« 14. ágúst |
■ 15. ágúst 2013 |
» 16. ágúst |
Merkel gefur Cameron undir fótinn í ESB-málum - vill ræða þau á nýjan hátt eftir kosningar
Líklegt er talið að í haust láti ríkisstjórnir ýmissa ESB-ríkja í ljós áhuga á að ræða endurheimtu á ákvörðunarvaldi í málefnum þjóða sinna frá Brussel til eigin höfuðborga.
Stærsta snekkja heims skapar þáttaskil í skipasögunni
Sheikh Khalifa bin Zayed al-Nayan, forseti Sameinuðu arabísku furstadæmana og emír í Abu Dhabi, hefur látið smíða fyrir sig stærstu einka-snekkju heims.
Lenovo hagnast gífurlega - ætlar að selja 50 milljónir snjallsíma á einu ári
Lenovo Group í Kína hefur hagnast gífurlega á fyrsta fjórðungi reikningsárs síns sem hófst í apríl. Talið er að fyrirtækið hafi tryggt sér einstaklega góða markaðsstöðu með því að hætta framleiðslu á borðtölvum á hárréttum tíma.
Norður-Íshaf breytir um svip - ísinn verður dökkur
Fyrir fáeinum árum var ísinn í Norður-Íshafi hvítur og endurkastaði birtu. Nú hefur þetta breyst og er talið hafa langvarandi áhrif á loftslag jarðar. Vegna minna endurkasts varpar ísinn ekki sólargeislum frá sér út í geiminn, í staðinn bræða geislarnir ísinn. Mjög nákvæmar athuganir á myndum úr gervitunglum sýna að endurkastið hefur minnkað um 15% frá því fyrir 30 árum.
Mærsk McKinney Møller, stærsta gámaskip heims, á leið til Danmerkur
Stærsta gámaskip heims, Mærsk McKinney Møller, er nú á siglingu undan Atlantshafsströnd Frakklands á rúmlega 19 hnúta hraða í jómfrúarferð til hafna í Evrópu.
Moskva: Sobyanin með 53-55% fylgi-Navalny með 8-9%
Sergei Sobyanin, borgarstjóri í Moskvu, nýtur nú fylgis um 53-55% kjósenda í borgarstjórakosningum, sem þar fara fram hinn 8. september n.k. að því er fram kemur á vefsíðu Moscow News, skv. nýrri könnun. Úrtakið var 1200 manns. Það eru fimm aðrir framvbjóðendur þar á meðal Alexei Navalny, sem fyr...
Mikill vöxtur í Norður-Noregi vegna aðgengis að auðlindum og nýtingu þeirra
Mikill vöxtur er í efnahagslegum umsvifum í Norður-Noregi að því er fram kemur á Barents Observer. Það er fyrst og fremst aðgangur að auðlindum og nýting þeirra, sem skýrir þann vöxt. Nýir olíu- og gasfundir hafa leitt til aukinna umsvifa í olíuiðnaði, sem leiðir svo út í tengdar greinar. Þá eru líkur á aukningu í fiskeldi. Verð á eldislaxi er hátt og horfur á mörkuðum góðar á næstu mánuðum.
Portúgal: Verg landsframleiðsla jókst um 1,1%-Kom á óvart
Verg landsframleiðsla Portúgals jókst um 1,1% á öðrum fjórðungi þessa árs að því er fram kemur í spænska dagblaðinu El País. Blaðið segir að þessar tölur hafi komið á óvart en þær voru birtar í gær.
Ekathimerini: Batinn á evrusvæðinu nær ekki til suðurhlutans
Gríski vefmiðillinn, ekathimerini, fjallar í dag um batnandi horfur á evrusvæðinu og byggir á Reuter en vekur athygli á því að þær nái ekki til suðurhluta svæðisins. Grikkland sé á sjötta ári efnahagslegs samdráttar og í lok þessa árs hafi verg landsframleiðsla minnkað um fjórðung frá upphafi kreppunnar. Á Kýpur hafi verg landsframleiðsla minnkað um 1,4% á öðrum fjórðungi.
Einum sólarhring eftir að Evrópuvaktin sagði frá fyrirhuguðum kvöldverðarfundi Baracks Obama Bandaríkjaforseta með forsætisráðherrum Norðurlanda í Stokkhólmi í byrjun september birtist fréttin um fundinn á vefsíðunni ruv.is og er þar vísað til fréttatilkynningar frá danska forsætisráðuneytinu. Þegar...
Hvers vegna á RÚV ekki ítarlegt viðtal við Vigdísi Hauksdóttur?
Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, vekur vaxandi athygli fyrir óhefðbundinn málflutning þar á meðal um Ríkisútvarpið. Hvernig væri pólitíkin ef allir stjórnmálamenn töluðu eins? Leiðinleg. Hins vegar eru viðbrögð RÚV umhugsunarefni.