Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

Föstudagurinn 20. september 2013

«
19. september

20. september 2013
»
21. september
Fréttir

Fyrrv. varnarmála­ráðherra í stjórn Merkel gagnrýnir hana fyrir tækifærismennsku í nafni íhaldsmanna

Karl-Theodor zu Guttenberg sem neyddist til að segja af sér sem varnarmála­ráðherra og hverfa úr ríkis­stjórn Angelu Merkel vegna uppljóstrana um að hann hefði ekki staðið rétt að úrvinnslu gagna við ritun doktorsritgerðar sinnar birti föstudaginn 20. september, tveimur dögum fyrir þingkosningarnar í ...

Vigdís Hauks­dóttir, formaður Heimssýnar

Aðalfundur Heimssýnar-hreyfingar sjálfstæðis­sinna í Evrópu­málum var haldinn á Hótel Reykjavík Natura í gærkvöldi, fimmtudagskvöld. Kjörinn var nýr formaður Heimssýnar, Vigdís Hauks­dóttir, alþingis­maður og varaformaður Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.

Framkvæmda­stjóri Evrópu­ráðsins mótmælir morðinu á grískum rappara

Thorbjørn Jagland, framkvæmda­stjóri Evrópu­ráðsins í Strassborg, hefur fordæmt morðið á gríska rapparanum Pavlos Fyssas og segir að líta beri á það sem hluta af „ákaflega hættulegri“ þróun í evrópskum stjórnmálum í átt að lýðskrumi og öfgum. Í fréttum vegna yfirlýsingar Jaglands er minnt á að það sé ekki aðeins í Grikklandi sem andstæður hafi skerpst í stjórnmálum vegna fjármálakreppunnar.

Áhrifamaður á ESB-þinginu: Stöðvum frekari stækkun ESB í fimm ár frá 2014

Deilan milli stjórnvalda í Króatíu og framkvæmda­stjórnar ESB vegna framsals á sakamönnum og innleiðingar á evrópsku handtökuskipuninni í Króatíu hefur leitt til þess að Manfred Weber, áhrifamikill ESB-þingmaður frá Þýskalandi (CSU) og varaformaður EPP-flokksins, stærsta þing­flokksins á ESB-þinginu, leggur til að hætt verði við frekari stækkun ESB í að minnsta kosti fimm ár.

Lettland: 53% andvíg því að taka upp evru-22% hlynnt

Ný könnun, sem birt var í Lettlandi í gær bendir til að meirihluti Letta vilji ekki taka upp evru. Um 53% eru andvígir því að Lettland verði aðili að evrunni en 22% eru hlynnt því. Aðrir eru óákveðnir. Lettland tekur upp evru hinn 1. janúar n.k. Frá þessu segir euobserver.

Grikkland: Mótmæli breiðast út vegna Gullnar Dögunar

Andstaða við Gullna Dögun, nýnazista­flokk, fer nú harðnandi í Grikklandi. Það er morð á 45 ára gömlum manni, sem rakið er til nýnazista, sem hefur kveikt þau viðbrögð. Stjórnvöld beita nú margvíslegum aðgerðum til þess að koma böndum á starfsemi Gullnar Dögunar og um 4000 manns efndu til mótmælafundar í gær.

Bretland: Náinn samstarfsmaður Gordon Brown lýsir myrkraverkum á hans vegum

Einn af nánustu samstarfsmönnum Gordon Brown, fyrrum forsætis­ráðherra Breta, Damian McBride, segir í nýrri bók, að hann hafi beitt myrkraverkum til þess að eyðileggja stjórnmálaferil fyrrum ráðherra Verkamanna­flokksins, sem voru taldir Brown óvinveittir með því að leka í fjölmiðla sögum um eiturlyfjaneyzlu, heimilisofbeldi, áfengissýki og framhjáhald.

Greenpeace: Rússar taka Arctic Sunrise og 25-30 aðgerðarsinna sem eru um borð

Rússneskir öryggisverðir hafa farið um borð í Arctic Sunrise, skip Greenpeace, sem er á Barentshafi og tekið 30 aðgerðarsinna um borð í skipinu fasta. Einn aðgerðarsinna segir BBC að 15 menn hafi farið um borð í skipið búnir vopnum. Í gær reyndu aðgerðarsinnar að fara um borð í olíuborpall og ætluðu að stöðva vinnslu.

Leiðarar

Vesturlönd: Efnahagsleg endurreisn lætur á sér standa

Sú ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna að byrja ekki að hægja á peningaprentun getur aðeins þýtt eitt: Banka­stjórnin er ekki örugg um að efnahagsleg endurreisn Bandaríkjanna í kjölfar fjármálakreppunnar, sem skall á haustið 2008 sé byggð á nægilega traustum grunni. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS