinna
Fréttastofa RÚV hefur verið mjög upptekin af IPA-styrkjunum, sem koma ekki til Íslands síðustu tvo sólarhringa. Það er gott.