« 12. ágúst |
■ 13. ágúst 2013 |
» 14. ágúst |
Kýpur: Seðlabankastjórinn segir of seint hafa verið sótt um neyðarlán
Kýpverjar hefðu átt að biðja ESB fyrr um aðstoð, strax á árinu 2011 til að komast hjá hinum harkalegu skilmálum sem reikningseigendur í bönkum Kýpur hafa mátt þola sagði Panicos Demetriades, seðlabankastjóri landsins, þriðjudaginn 13. ágúst. Afskriftir kýpverskra banka vegna viðskipta í Grikklandi n...
Ríkisstjórn Tékklands biðst lausnar
Jiri Rusnok, forsætisráðherra Tékklands, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt þriðjudaginn 13. ágúst þegar tæp vika var liðin frá því að þing Tékklands hafnaði tillögu um að lýsa trausti á ríkisstjórninni. Talið er að þing verði rofið og boðað fljótlega til kosninga í Tékklandi. Milos Zeman Té...
Grikkir vilja lægra gasverð frá Rússlandi-borga 30% hærra verð en að meðaltali í Evrópulöndum
Grikkir hafa farið fram á það við Rússa að þeir lækki verð á gasi, sem þeir kaupa frá Rússlandi. Samkvæmt samningi sem Grikkir eru með við Gazprom og rennur út á árinu 2016 borga Grikkir 30% hærra verð fyrir gas en greitt er að meðaltali í Evrópulöndum.
Oslóarborg bannar myndatökur Apple með drónum af öryggisástæðum
Oslóarborg hefur bannað Apple fyrirtækinu að taka ljósmyndir úr lofti af borginni með drónum af öryggisástæðum vegna þess að skoða má stjórnarbyggingar af nákvæmni á slíkum myndum. Frá þessu segir euobserver og byggir á Aftenposten.
Seðlabanki Evrópu: Ekkert ríki í öruggu skjóli vegna evrukreppunnar
Í nýrri skýrslu, sem unnin hefur verið á vegum Seðlabanka Evrópu og út kom í gær er því haldið fram, að ekkert ríki sé í öruggu skjóli fyrir evrukreppunni. Samkvæmt fréttum euobserver um þessa skýrslu virðist hún snúast um áhrif einstakra atburða og fjölmiðlaumfjöllunar á þróun efnahagsmála í ýmsum löndum.
Þýzkaland: Jafnaðarmenn saka Merkel um að ljúga að kjósendum um Grikkland
Talsmaður jafnaðarmanna í Þýzkalandi í ríkisfjármálum, Carsten Schneider, sakaði Angelu Merkel í gær um að villa um fyrir kjósendum um hina raunverulegu stöðu mála í Grikklandi og sagði að fólk mundi vakna upp við vondan draum að kosningum loknum. Schneider sagði Merkel ljúga að kjósendum fyrir kosningar um nauðsyn viðbótar aðstoðar við Grikki.
Stækkunardeild ESB hættir forgangsröðun við gerð íslenskra fjárlaga
Umræðurnar um IPA-styrkina sem stækkunardeild ESB veitir hafa farið út um víðan völl eins og við var að búast.
Hvað varð um Árna Pál?-Af hverju er hann horfinn?
Sumarið getur verið hættulegur tími fyrir stjórnmálamenn. Það kemur lægð yfir pólitíkina en harkan stundum þeim mun meiri, þegar komið er til starfa á ný að sumarleyfum loknum. Þessu er Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins að kynnast um þessar mundir en öll spjót standa nú á honum innan flokks hans vegna lakara gengis flokksins í könnunum en áður.