Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Mánudagurinn 19. ágúst 2013

«
18. ágúst

19. ágúst 2013
»
20. ágúst
Fréttir

Sjálfstæðis­flokkurinn: Þing­flokksformann og formann utanríkis­mála­nefndar alþingis greinir á um ESB-stefnuna

Ágreiningur er milli flokksystkinanna Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, formanns þing­flokks sjálfstæðis­manna, og Birgis Ármannssonar, formanns utanríkis­mála­nefndar alþingis, um hvernig haldið skuli á ESB-málinu. Þing­flokksformaðurinn telur að landsfundur sjálfstæðis­manna hafi ályktað um að efnt skuli til þjóðar­atkvæða­greiðslu um ESB-aðildar­viðræðurnar.

Bergbrot í leit að gasi leiðir til haðnandi mótmæla í Bretlandi

Mótmæli gegn bergbroti (fracking) neðanjarðar í leit að olíu og gasi harðna í Bretlandi.

Spánn: Mikill vandi banka vegna gjaldþrota heimila og fyrirtækja

Spænska bankakerfið hefur enn orðið fyrir áfalli vegna þess að vanskilaskuldir halda áfram að hækka og hafa aldrei verið hærri en í lok júní vegna fjölgunar gjaldþrota heimila og fyrirtækja.

Grikkland: Formaður einkavæðingar­nefndar ríkisins rekinn

Formaður einkavæðingar­nefndar Grikklands hefur verið rekinn. Yannis Stournaras fjármála­ráðherra hvatti Stelios Stavridis til að segja af sér eftir að fréttir bárust um að hann hefði ferðast með flugvél í eigu kaupsýslumanns sem keypti veðmála­fyrirtækið Opap af ríkinu.

Þýzkaland: Hagnaður Þjóðverja af evrukreppunni nemur 41 milljarði evra

Þjóðverjar hagnast á evrukreppunni um 41 milljarð evra á fjórum árum að því er fram kemur í þýzka tímaritinu Der Spiegel, sem byggir á tölum frá þýzka fjármála­ráðuneytinu. Þetta stafar af því að eftirspurn eftir þýzkum ríkisskulda­bréfum hefur verið svo mikil, að hún hefur leitt til vaxta­lækkunar, sem skilar sér í ríkis­sjóð með þessum hætti.

Valkostur fyrir Þýzkaland getur ógnað samstarfi Kristilegra og frjálsra demókrata

Valkostur fyrir Þýzkaland, nýr stjórnmála­flokkur, sem býður fram í þingkosningunum í Þýzkalandi í september, hvetur til þess í kosningabaráttunni þar að Miðjarðarhafslöndin gangi úr evru­samstarfinu.

Bild: Al-kaída undirbýr árásir á ofurhraðlestir í Evrópu

Al-kaída hryðjuverkamenn undirbúa árás á ofurhraðlestir í Evrópu.

Brezk herskip komu til Gíbraltar í morgun-ögrun segja Spánverjar

Brezk herskip komu til Gíbraltar í morgun til áætlaðra æfinga eins og það er orðað í frétt Reuters en þar hefur verið mikil spenna yfir helgina vegna mótmælaaðgerða spænskra fiskimanna. Á Spáni líta sumir á komu herskipanna sem ögrun að sögn Reuters. Það er herskipið Westminster, sem þar er á ferð ásamt tveimur smærri herskipum.

Leiðarar

Hvað kemur Bretum Gíbraltar við?

Sumir sagn­fræðingar halda því fram, að það hafi verið innbyggt í Versalasamningana, sem gerðir voru eftir fyrri heimsstyrjöldina að tryggja áframhaldandi yfirráð gömlu nýlenduveldanna í Evrópu yfir löndum og landsvæðum í öðrum heimsálfum.

Í pottinum

Skóla­bókardæmi stjórnar­flokkanna um hvernig á að klúðra málum

Vilji menn fá í hendur skóla­bókardæmi um það hvernig ríkis­stjórnir klúðra málum blasir það við þessa dagana í þeim vitlausu yfirlýsingum, sem komið hafa frá einstökum ráðherrum um aðildarumsóknina að ESB og þjóðar­atkvæða­greiðsluna og því rifrildi, sem er að hefjast á milli stjórnar­flokkanna um það mál.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS