Laugardagurinn 16. janúar 2021

Laugardagurinn 28. september 2013

«
27. september

28. september 2013
»
29. september
Fréttir

Ítalía: Stjórnar­kreppa vegna afsagnar ráðherra Berlusconis

Ráðherrar úr flokki Silvios Berlusconis hafa sagt af sér embætti og stofnað til stjórnar­kreppu á Ítalíu vegna yfirvofandi ákvörðunar í öldunga­deild ítalska þingsins um að svipta Berlusconi þingmennsku vegna fjársvika.

Norwegian tekur Dreamliner úr umferð og sendir til Boeing

Norska flug­félagið Norwegian sem hefur keypt Dreamliner-flugvél af Boeing til að nota á langleiðum frá Skandinavíu til Asíu og Bandaríkjanna verður að bíta í það súra epli að vélin veldur félaginu aðeins vandræðum. Hún hefur því verið tekin úr rekstri og verður afhent Boeing til skoðunar.

Frakkland: 93% telja róma-fólk lagast illa að frönsku sam­félagi

Sjónarmið Manuels Valls, innanríkis­ráðherra Frakklands, varðandi róma-fólk og sérstöðu þess í frönsku sam­félagi njóta stuðnings 77% Frakka segir í könnun sem BVA gerði á vegum Le Parisien/i-Télé/CQFD og birt er laugardaginn 28. september. Ráðherrann sagði þriðjudaginn 24. september „aðeins lítill hl...

Nordic Orion hefur sigrast á norðvesturleiðinni - er nú á siglingu suður með Grænlandi

Sigling danska flutningaskipsins Nordic Orion um norðvesturleiðina milli Kyrrahafs og Atlantshafs hefur vakið heimsathygli. Ferð skipsins hefur verið fréttaefni um heim allan og dregið athygli að nýjum tækifærum á norðurslóðum. Nordic Orion er fyrsta flutningaskipið sem siglir þessa leið fyrir norðan Kanada. Í september 1969 sigldi bandaríska skipið Manhattan frá Atlantshafi til Kyrrahafs.

Spánn: Rajoy lenti í vandræðum í viðtali við Bloomberg

Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra Spánar, lenti í vandræðum í viðtali við sjónvarp Bloomberg í fyrradag. Hann hafði boðið fréttastofunni viðtal til þess að koma á framfæri þeim mikla árangri, sem hann telur sig hafa náð í að endurreisa efnahag Spánar. Í þess stað tók spyrjandinn Sara Eisen upp á því að spyrja Rajoy um hneykslismálið í kringum Luis Barcenas fyrrum gjaldkera Lýð­flokksins.

Austurríki: Óvissa í þingkosningum á morgun

Kosið verður til neðri deildar þings Austurríkis á morgun. Þýzka tímaritið Der Spiegel segir að óvissa ríki um úrslit kosninganna vegna þess að nýjum flokkum hafi fjölgað mjög. Síðustu sjö ár hefur Austurríki verið stjórnað af samsteypu­stjórn Þjóðar­flokksins og jafnaðarmanna.

Grænland: Stjórnar­kreppa framundan?

Stjórnar­kreppa getur verið framundan á Grænlandi að því er fram kemur í Berlingske Tidende í dag. Einn af þremur flokkum, sem aðild eiga að lands­stjórninni, Atassut, hótar að segja sig frá stjórnar­samstarfinu. Flokkurinn krefst þess að reglur um skipan æðstu embættismanna verði hertar.

Ítalía: Letta óskar eftir traustsyfirlýsingu þingsins

Enrico Letta, forsætis­ráðherra Ítalíu mun óska eftir traustsyfirlýsingu þingsins eftir að flokkur Berlusconis brá fæti fyrir tilteknar aðgerðir í ríkisfjármálum í gær. Letta sagði að annað hvort yrði að verða nýtt upphaf í samstarfi flokkanna sem aðild eiga að ríkis­stjórn eða að þessari tilraun væri lokið.

Aþena: Forystumenn Gullnrar Dögunar handteknir í morgun

Gríska lög­reglan handtók í morgun, leiðtoga Gullnrar Dögunar, nýnazista­flokksins, tvo þingmenn hans og 10 meðlimi flokksins og ákærði einn þeirra fyrir að hafa átt þátt í morði, sem framið var í Aþenu í síðustu viku, þegar þekktur rappari var myrtur.Þessi hópur er ákærður fyrir að hafa stofnað glæpa...

Leiðarar

Peninga­stefna á ekkert skylt við ESB-aðildar­viðræður

Um þessar mundir er það sameiginlegur þráður í málflutningi ESB-aðildarsinna að ekki sé unnt að móta peninga­stefnu hér á landi án þess að stefna aðild að Evrópu­sambandinu. Erfitt er að átta sig á hver eru rökin fyrir þessari skoðun. Þau er ekki að finna í þeim gögnum sem komið hafa frá Evrópu­sambandinu á undanförnum viðræðuárum íslenskra stjórnvalda við þau.

Í pottinum

Leið á „harkinu“

Það er óneitanlega umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðis­menn í Reykjavík að bæði Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Jórunn Frímanns­dóttir, varaborgarfulltrúi skuli hafa tekið ákvörðun um að hætta afskiptum af borgarmálum og gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS