« 5. október |
■ 6. október 2013 |
» 7. október |
Frakkland: Samtök ökumanna snúast gegn hugmyndum um lækkun hámarkshraða
Samtök 40 milljóna franskra ökumanna sem kynna sig sem „Félag skynsamra og ábyrgra ökumanna“ sendu sunnudaginn 6. október opið bréf til Manuels Valls, innanríkisráðherra Frakklands, þar sem fullyrt er að núverandi 90 km hraði á þjóðvegum utan hraðbrauta sé ekki hættulegur og því sé ekki ástæða til a...
Íhaldsþingmaður ætlar að sauma að Cameron í þingi vegna ESB-atkvæðagreiðslu
Einn af flokksbræðrum Davids Camerons, forsætisráðherra Breta, í neðri deild breska þingsins hefur boðað að hann muni knýja á um að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Breta að ESB fari fram árið 2014. Þremur árum fyrr en Cameron hefur boðað. Adam Afriyie, þingmaður Íhaldsflokksins, segir í The Mail on ...
Er Ritz hótelið til sölu fyrir 130 milljarða?
Vangaveltur um að hið sögufræga Ritz hótel í London sé til sölu mögnuðust þegar fréttist að tvíburabræðurnir David og Frederick Barclay – best þekktir sem Barclay-bræðurnir – hefðu hækkað verðmat á hótelinu í rúmlega 735 milljónir punda það er um 130 milljarða íslenskra króna.
Lampedusa: Krafist breytinga á Schengen-reglum - pólitísk afstaða til innflytjenda skerpist
Eftir að menn hafa áttað sig á harmleiknum við eyjuna Lampedusa, mitt á milli Túnis og Sikileyjar í Miðjarðarhafi, þar sem um 300 innflytjendur drukknuðu fimmtudaginn 3. október eru enn á ný hafnar umræður innan ESB-ríkja um hver skuli verða viðbrögð á pólitískum vettvangi. Hver á stefna ESB í innfl...
Frakkland: Tillaga um að lækka ökuhraða utan hraðbrauta í 80 km
Innan franska umferðaröryggisráðsins hafa verið kynntar tillögur sem miða að því að fækka dauðaslysum í umferðinni úr 3653 eins og þau eru nú í 2000 á ári. Ein tillagan fellst í að lækka hraða á vegum utan hraðbrauta úr 90 í 80 km á klukkustund. Ráðið mun taka afstöðu til málsins fyrir lok nóvember.
Litháen: Rússar beita takmörkun á innflutningi mjólkurafurða vegna fundar í Vilnius í nóvember
Rússar hyggjast hefja takmörkun á innflutningi mjólkurafurða frá Litháen á morgun, mánudag, og bera fyrir sig heilbrigðisástæður.
Finnland: Vilja ná fram sameiningu sveitarfélaga með góðu
Finnsk stjórnvöld reyna með góðu að fá sveitarfélög til að sameinast og Jyrki Katainen, forsætisráðherra, segir í samtali við Yle-fréttastofnuna finnsku, að ekki standi til að þvinga þau til sameiningar. Þrátt fyrir þau ummæli telur fréttastofan að sá kostur sé enn fyrir hendi.
Grikkland: Ellefu lögreglumenn handteknir vegna tengsla við Gullna Dögun
Ráðamenn í Grikklandi boða nú harðari aðgerðir gegn Gullinni Dögun og frekari ráðstafanir til að hreinsa lögregluliðið í Grikklandi af stuðningsmönnum Gullinnar Dögunar. Þetta kemur fram í viðtali gríska dagblaðsins Kathimerini við Nikos Dendias, sem er sá ráðherra í grísku ríkisstjórninni, sem hefur með þessi málefni að gera.
Írland: Fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja niður efri deild þingsins
Írar felldu í gær í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja niður efri deild írska þingsins. Tillögu um það var hafnað af 51,8% kjósenda en 48,2% greiddu atkvæði með. Litið er á niðurstöðuna sem ósigur fyrir Enda Kenny, forsætisráðherra, sem mælti með því að efri deild þingsins yrði lögð af. Gert er ráð fyrir að nú verði unnið að umbótum á starfsháttum efri deildarinnar sem kallast Seanad á Írlandi.
Ríkisfjármálakreppa í Washington - tilvistarkreppa í Brussel
Hér á landi taka álitsgjafar og fréttastofa ríkisútvarpsins andköf tali menn lengur og oftar á alþingi en þessu fólki þykir góðu hófi gegna, einkum ef vinstri stjórn situr í landinu eins og oft sannaðist á undanförnum fjórum árum.
Íbúakosning um sameiningu sveitarfélaga?
Í þeim umræðum, sem nú standa yfir um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gleymist stundum að fjármál sveitarfélaga eru stór hluti af opinberum fjármálum íslenzka þjóðarbúsins. Í Finnlandi standa nú yfir umræður um sameiningu sveitarfélaga eins og fram kemur í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.