« 4. október |
■ 5. október 2013 |
» 6. október |
Fríverslunarviðræður Kyrrahafsríkja: Deilt um styrki til fiskveiða
Stjórnir ríkjanna 12 sem eiga aðild að Trans-Pacific Partnership viðræðunum, fríverslunarviðræðum Kyrrahafsríkja, hafa nú áform um að falla aðeins frá ríkisstuðningi við fiskveiðar þar sem ótvírætt er um ofveiði að ræða segir í The Japan Times fimmtudaginn 3. október. Bandaríkjastjórn hefur hvatt t...
Harmleikurinn sem varð um 500 metra frá strönd ítölsku eyjarinnar Lampedusa að morgni fimmtudags 3. október hefur vakið miklar umræður. Þá sökk bátur með 500 innflytjendur á leið frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Sjómenn sem voru við veiðar skammt frá skipi flóttafólksins segjast hafa látið ítöls...
Trabant lifandi tákn gamla GDR
Þúsundir Þjóðverja aka enn um á Trabant frá Austur-Þýskalandi sem á sínum tíma var auglýstur á Íslandi undir slagorðinu: Látum skynsemina ráða.
Greenpeace segir stjórn Rússlands stríð á hendur
Laugardaginn 5. október, um það bil tveimur vikum eftir að Rússar hertóku skip grænfriðunga, Arctic Sunrise, undan norðurströnd Rússlands, þegar aðgerðasinnar höfðu reynt að klífa olíuborpall Gazprom, efna Greenpeace-samtökin til mótmælaaðgerða í Moskvu og um heim allan til að krefjast þess að aðge...
Kína: Almenningur lítur á Ikea-verslanir sem annað heimili
Starfsmenn í Ikea-verslunum í Kína sjá dag hvern þúsundir viðskiptavina leggjast til hvíldar í rúmum og sófum verslananna eða taka upp nestið sitt og efna til „lautarferðar“ í borðstofu- eða eldhúsdeildinni. Til þess að ergja ekki verðandi viðskiptavini er ekki amast við þessu.
Engar fríverslunarviðræður vegna fjárskorts Bandaríkjamanna
Vegna lömunar bandaríska stjórnkerfisins geta Bandaríkjamenn ekki tekið þátt í viðræðum við fulltrúa ESB um fríverslun í næstu viku eins og ráðgert hafði verið. Engin opinber útgjöld eru leyfð til embættismanna alríkisstjórnarinnar í Washington. Bandaríska sendinefndin hafði því ekki fé til að kaupa farseðla til Brussel.
Úkraína: Tymoshenko samþykkir að fara í læknismeðferð til Þýzkalands
Julia Tymoshenko, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, sem hefur verið í haldi og nú síðast á sjúkrahúsi hefur samþykkt að fara til Þýzkalands í læknismeðferð. Hún sagði hins vegar í gær:"Hugsanleg ferð mín til Þýzkalands er ekki brottflutningur.
Rússland: Smíði fljótandi kjarnorkuvers fyrir norðurslóðir vel á veg komin
Rússar eru vel á veg komnir með byggingu fljóitandi kjarnorkuvers, sem á að koma fyrir á norðaustursiglingaleiðinni, að því er fram kemur á Barents Observer. Tækjabúnaði hefur verið komið fyrir á stórum pramma, sem verður dreginn frá skipasmíðastöð í námunda við Pétursborg, út úr Eystrasaltinu og norður fyrir Noreg. Heimahöfn prammans verður Pevek, sem er austarlega á norðurströnd Rússlands.
Grikkland: Áróðursstríð á milli Nýja lýðræðisflokksins og SYRIZA
Mikið áróðursstríð hefur brotizt út á milli Nýja lýðræðisflokks Samaras, forsætisráðherra Grikklands og SYRIZA, bandalags vinstri manna í Grikklandi, sem er undir forystu Alexei Tsipras í kjölfarið á handtökum meðlima Gullinnar Dögunar síðustu daga.
Grikkland: Handtökur halda áfram-upplýsingar um ólögleg viðskipti með verulegt magn af vopnum
Handtökur meðlima Gullinnar Dögunar í Grikklandi halda áfram að sögn gríska vefmiðilsins ekathimerini. Í gær var Christos Pappas, einn af forystumönnum flokksins handtekinn og færður í Korydallos fangelsi þar sem Nikos Michaloliakos, leiðtogi flokksins er einnig í haldi.
Þjóðfélagslegur stuðningur við heilbrigðisþjónustuna, sem ekki er hægt að horfa fram hjá
Það hefur tekizt með umræðum um heilbrigðismálin á undanförnum vikum að skapa þannig andrúmsloft í þjóðfélaginu að það verður erfitt ef ekki ómögulegt fyrir þing og ríkisstjórn að ganga ekki lengra til móts við heilbrigðisþjónustuna og fjárþarfir hennar en gert er í fjárlagafrumvarpinu. Ekki er ólíklegt að skoðanakönnun mundi staðfesta þetta mat.