Föstudagurinn 22. janúar 2021

Laugardagurinn 5. október 2013

«
4. október

5. október 2013
»
6. október
Fréttir

Fríverslunar­viðræður Kyrrahafsríkja: Deilt um styrki til fiskveiða

Stjórnir ríkjanna 12 sem eiga aðild að Trans-Pacific Partnership viðræðunum, frí­verslunarviðræðum Kyrrahafsríkja, hafa nú áform um að falla aðeins frá ríkisstuðningi við fiskveiðar þar sem ótvírætt er um ofveiði að ræða segir í The Japan Times fimmtudaginn 3. október. Bandaríkja­stjórn hefur hvatt t...

Harmleikurinn við Lampedusa - þrýstingur á aðgerðir af hálfu ESB eykst - Ítalir mótmæla afskiptaleysi

Harmleikurinn sem varð um 500 metra frá strönd ítölsku eyjarinnar Lampedusa að morgni fimmtudags 3. október hefur vakið miklar umræður. Þá sökk bátur með 500 innflytjendur á leið frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Sjómenn sem voru við veiðar skammt frá skipi flóttafólksins segjast hafa látið ítöls...

Trabant lifandi tákn gamla GDR

Þúsundir Þjóðverja aka enn um á Trabant frá Austur-Þýskalandi sem á sínum tíma var auglýstur á Íslandi undir slagorðinu: Látum skynsemina ráða.

Greenpeace segir stjórn Rússlands stríð á hendur

Laugardaginn 5. október, um það bil tveimur vikum eftir að Rússar hertóku skip grænfriðunga, Arctic Sunrise, undan norðurströnd Rússlands, þegar aðgerðasinnar höfðu reynt að klífa olíuborpall Gazprom, efna Greenpeace-samtökin til mótmælaaðgerða í Moskvu og um heim allan til að krefjast þess að aðge...

Kína: Almenningur lítur á Ikea-verslanir sem annað heimili

Starfsmenn í Ikea-verslunum í Kína sjá dag hvern þúsundir viðskiptavina leggjast til hvíldar í rúmum og sófum verslananna eða taka upp nestið sitt og efna til „lautarferðar“ í borðstofu- eða eldhús­deildinni. Til þess að ergja ekki verðandi viðskiptavini er ekki amast við þessu.

Engar fríverslunar­viðræður vegna fjárskorts Bandaríkjamanna

Vegna lömunar bandaríska stjórnkerfisins geta Bandaríkjamenn ekki tekið þátt í viðræðum við fulltrúa ESB um frí­verslun í næstu viku eins og ráðgert hafði verið. Engin opinber útgjöld eru leyfð til embættismanna alríkis­stjórnar­innar í Washington. Bandaríska sendi­nefndin hafði því ekki fé til að kaupa farseðla til Brussel.

Úkraína: Tymoshenko samþykkir að fara í læknismeðferð til Þýzkalands

Julia Tymoshenko, fyrrum forsætis­ráðherra Úkraínu, sem hefur verið í haldi og nú síðast á sjúkrahúsi hefur samþykkt að fara til Þýzkalands í læknismeðferð. Hún sagði hins vegar í gær:"Hugsanleg ferð mín til Þýzkalands er ekki brottflutningur.

Rússland: Smíði fljótandi kjarnorkuvers fyrir norðurslóðir vel á veg komin

Rússar eru vel á veg komnir með byggingu fljóitandi kjarnorkuvers, sem á að koma fyrir á norðaustursiglingaleiðinni, að því er fram kemur á Barents Observer. Tækjabúnaði hefur verið komið fyrir á stórum pramma, sem verður dreginn frá skipasmíðastöð í námunda við Pétursborg, út úr Eystrasaltinu og norður fyrir Noreg. Heimahöfn prammans verður Pevek, sem er austarlega á norðurströnd Rússlands.

Grikkland: Áróðursstríð á milli Nýja lýðræðis­flokksins og SYRIZA

Mikið áróðursstríð hefur brotizt út á milli Nýja lýðræðis­flokks Samaras, forsætis­ráðherra Grikklands og SYRIZA, bandalags vinstri manna í Grikklandi, sem er undir forystu Alexei Tsipras í kjölfarið á handtökum meðlima Gullinnar Dögunar síðustu daga.

Grikkland: Handtökur halda áfram-upplýsingar um ólögleg viðskipti með verulegt magn af vopnum

Handtökur meðlima Gullinnar Dögunar í Grikklandi halda áfram að sögn gríska vefmiðilsins ekathimerini. Í gær var Christos Pappas, einn af forystumönnum flokksins handtekinn og færður í Korydallos fangelsi þar sem Nikos Michaloliakos, leiðtogi flokksins er einnig í haldi.

Í pottinum

Þjóð­félags­legur stuðningur við heilbrigðisþjónustuna, sem ekki er hægt að horfa fram hjá

Það hefur tekizt með umræðum um heilbrigðismálin á undanförnum vikum að skapa þannig andrúmsloft í þjóð­félaginu að það verður erfitt ef ekki ómögulegt fyrir þing og ríkis­stjórn að ganga ekki lengra til móts við heilbrigðisþjónustuna og fjárþarfir hennar en gert er í fjárlaga­frumvarpinu. Ekki er ólíklegt að skoðanakönnun mundi staðfesta þetta mat.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS