« 18. ágúst |
■ 19. ágúst 2013 |
» 20. ágúst |
Ágreiningur er milli flokksystkinanna Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, formanns þingflokks sjálfstæðismanna, og Birgis Ármannssonar, formanns utanríkismálanefndar alþingis, um hvernig haldið skuli á ESB-málinu. Þingflokksformaðurinn telur að landsfundur sjálfstæðismanna hafi ályktað um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarviðræðurnar.
Bergbrot í leit að gasi leiðir til haðnandi mótmæla í Bretlandi
Mótmæli gegn bergbroti (fracking) neðanjarðar í leit að olíu og gasi harðna í Bretlandi.
Spánn: Mikill vandi banka vegna gjaldþrota heimila og fyrirtækja
Spænska bankakerfið hefur enn orðið fyrir áfalli vegna þess að vanskilaskuldir halda áfram að hækka og hafa aldrei verið hærri en í lok júní vegna fjölgunar gjaldþrota heimila og fyrirtækja.
Grikkland: Formaður einkavæðingarnefndar ríkisins rekinn
Formaður einkavæðingarnefndar Grikklands hefur verið rekinn. Yannis Stournaras fjármálaráðherra hvatti Stelios Stavridis til að segja af sér eftir að fréttir bárust um að hann hefði ferðast með flugvél í eigu kaupsýslumanns sem keypti veðmálafyrirtækið Opap af ríkinu.
Þýzkaland: Hagnaður Þjóðverja af evrukreppunni nemur 41 milljarði evra
Þjóðverjar hagnast á evrukreppunni um 41 milljarð evra á fjórum árum að því er fram kemur í þýzka tímaritinu Der Spiegel, sem byggir á tölum frá þýzka fjármálaráðuneytinu. Þetta stafar af því að eftirspurn eftir þýzkum ríkisskuldabréfum hefur verið svo mikil, að hún hefur leitt til vaxtalækkunar, sem skilar sér í ríkissjóð með þessum hætti.
Valkostur fyrir Þýzkaland getur ógnað samstarfi Kristilegra og frjálsra demókrata
Valkostur fyrir Þýzkaland, nýr stjórnmálaflokkur, sem býður fram í þingkosningunum í Þýzkalandi í september, hvetur til þess í kosningabaráttunni þar að Miðjarðarhafslöndin gangi úr evrusamstarfinu.
Bild: Al-kaída undirbýr árásir á ofurhraðlestir í Evrópu
Al-kaída hryðjuverkamenn undirbúa árás á ofurhraðlestir í Evrópu.
Brezk herskip komu til Gíbraltar í morgun-ögrun segja Spánverjar
Brezk herskip komu til Gíbraltar í morgun til áætlaðra æfinga eins og það er orðað í frétt Reuters en þar hefur verið mikil spenna yfir helgina vegna mótmælaaðgerða spænskra fiskimanna. Á Spáni líta sumir á komu herskipanna sem ögrun að sögn Reuters. Það er herskipið Westminster, sem þar er á ferð ásamt tveimur smærri herskipum.
Hvað kemur Bretum Gíbraltar við?
Sumir sagnfræðingar halda því fram, að það hafi verið innbyggt í Versalasamningana, sem gerðir voru eftir fyrri heimsstyrjöldina að tryggja áframhaldandi yfirráð gömlu nýlenduveldanna í Evrópu yfir löndum og landsvæðum í öðrum heimsálfum.
Skólabókardæmi stjórnarflokkanna um hvernig á að klúðra málum
Vilji menn fá í hendur skólabókardæmi um það hvernig ríkisstjórnir klúðra málum blasir það við þessa dagana í þeim vitlausu yfirlýsingum, sem komið hafa frá einstökum ráðherrum um aðildarumsóknina að ESB og þjóðaratkvæðagreiðsluna og því rifrildi, sem er að hefjast á milli stjórnarflokkanna um það mál.