Laugardagurinn 28. maí 2022

Sunnudagurinn 15. september 2013

«
14. september

15. september 2013
»
16. september
Fréttir

CSU, kristilegum, spáð hreinum meirihluta á þingi Bæjaralands

Útgönguspár í Bæjaralandi gefa til kynna að kristilegir (CSU) muni fá tæplega 50% atkvæða í kosningum til sambandslandsþingsins sunnudaginn 15. september. Allt bendir því til að flokkurinn fái meirihluta á 180 manna þingi Bæjaralands. Jafnaðarmenn (SPD) eru taldir fá um 20% atkvæða. Útgönguspárnar...

Fimm ár frá falli Lehman Brothers - hættan ekki liðin hjá í fjármálakerfinu - skiptum er ólokið

Sunnudaginn 15. september 2013 eru rétt fimm ár síðan bandaríski bankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota. Jean-Claude Trichet, sem var forseti banka­stjórnar Seðlabanka Evrópu, í september 2008 segir í tilefni fimm ára afmælis falls Lehman Brothers: „Við erum enn stödd á hættu­svæði“ og ástæða sé að b...

Pia Kjærsgaard: Segir café-latte elítu ríkis­stjórnar­innar stríð á hendur - hún sé þjóðhættuleg enda vegi hún að dönskum gildum

Ríkis­stjórn Danmerkur hefur í besta falli ekki sett sér nein gildi eða í versta falli er hún þjóðhættuleg. Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Danska þjóðar­flokksins (DF), sagði þetta á ársfundi flokksins sem haldinn er í Herning. Lagði hún áherslu á nauðsyn þess að standa vörð um dönsk gildi andspænis nýrri elítu sem vildi aðeins café-latte og gengi um í hönnuðum tískufötum.

Cypurs-Mail: Er nýtt hrun framundan á heimsvísu?

Svissneskur fjárfestir að nafni Marc Faber, sem þekktur er fyrir svartsýni um þróun efnahagsmála segir að framundan sé mikil eyðilegging auðs og spáir því að efnað fólk muni tapa um helmingi auðæfa sinna.

Skotland: Afstaðan til aukinna valda heima­stjórnar getur ráðið úrslitum

Afstaða stjórnvalda í Bretlandi til þess hvort heima­stjórn Skotlands hafi meira að segja um skattlagningu og velferðarmál getur haft áhrif á það hvernig fólk greiðir atkvæði á næsta ári í þjóðar­atkvæða­greiðslu um sjálfstæði Skotlands. Þetta kemur fram í nýrri könnun fyrir Scotland on Sunday.

Ný könnun í Bretlandi: Er Ukip lykill Verkamanna­flokksins að Downingstræti?

Ný skoðanakönnun, sem Sunday Telegraph birtir í dag, bendir til að Ukip (UK independent Party) geti verið lykill að Downingstræti 10 fyrir Verkamanna­flokkinn.

Spánn: Opinberar skuldir hækka enn

Opinberar skuldir Spánverja náðu nýjum hæðum í júní skv. nýjum tölum frá Seðlabanka Spánar og BBC segir frá. Þær nema nú 943 milljörðum evra eða 92,2% af vergri landsframleiðslu Spánar. Þetta er 15% aukning frá sama tíma í fyrra og hærri tala en stefnt var að þrátt fyrir strangt aðhald og niðurskurð.

Í pottinum

Verður enginn niðurskurður hjá RÚV ef ekkert verður skorið niður í heilbrigðiskerfinu?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komst vel frá Kastljósþætti í liðinni viku og sýndi af sér skemmtilega gamansemi en það er spurning, hvort einhver misskilningur er á ferð um verkefni hagræðingarhópsins svo­nefnda.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS