Miðvikudagurinn 3. mars 2021

Mánudagurinn 9. september 2013

Fréttir

Ítalía: Þing­nefnd ræðir hvort reka eigi Berlusconi af þingi

Nefnd í öldunga­deild ítalska þingsins ræðir nú hvort reka eigi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætis­ráðherra Ítalíu, brott af þingi eftir að hann var sakfelldur um skattsvik. Stuðningsmenn Berlusconis segja að brottrekstur hans kynni að fella ríkis­stjórnin.

Hugmynd um að Sýrlendingar afhendi SÞ efnavopn sín nýtur víðtæks stuðnings

Í frétt The New York Times mánudaginn 9. september segir að orð sem John Kerry, utanríkis­ráðherra Bandaríkjanna, virtist láta falla af tilviljun um að Sýrlendingar gætu komist hjá árás Bandaríkjamanna með því að láta af hendi efnavopn sín hafi vakið sterk jákvæð viðbrögð. Sameinuðu þjóðirnar, Þjóðve...

Borgara­flokkarnir sigra í Noregi

Borgara­flokkarnir fá meirihluta í norska stórþinginu ef marka má spár eftir að kjörstöðum var lokað mánudaginn 9. september klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Fjórir borgara­flokkar Hægri, Framfara­flokkurinn, Kristilegi þjóðar­flokkurinn og Venstre fá 92 þingmenn miðað við þessa útgönguspá en vinstri f...

DW: Horfið til Yekaterinburg

Í fréttaskýringu á vefsíðu Deutsche-Welle, þýzku fréttastofunnar eru þeir, sem vilja rýna í stöðuna í rússneskum stjórnmálum hvattir til að líta fremur til borgar­stjórakosninga í Yekaterinburg á Úral-svæðinu heldur en til Moskvu. Þar sé í framboði maður að nafni Yevgeny Roizman, bandamaður Prokhorovs, milljarðamærings, sem bauð sig fram gegn Pútín við forsetakjör.

Merkel gagnrýnir fjögur ESB-ríki fyrir að bíða ekki eftir hinum 23

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands gagnrýnir Spán, Frakkland, Ítalíu og Bretland fyrir að hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu á G-20 fundinum í Pétursborg í síðustu viku um stuðning við aðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Sýrlandi og segir að þessi fjögur ríki hefðu átt að bíða eftir því að vita hvað hin 23 aðildarríki ESB, sem ekki hafi haft aðgang að þeim fundi segðu um málið.

Skotland: Hafna sjálfstæði en vilja endurkjósa þjóðernissinna

Ný könnun í Skotlandi sýnir, að þótt meirihluti Skota hafni sjálfstæði hyggjast þeir endurkjósa skozka þjóðernissinna­flokkinn, SNP. Þetta kemur fram í The Scotsman í dag. Um 40% kjósenda mundu kjósa SNP væri kosið til skozka þingsins í dag en 35% Verkamanna­flokkinn. Hins vegar styðja einungis 26% sj...

Moskva: Sobyanin 51,3%-Navalny 27,2%

Sergei Sobyanin, borgar­stjóri í Moskvu náði kjöri í borgar­stjórakosningum þar í gær og hlaut 51,3% atkvæða en þurfti 50% til þess að ekki færi fram önnur umferð. Alexei Navalny hlaut 27,2% atkvæða og krefst annarrar umferðar á þeirri forsendu að úrslitin hafi verið fölsuð. Navalny hótar að leita til fólksins og kalla það út á götur Moskvu.

Leiðarar

Obama velur leið lýðræðisins vegna Sýrlands

Það er afar athyglisvert að fylgjast með framvindu mála í Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áforma um árás á Sýrland vegna notkunar efnavopna þar. Svo virðist sem Barac Obama, forseti Bandaríkjanna hafi ákveðið að fara leið lýðræðisins í stað þess að notfæra sér möguleika, sem hann hefur skv. bandarískum lögum til þess að taka þessar ákvarðanir einn.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS