« 12. september |
■ 13. september 2013 |
» 14. september |
Evru-ríkin: Fjármálaráðherrar vara við of mikilli bjartsýni
Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna vöruðu við of mikilli bjartsýni á fundi sínum föstudaginn 13. september: Þótt miði í rétta átt í efnahagsmálum jafngildi það ekki að hverfa megi frá erfiðum ráðstöfunum. Jeroen Dijsselbloem, formaður evru-ráðherrahópsins, sagði að loknum fundi hans í Vilníus að efna...
Grikkland: Tölvu-frídagar afnumdir í sparnaðarskyni
Grísk yfirvöld hafa tekið sex aukafrídaga af þeim opinberu starfsmönnum sem fengu þá árið 1989 fyrir að vinna lengur en fimm klukkustundir á dag við tölvur, Afnám frídaganna er liður í niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Andstaða við ESB-aðild var skýr í þingkosningunum: 13% með aðild en 62% á móti
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti máls á því í umræðum um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu á alþingi fimmtudaginn 12. september að í þrjú ár hefðu viðhorfskannanir sýnt að meirihluti kjósenda væri andvígur aðild að ESB. Niðurstöður kosninganna 27. apríl 2013 styddu þes...
Cameron tekur Barroso á beinið fyrir að tala niður til íhaldsmanna
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur sett ofan í við José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, fyrir að hafa gefið til kynna að breskir íhaldsmenn hefðu tekið upp stefnu flokks breskra sjálfstæðissinna, UKIP, gegn ESB og þeim yrði refsað fyrir það í kosningum.
Merkel íhugaði að víkja Grikklandi út af evrusvæðinu fram á síðasta ár
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands íhugaði að vísa Grikklandi af evrusvæðinu alveg fram á síðasta ár. Þetta segir Lorenzo Bini Smaghi, sem á sínum tíma átti sæti í framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu í nýrri bók sem heitir Að deyja úr aðhaldi.
Birgitta eins og óþekkur krakki í ræðustól alþingis
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pirata, tók til máls í umræðum um stöðu Íslands gagnvart ESB á alþingi fimmtudaginn 12. september og sagði meðal annars: „Þingið ályktaði og fól fyrrverandi ríkisstjórn og núverandi að gera ákveðna hluti. Ríkisstjórnin getur ekki snúið því við nema bera það undir...