« 25. september |
■ 26. september 2013 |
» 27. september |
Tveir kvótakóngar í hópi 100 ríkustu Dana - hefur ekki gerst áður - stunda veiðar á rækju og makríl
Á vefsíðu Berlingske Tidende er fimmtudaginn 26. september vakin athygli á að í fyrsta sinn síðan Berlingske Business Magasin hóf fyrir 25 árum að birta lista yfir 100 ríkustu Dani séu þar nöfn tveggja útgerðarmann fiskiskipa. Barslund-fjölskyldan á Borgundarhólmi er nr. 78 á listanum með 1.100 mill...
Grænfriðungar í haldi í Múrmansk - ákærðir um sjórán
Dómstóll í Múrmansk í Rússlandi hefur framlengt gæsluvarðhald yfir sjö aðgerðasinnum grænfriðunga til tveggja mánaða vegna tilrauna til að leggja undir sig rússneskan olíuborpall. Um er að ræða tvo Rússa, Frakka, Pólverja, Nýsjálending, Kanadamann og bandarískan skipstjóra á skipi Greenpeace sem stóð að aðgerðinni. Enn bíða 23 aðgerðasinnar eftir að heyra ákvörðun dómara í máli þeirra.
Framkvæmdastjórn ESB hafði miðvikudaginn 25. september í hótunum við frönsku ríkisstjórnina vegna afstöðu hennar til róma-fólks (sígauna). Var Frökkum bent á að róma-fólkið væri evrópskir borgarar og ættu rétt á frjálsri för milli landa. Amnesty International ávítaði Frakka einnig vegna brottvísunar...
Forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni hefur borist bréf frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), Samtökum atvinnulífisins (SA) og Viðskiptaráði.
Danmörk: Vaxandi efasemdir innan Íhaldsflokksins um ESB
Á landsfundi danska íhaldsflokksins um helgina má búast við að meiri efasemda gæti um Evrópusambandið í ályktunum en áður.
Rajoy: Gíbraltar er fortíðarfyrirbæri frá nýlendutímum
Rajoy, forsætisráðherra Spánar sagði í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, að Gíbraltar væri fortíðarfyrirbæri frá nýlendutímanum. Euobserver túlkar þessi orð ráðherrans á þann veg, að deilan á landamærum Spánar og Gibraltar sé nú um stjórnskipulega stöðu Gíbraltar.
Noregur: Mikil tækifæri í framleiðslu á tækjabúnaði til fiskeldis fyrir Rússa
Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs telur að framleiðsla á búnaði til fiskeldis í Rússlandi geti orðið nýr vaxtarbroddur í útflutningi norskra fyrirtækja.
Grikkland: Lýðræðið er á undanhaldi segir í nýrri skýrslu
Lýðræði er á undanhaldi í Grikklandi og reyndar Ungverjalandi líka skv. nýrri skýrslu, sem gríski vefmiðillinn ekathimerini segir frá. Í skýrslunni segir að Grikkir og fleiri þjóðir eigi erfitt með að halda fast við þær lýðræðislegu grundvallarreglur, sem hafi verið forsenda fyrir aðild þeirra að Evrópusambandinu.
Ætla aðilar vinnumarkaðarins að semja um ESB eða kaup og kjör?
Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og Viðskiptaráð hafa sent forsætisráðherra bréf og minnisblað þar sem lýst er áformum þessara aðila um úttekt á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum. Jafnframt árétta samtökin þá stefnu sína að ESB-viðræðunum skuli lokið með samningi og hann lagður undir þjóðina í atkvæðagreiðslu.
Æsispennandi samkeppni um skýrslugerð
Það virðist komin upp samkeppni um skýrslugerð um stöðu viðræðna við Evrópusambandið og þróun þess sambands. Nú vilja ASÍ, SA og Viðskiptaráð komast inn í þá vinnu, sem núverandi ríkisstjórn hefur boðað þar um. En jafnframt taka þeir fram, að þeir muni efna til slíkrar skýrslugerðar sjálfir ef þeir fá ekki að vera með ríkisstjórninni. Þetta verður spennandi! Æsispennandi.