Laugardagurinn 28. maí 2022

Laugardagurinn 24. ágúst 2013

«
23. ágúst

24. ágúst 2013
»
25. ágúst
Fréttir

Heræfingar á Kólaskaga við landamæri Noregs og Finnlands

Um 1000 hermenn úr Norðurflota Rússlands taka nú þátt í heræfingum í Pechenga, sem liggur við landamæri Noregs og Finnlands. Við æfingarnar eru notaðir um 150 herbílar og tæki. Æfingarnar hófust sl.

Gíbraltar: Spænskir kafarar með fánann við steypublokkirnar

Liðsmenn úr spænsku lög­reglunni, köfuðu að steypublokkum, sem stjórnvöld á Gíbraltar hafa sökkt í námunda við klettinn til að búa til eins konar mangerð rif og tóku myndir af sjálfum sér við steypublokkirnar, við að mæla þær og skoða og sýndu þar spænska fánann. Myndir voru svo settar á Twitter.

Ítalía: Flutti verksmiðjuna til Póllands í sumarfríi starfsmanna

Eigandi verksmiðju á Norður-Ítalíu, sem framleiðir hluti í raftæki greip til óvenjulegra ráðstafana til að bjarga fyrirtækinu, sem afi hans stofnaði fyrir 50 árum. Hann kvaddi starfsfólkið, sem var að fara í sumarfrí og flutti síðan verksmiðjuna alla til Póllands án þess að þeir hefðu hugmynd um. Eigandinn sagðist ekki hafa átt annarra kosta völ.

Leiðarar

Enn neita ESB-aðildarsinnar að virða málefnaleg rök

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra hefur kynnt utanríkis­mála­nefnd alþingis lögfræðilega álitsgerð sem lýsir ráðherrann óbundinn af ályktun alþingis frá 16. júlí 2009 um aðildarumsókn að ESB; annar meirihluti sé nú á þingi. Ráðherrann segir í bréfi til utanríkis­mála­nefndar að í ljósi hins lögfr...

Í pottinum

Af hverju eiga stjórnmála­flokkar svona erfitt með að endurnýja sig?

Stjórnmála­flokkar og félagsmálahreyfingar þurfa að endurnýja sig og stefnumál sín með reglulegum hætti til að þess að fylgja sam­félagsþróuninni á hverjum tíma. Ríkjandi viðhorf breytast og fram koma nýjar kynslóðir með önnur sjónarmið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS