« 19. september |
■ 20. september 2013 |
» 21. september |
Fyrrv. varnarmálaráðherra í stjórn Merkel gagnrýnir hana fyrir tækifærismennsku í nafni íhaldsmanna
Karl-Theodor zu Guttenberg sem neyddist til að segja af sér sem varnarmálaráðherra og hverfa úr ríkisstjórn Angelu Merkel vegna uppljóstrana um að hann hefði ekki staðið rétt að úrvinnslu gagna við ritun doktorsritgerðar sinnar birti föstudaginn 20. september, tveimur dögum fyrir þingkosningarnar í ...
Vigdís Hauksdóttir, formaður Heimssýnar
Aðalfundur Heimssýnar-hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum var haldinn á Hótel Reykjavík Natura í gærkvöldi, fimmtudagskvöld. Kjörinn var nýr formaður Heimssýnar, Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður og varaformaður Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.
Framkvæmdastjóri Evrópuráðsins mótmælir morðinu á grískum rappara
Thorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins í Strassborg, hefur fordæmt morðið á gríska rapparanum Pavlos Fyssas og segir að líta beri á það sem hluta af „ákaflega hættulegri“ þróun í evrópskum stjórnmálum í átt að lýðskrumi og öfgum. Í fréttum vegna yfirlýsingar Jaglands er minnt á að það sé ekki aðeins í Grikklandi sem andstæður hafi skerpst í stjórnmálum vegna fjármálakreppunnar.
Áhrifamaður á ESB-þinginu: Stöðvum frekari stækkun ESB í fimm ár frá 2014
Deilan milli stjórnvalda í Króatíu og framkvæmdastjórnar ESB vegna framsals á sakamönnum og innleiðingar á evrópsku handtökuskipuninni í Króatíu hefur leitt til þess að Manfred Weber, áhrifamikill ESB-þingmaður frá Þýskalandi (CSU) og varaformaður EPP-flokksins, stærsta þingflokksins á ESB-þinginu, leggur til að hætt verði við frekari stækkun ESB í að minnsta kosti fimm ár.
Lettland: 53% andvíg því að taka upp evru-22% hlynnt
Ný könnun, sem birt var í Lettlandi í gær bendir til að meirihluti Letta vilji ekki taka upp evru. Um 53% eru andvígir því að Lettland verði aðili að evrunni en 22% eru hlynnt því. Aðrir eru óákveðnir. Lettland tekur upp evru hinn 1. janúar n.k. Frá þessu segir euobserver.
Grikkland: Mótmæli breiðast út vegna Gullnar Dögunar
Andstaða við Gullna Dögun, nýnazistaflokk, fer nú harðnandi í Grikklandi. Það er morð á 45 ára gömlum manni, sem rakið er til nýnazista, sem hefur kveikt þau viðbrögð. Stjórnvöld beita nú margvíslegum aðgerðum til þess að koma böndum á starfsemi Gullnar Dögunar og um 4000 manns efndu til mótmælafundar í gær.
Bretland: Náinn samstarfsmaður Gordon Brown lýsir myrkraverkum á hans vegum
Einn af nánustu samstarfsmönnum Gordon Brown, fyrrum forsætisráðherra Breta, Damian McBride, segir í nýrri bók, að hann hafi beitt myrkraverkum til þess að eyðileggja stjórnmálaferil fyrrum ráðherra Verkamannaflokksins, sem voru taldir Brown óvinveittir með því að leka í fjölmiðla sögum um eiturlyfjaneyzlu, heimilisofbeldi, áfengissýki og framhjáhald.
Greenpeace: Rússar taka Arctic Sunrise og 25-30 aðgerðarsinna sem eru um borð
Rússneskir öryggisverðir hafa farið um borð í Arctic Sunrise, skip Greenpeace, sem er á Barentshafi og tekið 30 aðgerðarsinna um borð í skipinu fasta. Einn aðgerðarsinna segir BBC að 15 menn hafi farið um borð í skipið búnir vopnum. Í gær reyndu aðgerðarsinnar að fara um borð í olíuborpall og ætluðu að stöðva vinnslu.
Vesturlönd: Efnahagsleg endurreisn lætur á sér standa
Sú ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna að byrja ekki að hægja á peningaprentun getur aðeins þýtt eitt: Bankastjórnin er ekki örugg um að efnahagsleg endurreisn Bandaríkjanna í kjölfar fjármálakreppunnar, sem skall á haustið 2008 sé byggð á nægilega traustum grunni. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin.