Miðvikudagurinn 14. apríl 2021

Þriðjudagurinn 10. september 2013

«
9. september

10. september 2013
»
11. september
Fréttir

Helmut Kohl hampar frjálsum demókrötum - segir aðild Grikkja að evru-svæðinu hafa verið mistök

Helmut Kohl, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur lýst aðild Grikkja að evru-svæðinu og brotum Þjóðverja sjálfra á fjárlaga­reglum ESB sem lykilþáttum að baki kreppunni á svæðinu.

Franska ríkis­stjórnin herðir baráttu gegn trúartáknum í skólum og öðrum opinberum byggingum

Franska ríkis­stjórnin hefur hafið baráttu til að minna á bann gegn trúarlegum táknum í skólum. Frönsk lög frá 1905 mæla fyrir um aðskilnað ríkis og kirkju. Árið 2003 beitti Jacques Chirac Frakklands­forseti sér fyrir banni við öllum trúartáknum í opinberum byggingum.

Bandaríkin: Öldunga­deildarþingmenn beggja flokka vilja skjóta atkvæða­greiðslu um hernað á frest - kanna tillögu Rússa um eyðingu sýrlenskra efnavopna

Átta öldunga­deildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings auk fulltrúa Bandaríkjaforseta hafa slegist í hóp þeirra sem leita á alþjóða­vettvangi að leið til að koma í veg fyrir árás Bandaríkjahers á Sýrland vegna beitingar efnavopna í borgarastríðinu þar.

Dómsmála­stjóri ESB vill ganga á rétt aðildarríkja og stíga skref til sambandsríkis

Viviane Reding, dómsmála­stjóri ESB, vill að framkvæmda­stjórn ESB fái fleiri tækfæri til eftirlits með ESB-ríkjum og til að refsa þeim sem ekki fara að settum reglum. Hún telur að nú hafi framkvæmda­stjórnin of fá úrræði til að taka á þeim ríkjum sem virða ekki regluverk sambandsins. Á þessum vanda verði tekið með meira yfirþjóðlegu valdi hjá framkvæmda­stjórninni í Brussel.

Moscow News: Kosningarnar í Moskvu efla stjórnar­andstöðuna í Rússlandi

Á vefsíðu The Moscow News er spurt hvort Alexei Navalny, sem keppti við Sobyanin, borgar­stjóra Moskvuborgar um það embætti hafi raunverulega tapað. Borgar­stjórinn hafi með kosningunum viljað fá lögmætt umboð kjósenda, en hann var skipaður í embættið af Pútín 2010 en í þess stað hafi stjórnar­andstaðan í Rússlandi fengið ákveðna löggildingu vegna þess að Navalny náði yfir 27% fylgi í kosningunum.

Barents Observer: Olíuflutningaskip á reki eftir árekstur við hafís á Norðaustursiglingaleið

Olíuflutningaskipið Nordvik, sem í síðustu viku skemmdist vegna hafíss á Norðaustursiglingaleiðinni er enn á svæðinu og bíður eftir því að verða affermt og síðan dregið til lands. Skipið er fullt af dísilolíu en byrjaði að taka inn á sig sjó. Sementspokar hafa verið notaðir til að fylla upp í gatið sem kom á skipið, þegar það rakst á ísinn.

Grikkland: Kennarar efna til nýrrar tegundar verkfalla-ná til fimm daga í einu

Framhaldsskóla­kennarar í Grikklandi hafa ákveðið að efna til verkfalls, sem nær til fimm daga í einu. Í lok þess tímabils verður tekin ákvörðun um hvort verkfalli verður haldið áfram.

Leiðarar

Spennandi umskipti í norskum stjórnmálum

Niðurstaða stórþingskosninganna er að Norðmenn hafa eignast bláasta stórþing í nútímasögu sinni segir Harald Stanghelle, stjórnmálarit­stjóri Aftenposten, í upphafi umsagnar sinnar um úrslit kosninganna sem kynnt voru að kvöldi mánudags 9. september. Hægri­flokknum hefur sjaldan vegnað betur og Framfa...

Í pottinum

Franz páfi vísar valdamönnum veginn

Það er hefðbundið, að þegar menn eru komnir í ráðherrastóla reynist almennum borgurum misjafnlega auðvelt að nái tali af þeim og eru þó hinir tæknilegu möguleikar til þess orðnir fjölbreytilegir. Sú skýring, sem nýir valdamenn gefa er að sjálfsögðu miklar annir. Þetta er gömul saga og ný. Einn er þó sá valdamaður í heiminum, sem virðist hafa nógan tíma.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS