Föstudagurinn 22. janúar 2021

Mánudagurinn 7. október 2013

«
6. október

7. október 2013
»
8. október
Fréttir

Nýr stjórnar­sáttmáli kynntur í Noregi - Framfara­flokkurinn í fyrsta sinn í ríkis­stjórn í 40 ár

Erna Solberg, formaður Hægri­flokksins, og Siv Jensen, formaður Framfara­flokksins, kynntu stefnuyfirlýsingu nýrrar tveggja flokka ríkis­stjórnar í Noregi að kvöldi mánudags 7. október. Nú er ljóst að Framfara­flokkurinn á í fyrsta sinn aðild að ríkis­stjórn í 40 ára sögu sinni. „Fyrir 40 árum stofnað...

Grikkland: Fyrrverandi varnarmála­ráðherra, kona hans og dóttir, sakfelld fyrir peningaþvætti á mútufé vegna vopnakaupa

Akis Tsochatzopoulos, fyrrverandi varnarmála­ráðherra Grikklands og einn af stofnendum gríska sósíalista­flokksins, PASOK, var mánudaginn 7. október sakfelldur fyrir að koma á fót flóknu kerfi peningaþævættis til að fela slóð milljóna dollara sem sagt er að hann hafi þegið í mútur við gerð kaupsamning...

Frakkland: Spillingarmál á hendur Nicolas Sarkozy úr sögunni - fer hann á fulla ferð í stjórnmálabaráttuna?

Frá því var skýrt mánudaginn 7. október að rannsóknardómarar í máli þar sem Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklands­forseti, lá undir grun um að hafa þegið ólögmætan fjárstuðning frá Liliane Bettencourt (90 ára), auðugustu konu Frakklands, hefðu ákveðið að fella niður frekari rannsókn á hendur Sarkoz...

Nýtt gasflutningaskip siglir norðausturleiðina milli N-Noregs og Japans eftir

Aðeins eru fáir mánuðir síðan gasflutningaskipið (LNG-skipið) Arctic Aurora hélt í sína fyrstu ferð frá skipasmíðastöð í Kóreu. Nú er skipið hins vegar lagt upp í jómfrúrarferð sína með með gas frá norsku stöðinni á Melkøya, fyrir norðan Hammerfest, til Japans.

Sjálfstæði Skotlands: For­stjóri Opec segir það óhugsandi - tekjur af Norðursjávar­olíu hverfi

Abdalla Salem el-Badri, framkvæmda­stjóri OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, segir í samtali við The Daily Telegraph (DT) mánudaginn 7. október að hann telji sjálfstæði Skotlands óhugsandi. Hann hafnar þeirri skoðun Alex Salmonds, forsætis­ráðherra Skotlands, að Skotar geti skapað sér efnahagslegt sj...

Írland: Nýtt fjárlaga­frumvarp lagt fyrir Brussel áður en það er sýnt í þinginu

Nýtt fjárlaga­frumvarp írsku ríkis­stjórnar­innar var lagt fyrir framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins í Brussel til óformlegs samþykkis í gærkvöldi áður en það verður sýnt þingmönnum á Írska þinginu. Háttsettir írskir embættismenn fóru til Brussel um helgina til þess að ræða fjárlaga­frumvarpið við starfsmenn framkvæmda­stjórnar­innar.

Hitastigið í Barentshafi 5 gráðum hærra en venjulega

Hitastigið í Barentshafi er nú 5 gráðum hærra en venjulega að því er fram kemur í Barents Observer. Þetta á við um yfirborð hafsins en hitastig á hafsbotni er eins og venjulega segir Hafrannsóknar­stofnun Noregs.

Kýpur: Rannsóknar­nefnd um bankahrunið leggur megin ábyrgð á herðar Christofias, fyrrum forseta

Rannsóknar­nefnd á Kýpur, sem unnið hefur að rannsókn á ástæðum bankahrunsins þar kynnti niðurstöður sínar í morgun. Megin niðurstaða nefndarinnar er að Demetris Christofias, fyrrverandi forseti Kýpur beri meginábyrgð á því að leiða þjóðina fram á brún þjóðar­gjaldþrots.

Leiðarar

Írska fjárlaga­frumvarpið lagt fram í Brussel áður en það er sýnt í Dublin

Nú um helgina flugu nokkrir írskir embættismenn til Brussel. Erindi þeirra þangað er að leggja fyrir starfsmenn framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins meginlínur nýs fjárlaga­frumvarps írsku ríkis­stjórnar­innar fyrir næsta ári og fá óformlegt samþykki framkvæmda­stjórnar­innar fyrir því.

Í pottinum

Píratar og virðing alþingis - á þetta tvennt saman?

Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður nýja stjórnmála­flokksins Pírata, hann er fæddur í október árið 1980 og verður því 33 ára á næstunni.

Hrunið: Umræður um helgina hafa litlu skilað í nýjum upplýsingum

Umræður um helgina um fimm ára afmæli hrunsins hafa litlu sem engu skilað í nýjum upplýsingum, þótt það kunni að breytast í kvöld, mánudagskvöld, þegar Davíð Oddsson, fyrrum forsætis­ráðherra og seðlabanka­stjóri ræðir um þennan örlagaríka atburð í kvöldverði, sem uppselt er á.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS