Þriðjudagurinn 24. apríl 2018

Sunnudagurinn 22. september 2013

«
21. september

22. september 2013
»
23. september
Fréttir

Bo Xilai dæmur í lífstíðarfangelsi fyrir spillingu

Bo Xilai, fyrrverandi forystumaður í Kommúnista­flokki Kína, var laugardaginn 21. september dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir spillingu. Þá voru allar eignir hans gerðar upptækar. Bo sat áður í stjórnmálaráði kommúnista­flokksins og var leiðtogi flokksins í risaborginni Chongqing. Hann neitaði öllum...

Steinbrück - óheppilegur frambjóðandi SPD - flokkur í vanda

Þýskir jafnaðarmenn (SPD) hafa nú í þriðja skipti í röð lotið í lægra haldi fyrir kristilegum demókrötum (CDU/CSU) undir forystu Angelu Merkel. Spjótum er nú beint gegn Peer Steinbrück, kanslaraefni SPD, sem þykir hafa háð misheppnaða kosningabaráttu.

Merkel vinnur stórsigur í þingkosningum

Kristilegir demókratar (CDU/CSU) unnu mikinn sigur í þingkosningunum sunnudaginn 22. september. Samstarfs­flokkur Angelu Merkel í ríkis­stjórn, frjálsir demókratar (FDP) virðist ekki munu ná 5% markinu sem er nauðsynlegt til fá menn á þing. Sumar spár benda til að kristilegir fái hreinan meirihluta þi...

Er forysta fyrir ESB í sex mánuði of dýr fyrir Grikki?

Grikkland á að taka við forystu fyrir Evrópu­sambandinu hinn 1. janúar n.k. Nú hafa tveir þýzkir þingmenn lýst þeirri skoðun í samtali við þýzka dagblaðið Bild að Grikkir eigi að láta það fram hjá sér fara vegna þess að það muni kosta Grikki um 100 milljónir evra. Grikkland kunni að þurfa enn hærra b...

Þýzkaland: Kjörstaðir hafa opnað -loka síðdegis að þýzkum tíma

Kjörstaðir opnuðu kl. átta í morgun (sex að íslenzkum tíma )í Þýzkalandi og þeir loka kl. 16.00.Könnunar­fyrirtæki í London hefur mælt meðaltal nokkurra kannana og kemst að þeirri niðurstöðu að Kristilegir demókratar fái 38,6% atkvæða, jafnaðarmenn 25,8% og Frjálsir demókratar fái 6,4%.

Í pottinum

Hvernig skýra forystumenn Sjálfstæðis­flokksins í Reykjavík þessa stöðu?

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hver viðbrögð forystumanna Sjálfstæðis­flokksins í Reykjavík verða við nýrri könnun um stöðu flokkanna í borgar­stjórn Reykjavíkur. Skv.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS