Mánudagurinn 25. janúar 2021

Föstudagurinn 16. ágúst 2013

«
15. ágúst

16. ágúst 2013
»
17. ágúst
Fréttir

Breska ríkis­stjórnin vill tafarlaus afskipti ESB af Gíbraltardeilunni

Breska ríkis­stjórnin hefur óskað eftir að ESB sendi „tafarlaust“ fulltrúa sína til Gíbraltar til að „safna gögnum“ um herta landamæravörslu Spánverja.

Merkel á beinu brautinni samkvæmt nýjum könnunum - NSA-málið léttvægt

Þegar fimm vikur eru til þingkosninga í Þýskalandi virðist Angela Merkel kanslari á sigurbraut. Framtíð ríkis­stjórnar­innar ræðst af fylgi frjálsra demókrata (FDP), hvort þeir komist yfir 5% þröskuldinn.

Utanríkis­ráðherra: Það stendur ekkert í stjórnar­sáttmálanum að það eigi að boða til þjóðar­atkvæða­greiðslu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra sagði við fréttastofu ríkisútvarpsins að kvöldi föstudags 16. ágúst að hann sæi ekkert „endilega“ fyrir sér að boðað yrði til atkvæða­greiðslu um aðild að Evrópu­sambandinu eftir að boðaðri úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun sambandsins væri lokið. Í stjórnar...

FAZ: Áhætta Þjóðverja vegna evru­svæðis nemur 122 milljörðum evra

Áhætta Þjóðverja vegna björgunaraðgerða á evru­svæðinu er meiri en fram hefur komið að því er euobserver segir. Opinberlega hafa stjórnvöld í Þýzkalandi sagt að þessi áhætta nemi 95,3 milljöðrum evra en Frankfurter Algemeine Zeitung segir að þessi upphæð nemi 122 milljörðum evra.

Spánn: Ágreiningur innan Lýð­flokksins um viðbrögð vegna Bárcenas-málsins

Spænska dagblaðið El País segir að ágreiningur sé kominn upp innan Lýð­flokksins á Spáni um það hvernig taki eigi á þeim ásökunum, sem fyrrverandi gjaldkeri flokksins Bárcenas hefur sett fram en Rajoy, forsætis­ráðherra neitað. Sumir innan flokksins vilja endurnýja hann frá grunni en aðrir vilja fara hægar í sakirnar.

Óformlegar viðræður um aðild sjálfstæðs Skotlands að NATÓ

Fulltrúar skozku heima­stjórnar­innar áttu í júlí óformlegar viðræður við forráðamenn Atlantshafsbandalagsins um hugsanlega aðild sjálfstæðs Skotlands að bandalaginu að því er fram kemur í The Scotsman. Fulltrúar NATO sögðu að Skotland yrði fyrst að leysa óleyst deilumál varðandi hernaðarlega þætti eða land­svæði við önnur aðildarríki.

Úkraína: Útflytjendur segja Rússa hafa hafið viðskiptastríð

Fyrirtæki í Úkraínu saka rússneska tollverði um að mismuna innflutningi frá ÚKraínu með auknu eftirliti, sem taki mikinn tíma og geti leitt milljarða dollara tap yfir úkraínsku fyrirtækin.

Holland: Lækkandi fasteignaverð-30% heimila með neikvæðan höfuðstól-minnkandi neyzla

Verg landsframleiðsla Hollands minnkaði um 0,2% á öðrum fjórðungi ársins og hefur þá dregizt saman fjóra ársfjórðunga í röð að því er fram kemur í Financial Times. Útflutningur Hollendinga gengur vel en neyzla heima fyrir hefur dregizt saman vegna lækkandi fasteignaverðs, 7% atvinnuleysis og vaxandi aðhaldsaðgerða stjórnvalda.

Leiðarar

Rússland lætur fyrir sér fara á ný

Rússland hefur lengi haft sérstöðu meðal Evrópu­ríkja og gerir enn og ekki bara vegna þeirrar landfræðilegu legu að ríkið spannar bæði Evrópu og Asíu. Rússar hafa oftar en ekki staðið í illdeilum við nágranna sína, sem sumir fræðimenn rekja til öryggisleysis þjóðar­innar vegna endurtekinna stórinnrása, sem Napólen og Hitler eru skýrasta dæmið um.

Í pottinum

Borgar­stjórnar­kosningar: Tangarsókn úr tveimur áttum

Úrslit þingkosninganna í vor bentu til þess að Vinstri grænir hefðu möguleika á að taka við því forystuhlutverki, sem Samfylkingin hefur haft á vinstri kantinum. Enn hefur ekkert gerzt sem breytir þessari mynd og raunar hefur frammistaða Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG í opinberum umræðum frá kosningum fremur styrkt rökin fyrir þessari skoðun.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS