Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Þriðjudagurinn 27. ágúst 2013

«
26. ágúst

27. ágúst 2013
»
28. ágúst
Fréttir

Daimler hafði betur gagnvart franska ríkinu - lögbanni við sölu nýrra Mercedes Benz bíla aflétt

Æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands gaf þriðjudaginn 27. ágúst frönskum stjórnvöldum fyrirmæli um að fella niður bann við nýjum gerðum af Mercedes Benz-bifreiðum í Frakklandi. Bannið var sett til að koma í veg fyrir að bílar með gamla gerð af kælingarvökva yrðu seldir í Frakklandi. Daimler, framle...

Fyrrverandi Þýskalands­forseti sætir ákæru fyrir að hafa hyglað auðugum velgjörðarmanni - mælt með styrk fyrir greiðslu hótelreiknings

Christian Wulff, fyrrverandi forseta Þýskalands, hefur verið stefnt fyrir rétt vegna ýmissa ásakana sem urðu til þess að hann sagði af sér embætti. Mál hans verður tekið fyrir í Hannover og ber honum að svara til saka fyrir að hafa þegið greiða og veitt fyrir­greiðslu í staðinn segir í 14 blaðsíðna ákæruskali.

Aðeins 19% Norðmanna vilja aðild að ESB - um 70% á móti aðild - málið ekki á dagskrá eftir þingkosningarnar 9. september

Innan við 20% norskra kjósenda vilja að land þeirra verði aðili að Evrópu­sambandinu.

Sauli Niinistö: Aðild að NATÓ getur ekki komið í staðinn fyrir sterkar eigin varnir

Sauli Niinistö, forseti Finnlands, segir að aðild að Atlantshafsbandalaginu geti ekki komið í staðinn fyrir sterkar eigin varnir Finna. Þetta kom fram hjá forsetanum á fundi með finnskum sendiherrum í Helsinki. Niinistö sagði að núverandi tengsl Finnlands við Atlantshafsbandalagið hefði þjónað hagsmunum Finna. Til marks um það sé þátttaka í loft­eftirliti við Ísland, sem Nató hafi forystu um.

Í Moskvu er borgað fyrir þátttöku í mótmælum eða fjöldafundum

Í Moskvu er fólki borgað fyrir að taka þátt í mótmælaaðgerðum eða fjöldafundum. Frá þessu segir Moscow News sem lýsir undirbúningi slíkra aðgerða á þann veg, að fólk fái afhenta bréfmiða og sagt að geyma hann vel því að án hans fái enginn greitt að aðgerðum loklnum. Hinum meginn götunnar stendur annar hópur og þar segir einn þátttakenda: Þau eru fleiri en við. Ætli þau fái meira borgað?

Spánn: Rúmlega hálf milljón bíða eftir skurðaðgerðum

Áhrif fjármálakreppunnar á Spáni á heilbrigðiskerfið í landinu eru m.a. þau að nú bíða 571,395 einstaklingar eftir skurðaðgerðum sem er 6,4% aukning frá því fyrir ári og biðtími hefur lengst að meðaltali úr 76 dögum í 100 daga. Þetta eru verstu tölur, sem fram hafa komið frá því að farið var að hald...

Ítalía: Samkomulag um niðurskurð útgjalda

Ítalska ríkis­stjórnin samþykkti í gær aðgerðir til þess að draga úr opinberum útgjöldum. Þær snúast um að skera niður fjárframlög til bíla í opinberri eigu um 20%, að skera niður kaup á ráðgjöf, sem nema nú um 1,2 milljörðum evra á ári og jafnframt var ákveðið að breyta um 150 þúsund tímabundnum ráðningum í fastar.

Leiðarar

Leiðin til Washington er ekki um Brussel

Eftir að fokið var í öll skjól hjá ESB-aðildarsinnum á Íslandi gripu þeir til þess ráðs að hampa frí­verslunarviðræðum ESB og Bandaríkjanna. Látið er í veðri vaka að Íslendingar verði í skammarkróknum náist samningur um fríverslunar­svæði ESB og Norður-Ameríku, eina leiðin til að komast hjá því sé að ganga í Evrópu­sambandið. Þetta er mikil einföldun á öllu sem snertir þessar viðræður.

Í pottinum

Eygló Harðar­dóttir vísar veginn um lausn á húsnæðisvanda og gerð kjarasamninga

Eygló Harðar­dóttir, félags- og húsnæðismála­ráðherra, kemur á óvart. Hún er augljóslega einn helzti fulltrúi grasrótarinnar í sam­félaginu í ríkis­stjórn og gerir sér skýra grein fyrir hvar skórinn kreppir í daglegu lífi fólks. Í grein í Fréttablaðinu í dag segir ráðherrann: "Fjöldi fólks er á hrakhólum af því það fær ekki við­eigandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS