« 15. ágúst |
■ 16. ágúst 2013 |
» 17. ágúst |
Breska ríkisstjórnin vill tafarlaus afskipti ESB af Gíbraltardeilunni
Breska ríkisstjórnin hefur óskað eftir að ESB sendi „tafarlaust“ fulltrúa sína til Gíbraltar til að „safna gögnum“ um herta landamæravörslu Spánverja.
Merkel á beinu brautinni samkvæmt nýjum könnunum - NSA-málið léttvægt
Þegar fimm vikur eru til þingkosninga í Þýskalandi virðist Angela Merkel kanslari á sigurbraut. Framtíð ríkisstjórnarinnar ræðst af fylgi frjálsra demókrata (FDP), hvort þeir komist yfir 5% þröskuldinn.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði við fréttastofu ríkisútvarpsins að kvöldi föstudags 16. ágúst að hann sæi ekkert „endilega“ fyrir sér að boðað yrði til atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu eftir að boðaðri úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun sambandsins væri lokið. Í stjórnar...
FAZ: Áhætta Þjóðverja vegna evrusvæðis nemur 122 milljörðum evra
Áhætta Þjóðverja vegna björgunaraðgerða á evrusvæðinu er meiri en fram hefur komið að því er euobserver segir. Opinberlega hafa stjórnvöld í Þýzkalandi sagt að þessi áhætta nemi 95,3 milljöðrum evra en Frankfurter Algemeine Zeitung segir að þessi upphæð nemi 122 milljörðum evra.
Spánn: Ágreiningur innan Lýðflokksins um viðbrögð vegna Bárcenas-málsins
Spænska dagblaðið El País segir að ágreiningur sé kominn upp innan Lýðflokksins á Spáni um það hvernig taki eigi á þeim ásökunum, sem fyrrverandi gjaldkeri flokksins Bárcenas hefur sett fram en Rajoy, forsætisráðherra neitað. Sumir innan flokksins vilja endurnýja hann frá grunni en aðrir vilja fara hægar í sakirnar.
Óformlegar viðræður um aðild sjálfstæðs Skotlands að NATÓ
Fulltrúar skozku heimastjórnarinnar áttu í júlí óformlegar viðræður við forráðamenn Atlantshafsbandalagsins um hugsanlega aðild sjálfstæðs Skotlands að bandalaginu að því er fram kemur í The Scotsman. Fulltrúar NATO sögðu að Skotland yrði fyrst að leysa óleyst deilumál varðandi hernaðarlega þætti eða landsvæði við önnur aðildarríki.
Úkraína: Útflytjendur segja Rússa hafa hafið viðskiptastríð
Fyrirtæki í Úkraínu saka rússneska tollverði um að mismuna innflutningi frá ÚKraínu með auknu eftirliti, sem taki mikinn tíma og geti leitt milljarða dollara tap yfir úkraínsku fyrirtækin.
Holland: Lækkandi fasteignaverð-30% heimila með neikvæðan höfuðstól-minnkandi neyzla
Verg landsframleiðsla Hollands minnkaði um 0,2% á öðrum fjórðungi ársins og hefur þá dregizt saman fjóra ársfjórðunga í röð að því er fram kemur í Financial Times. Útflutningur Hollendinga gengur vel en neyzla heima fyrir hefur dregizt saman vegna lækkandi fasteignaverðs, 7% atvinnuleysis og vaxandi aðhaldsaðgerða stjórnvalda.
Rússland lætur fyrir sér fara á ný
Rússland hefur lengi haft sérstöðu meðal Evrópuríkja og gerir enn og ekki bara vegna þeirrar landfræðilegu legu að ríkið spannar bæði Evrópu og Asíu. Rússar hafa oftar en ekki staðið í illdeilum við nágranna sína, sem sumir fræðimenn rekja til öryggisleysis þjóðarinnar vegna endurtekinna stórinnrása, sem Napólen og Hitler eru skýrasta dæmið um.
Borgarstjórnarkosningar: Tangarsókn úr tveimur áttum
Úrslit þingkosninganna í vor bentu til þess að Vinstri grænir hefðu möguleika á að taka við því forystuhlutverki, sem Samfylkingin hefur haft á vinstri kantinum. Enn hefur ekkert gerzt sem breytir þessari mynd og raunar hefur frammistaða Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG í opinberum umræðum frá kosningum fremur styrkt rökin fyrir þessari skoðun.